Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi

Mik­ið mæð­ir á inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu þessa daga. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, er yf­ir ráðu­neyt­inu í fjar­veru Ólaf­ar Nor­dal sem glím­ir við veik­indi. Þá eru báð­ir að­stoð­ar­menn Ólaf­ar í leyfi. Á með­an næst ekki í Bjarna vegna að­kallandi mál­efna.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi
Svarar ekki Bjarni Benediktsson hefur ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að undanförnu leyst Ólöfu Nordal af sem innanríkisráðherra á meðan hún glímir við veikindi.

Þetta þýðir að einn maður sér um að leiða tvö af stærstu ráðuneytum landsins. Báðir aðstoðarmenn Ólafar eru einnig í leyfi og því mæðir mikið á starfsfólki ráðuneytisins. Í tilkynningum frá Ólöfu hefur hún tekið fram að henni finnist leitt að geta ekki sinnt kosningabaráttunni.

Stundin hefur að undanförnu reynt að ná tali af Bjarna Benediktssyni, starfandi innanríkisráðherra, vegna málefna fimm ára gamals íslensks drengs sem flytja á nauðugan til Noregs í vistun hjá fósturforeldrum til átján ára aldurs. Hvorki Bjarni né aðstoðarmenn hans hafa svarað símtölum.

Ýmis mál sem varða innanríkisráðuneytið hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga og vikur, en meðal annars hefur verið skorað á ráðuneytið að beita sér í málefnum flóttafólks sem fengið hefur synjun frá Útlendingastofnun.

Sjá einnig: Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig

Þannig hefur það reyndar verið undanfarna mánuði og er Bjarni Benediktsson eini ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem neitar að tjá sig við Stundina. Þegar lagður var spurningalisti fyrir Bjarna Benediktsson á dögunum vegna kosningaumfjöllunar Stundarinnar vildi hann ekki gefa svör.

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár