Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Utanríkisráðherra í blokkina til pabba og mömmu

Stend­ur í skiln­aði við eig­in­konu sína og hús­ið kom­ið á sölu. „Þetta er bara formastriði,“ seg­ir móð­ir hans.

Utanríkisráðherra í blokkina til pabba og mömmu
Utanríkisráðherra Brotlendir í einkalífi sínu. Hér má sjá hjónin með forsetahjónum Bandaríkjanna á meðan allt lék í lyndi.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er á tímamótum í lífi sínu og stendur í skilnaði. DV staðhæfir í dag að hann og eiginkona hans, Elva Björk Guðmundsdóttir, hafi slitið samvistir. Samkvæmt þjóðskrá hefur hann fært lögheimili sitt heim til foreldra sinna sem búa í fjölbýlishúsi við Sauðármýri á Sauðarárkróki. 

Gunnar Bragi er gríðarlega umdeilur og þá sérstaklega eftir að hann ákvað að enda umsóknarferli vegna ESB í síðustu viku. Ofan á erfiðleika í einkalífinu bætast pólitískir erfiðleikar hans sem enginn veit hvernig munu enda. Mótmæli hófust þegar í gær og stjórnarandstaðan er grá fyrir járnum vegna málsins. 

 

„Nei, nei, þetta er bara formsatriði. Þetta er tímabundið,“ segir Ingibjörg Gunnhildur Jósafatsdóttir, móðir Gunnars Braga, um flutning hans á heimili þeirra foreldranna. 

Aðspurð um raunir sonarins og hvort hugur hennar væri ekki með honum svaraði hún játandi. 

„Jú, jú. Ætli það ekki“. 

Nýtt lögheimili utanríkisráðherra
Nýtt lögheimili utanríkisráðherra Gunnar Bragi hefur samkvæmt þjóðskrá flutt lögheimili sitt í þetta fjölbýlishús við Sauðármýri á Sauðarárkróki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár