Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framlög til heilbrigðismála fjarri því að mæta kröfu 86 þúsund landsmanna þótt byggingarkostnaður nýs spítala teljist með

86 þús­und manns kröfð­ust þess að út­gjöld til heil­brigð­is­mála yrðu auk­in upp í 11 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu fyr­ir kosn­ing­ar. Fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru fjarri því að koma til móts við þá áskor­un. Stór hluti út­gjalda­aukn­ing­ar­inn­ar til heil­brigð­is­mála er vegna bygg­ing­ar nýs Land­spít­ala.

Framlög til heilbrigðismála fjarri því að mæta kröfu 86 þúsund landsmanna þótt byggingarkostnaður nýs spítala teljist með

Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála munu aukast úr 7 prósentum af vergri landsframleiðslu upp í 7,85 prósent á síðasta fjárlagaári ríkisstjórnarinnar ef fjármálaáætlun hennar gengur eftir. 

Þetta er niðurstaðan þegar útgjaldarammi heilbrigðismála er borinn saman við hagvaxtarspár Hagstofunnar sem fjármálaáætlunin byggir á. 

Skömmu fyrir kosningar skrifuðu um 86 þúsund manns undir áskorun Kára Stefánssonar þess efnis að útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu. Fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar eru órafjarri því að uppfylla slíka kröfu. Samkvæmt fjármálaáætluninni verður hlutfallið 7,85 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 og 7,95 prósent árið 2022.

Framlög til sjúkrahúsþjónustu munu aukast um 7,3 milljarða króna yfir tímabilið ef frá eru talin framlög vegna byggingar nýs Landspítala. Aukningin er hins vegar 16 milljarðar þegar bygging spítalans er tekin með í reikninginn.

Í fjárlögum ársins 2017 var gert ráð fyrir 177,7 milljörðum til heilbrigðismála eða um 7 prósentum af vergri landsframleiðslu. Að því er fram kemur í greinargerð fjármálaáætlunarinnar munu þó allt í allt renna 188 milljarðar til heilbrigðismála á árinu sé miðað við liðina sjúkrahúsþjónusta, heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa, hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta og lyf og lækningarvörur

Þegar Fréttatíminn fjallaði um afstöðu stjórnmálaflokka til heilbrigðisútgjalda skömmu fyrir kosningar kom fram að Viðreisn vildi stórauka árleg útgjöld til heilbrigðismála og að þau yrðu 220 til 260 milljarðar árið 2020. Þetta rímar illa við fjármálaáætlunina, en þar er gert ráð fyrir að útgjöld til heilbrigðismála nemi aðeins 211 milljörðum árið 2020. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár