Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnastjórnar rammaáætlunar eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að skora á umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur, að staðfesta ekki fyrirhugaðar breytingar. Að mati Landverndar fela þær í sér að verulega verður dregið úr faglegu sjálfstæði verkefnastjórnarinnar með þeim afleiðingum að hægt sé að opna á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem Alþingi hefur þegar ákveðið að friða gagnvart orkunýtingu án þess að verkefnisstjórnin geti lagt faglegt mat á réttmæti endurupptökunnar. 

„Þarna er verið að taka af verkefnastjórninni og faghópum hennar þetta faglega mat á því hvort tilefni sé til að endurmeta virkjanaframkvæmdir á svæðum sem þegar eru komin í verndarflokk. Það þýðir að þá verður nóg fyrir orkufyrirtæki að gera lítilsháttar breytingar á virkjanahugmyndum á svæðum sem féllu í verndarflokk til að verkefnastjórnni beri að taka málið aftur upp,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Stundina.

Hann lítur svo á að málið hafi komið til með óeðlilegum hætti. „Aðdragandi breytingatillagnanna er verulega ámælisverður. Samkvæmt gögnum úr umhverfisráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti átti orkufyrirtækið Landsvirkjun frumkvæði að breytingunum, tók virkan þátt í undirbúningi tillagnanna og hafði afgerandi áhrif á niðurstöðuna. Hvorki öðrum orkufyrirtækjum, náttúruverndarhreyfingunni, ferðaþjónustunni, útivistarhópum eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta var hleypt að þessu ferli,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnuninni.

Hægt er skrifa undir áskorunina á heimasíðu Landverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár