Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Urgur í baklandi Bjartrar framtíðar: Áhrifafólk furðar sig á hægri beygjunni

„Ég er ekki viss um að þeir sem kusu Bjarta fram­tíð hafi endi­lega vit­að að þeir væru líka að kjósa Bene­dikt,“ seg­ir einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar. Hið nána sam­band við Við­reisn er um­deilt.

Urgur í baklandi Bjartrar framtíðar: Áhrifafólk furðar sig á hægri beygjunni

Skiptar skoðanir eru í baklandi Bjartrar framtíðar um hið nána samstarf Óttars Proppé við Viðreisn og fyrirhugað stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Stundin hefur rætt við áhrifafólk í Bjartri framtíð undanfarna daga sem furðar sig á því sem kallað er „síamstvíburasamband“ Óttars Proppé og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 

Þótt mörgum hugnist illa stjórnarmyndunarviðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn er bent á að fyrst fimmflokkaviðræðurnar við VG, Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn hafi tvívegis runnið út í sandinn sé eðlilegt að Óttarr Proppé spreyti sig í viðræðum við hægriflokkana. Hins vegar sé ekki sjálfgefið að stjórn Bjartrar framtíðar fallist á myndun slíkrar ríkisstjórnar. Til þess þurfi að gulltryggja að flokkurinn nái mikilvægum málum fram í slíku stjórnarsamstarfi. 

Stjórnarmenn í Bjartri framtíð og fyrrum þingmenn hafa furðað sig á því hvernig Óttarr límdi sig við Benedikt Jóhannesson eftir kosningarnar. „Ég er ekki viss um að þeir sem kusu Bjarta framtíð hafi endilega vitað að þeir væru líka að kjósa Benedikt,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar. 

Annar heimildarmaður Stundarinnar bendir á að Björt framtíð sé félagshyggjuflokkur að nafninu til. Þótt Viðreisn gefi sig út fyrir að vera frjálslyndur miðjuflokkur hafi flokkurinn sýnt á sér hægrisinnaðar hliðar eftir kosningar, beitt sér gegn hugmyndum um prógressífa skattlagningu og bakkað frá eigin útgjaldaloforðum. Félagshyggjufólk sem kaus Bjarta framtíð sé fjarri Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum á hinu pólitíska litrófi og það komi á óvart hve tilbúnir þingmenn Bjartrar framtíðar voru að styðja umdeild og jafnvel vanreifuð mál ættuð frá starfandi starfsstjórn á desemberþingi. 

Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, hefðu bæði ákveðið að segja sig úr flokknum. Haft var eftir þeim að ákvörðunin hefði ekkert með yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður að gera, heldur einungis það að þau ætli að snúa sér að öðru en stjórnmálum. Ýmislegt er þó lesið í úrsagnirnar og tímasetninguna þeirra innan flokksins, enda hófust formlegar viðræður Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn einmitt í dag. 

Óánægja innan Bjartrar framtíðar hefur stöku sinnum komið upp á yfirborðið eftir kosningar. Þannig hafði Fréttablaðið t.d. eftir Páli Val Björnssyni, fyrrverandi þingmanni flokksins, um miðjan nóvember að hann efaðist um að myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tækist. „Ég tel að við eigum enga samleið,“ sagði hann. Freyja Haraldsdóttir, varaþingkona Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili, gagnrýndi svo Alþingi og flokksfélaga sína harðlega í stöðuuppfærslu á Facebook um helgina vegna laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni fatlaðs fólks sem keyrð voru í gegnum þingið á sólahring án þess að haft væri samráð við hagsmunasamtök fatlaðra. „Hvernig stendur á því að fólk, þ.m.t. samflokksfólk mitt, sem hefur gefið sig út fyrir það að styðja NPA og lögfestingu og veit hvaða mannréttindabrot felast í því að þetta sé ekki lögfest komi svona fram við fatlað fólk? Hvernig í ósköpunum eigum við að geta unnið með ykkur án tortryggni þegar við erum stungin svona í bakið?“ skrifaði Freyja. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár