Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnastjórnar rammaáætlunar eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að skora á umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur, að staðfesta ekki fyrirhugaðar breytingar. Að mati Landverndar fela þær í sér að verulega verður dregið úr faglegu sjálfstæði verkefnastjórnarinnar með þeim afleiðingum að hægt sé að opna á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem Alþingi hefur þegar ákveðið að friða gagnvart orkunýtingu án þess að verkefnisstjórnin geti lagt faglegt mat á réttmæti endurupptökunnar. 

„Þarna er verið að taka af verkefnastjórninni og faghópum hennar þetta faglega mat á því hvort tilefni sé til að endurmeta virkjanaframkvæmdir á svæðum sem þegar eru komin í verndarflokk. Það þýðir að þá verður nóg fyrir orkufyrirtæki að gera lítilsháttar breytingar á virkjanahugmyndum á svæðum sem féllu í verndarflokk til að verkefnastjórnni beri að taka málið aftur upp,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Stundina.

Hann lítur svo á að málið hafi komið til með óeðlilegum hætti. „Aðdragandi breytingatillagnanna er verulega ámælisverður. Samkvæmt gögnum úr umhverfisráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti átti orkufyrirtækið Landsvirkjun frumkvæði að breytingunum, tók virkan þátt í undirbúningi tillagnanna og hafði afgerandi áhrif á niðurstöðuna. Hvorki öðrum orkufyrirtækjum, náttúruverndarhreyfingunni, ferðaþjónustunni, útivistarhópum eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta var hleypt að þessu ferli,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnuninni.

Hægt er skrifa undir áskorunina á heimasíðu Landverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár