Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnastjórnar rammaáætlunar eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að skora á umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur, að staðfesta ekki fyrirhugaðar breytingar. Að mati Landverndar fela þær í sér að verulega verður dregið úr faglegu sjálfstæði verkefnastjórnarinnar með þeim afleiðingum að hægt sé að opna á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem Alþingi hefur þegar ákveðið að friða gagnvart orkunýtingu án þess að verkefnisstjórnin geti lagt faglegt mat á réttmæti endurupptökunnar. 

„Þarna er verið að taka af verkefnastjórninni og faghópum hennar þetta faglega mat á því hvort tilefni sé til að endurmeta virkjanaframkvæmdir á svæðum sem þegar eru komin í verndarflokk. Það þýðir að þá verður nóg fyrir orkufyrirtæki að gera lítilsháttar breytingar á virkjanahugmyndum á svæðum sem féllu í verndarflokk til að verkefnastjórnni beri að taka málið aftur upp,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Stundina.

Hann lítur svo á að málið hafi komið til með óeðlilegum hætti. „Aðdragandi breytingatillagnanna er verulega ámælisverður. Samkvæmt gögnum úr umhverfisráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti átti orkufyrirtækið Landsvirkjun frumkvæði að breytingunum, tók virkan þátt í undirbúningi tillagnanna og hafði afgerandi áhrif á niðurstöðuna. Hvorki öðrum orkufyrirtækjum, náttúruverndarhreyfingunni, ferðaþjónustunni, útivistarhópum eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta var hleypt að þessu ferli,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnuninni.

Hægt er skrifa undir áskorunina á heimasíðu Landverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár