Þrátt fyrir að Efnahags- og framfarastofnun Evrópu fagni góðum árangri Íslands í nýlegri skýrslu um efnahagslíf landsins er varað við nokkrum hættumerkjum í hagkerfinu.
Íslenska krónan og launahækkanir eru farin að grafa undan samkeppnishæfni Íslands, traust vantar á vinnumarkaði og gæta þarf að því að vernda óbyggðir Íslands, er meðal þess sem OECD varar við.
Sterk króna lamar nýsköpun
Hátt gengi krónunnar veldur því að laun, og þar með kostnaður við vinnuframlag, er mun hærri hér á landi en annars staðar, þrátt fyrir að framleiðni sé minni en meðaltalið í ríkjum OECD. Íslendingar bæta lága framleiðni á hverja vinnustund með því að vinna mun fleiri klukkustundir en samanburðarþjóðir.
Fram kemur að einn vandinn sé að nýsköpunarfyrirtæki eigi erfitt vegna styrkingar krónunnar og aukningar launakostnaðar, auk þess sem erfitt sé að láta fyrirtæki vaxa í litlu hagkerfi, en vöxtur slíkra fyrirtækja knýr gjarnan framleiðniaukningu.
„Yfirstandandi sprenging í ferðamennsku, sem hefur …
Athugasemdir