Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnastjórnar rammaáætlunar eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að skora á umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur, að staðfesta ekki fyrirhugaðar breytingar. Að mati Landverndar fela þær í sér að verulega verður dregið úr faglegu sjálfstæði verkefnastjórnarinnar með þeim afleiðingum að hægt sé að opna á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem Alþingi hefur þegar ákveðið að friða gagnvart orkunýtingu án þess að verkefnisstjórnin geti lagt faglegt mat á réttmæti endurupptökunnar. 

„Þarna er verið að taka af verkefnastjórninni og faghópum hennar þetta faglega mat á því hvort tilefni sé til að endurmeta virkjanaframkvæmdir á svæðum sem þegar eru komin í verndarflokk. Það þýðir að þá verður nóg fyrir orkufyrirtæki að gera lítilsháttar breytingar á virkjanahugmyndum á svæðum sem féllu í verndarflokk til að verkefnastjórnni beri að taka málið aftur upp,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Stundina.

Hann lítur svo á að málið hafi komið til með óeðlilegum hætti. „Aðdragandi breytingatillagnanna er verulega ámælisverður. Samkvæmt gögnum úr umhverfisráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti átti orkufyrirtækið Landsvirkjun frumkvæði að breytingunum, tók virkan þátt í undirbúningi tillagnanna og hafði afgerandi áhrif á niðurstöðuna. Hvorki öðrum orkufyrirtækjum, náttúruverndarhreyfingunni, ferðaþjónustunni, útivistarhópum eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta var hleypt að þessu ferli,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnuninni.

Hægt er skrifa undir áskorunina á heimasíðu Landverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár