Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á tímamótum í lífi sínu og stendur í skilnaði. DV staðhæfir í dag að hann og eiginkona hans, Elva Björk Guðmundsdóttir, hafi slitið samvistir. Samkvæmt þjóðskrá hefur hann fært lögheimili sitt heim til foreldra sinna sem búa í fjölbýlishúsi við Sauðármýri á Sauðarárkróki.
Gunnar Bragi er gríðarlega umdeilur og þá sérstaklega eftir að hann ákvað að enda umsóknarferli vegna ESB í síðustu viku. Ofan á erfiðleika í einkalífinu bætast pólitískir erfiðleikar hans sem enginn veit hvernig munu enda. Mótmæli hófust þegar í gær og stjórnarandstaðan er grá fyrir járnum vegna málsins.
„Nei, nei, þetta er bara formsatriði. Þetta er tímabundið,“ segir Ingibjörg Gunnhildur Jósafatsdóttir, móðir Gunnars Braga, um flutning hans á heimili þeirra foreldranna.
Aðspurð um raunir sonarins og hvort hugur hennar væri ekki með honum svaraði hún játandi.
„Jú, jú. Ætli það ekki“.
Athugasemdir