Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi

Mik­ið mæð­ir á inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu þessa daga. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, er yf­ir ráðu­neyt­inu í fjar­veru Ólaf­ar Nor­dal sem glím­ir við veik­indi. Þá eru báð­ir að­stoð­ar­menn Ólaf­ar í leyfi. Á með­an næst ekki í Bjarna vegna að­kallandi mál­efna.

Tvö ráðuneyti undir Bjarna sem engu svarar: Aðstoðarmenn í fríi
Svarar ekki Bjarni Benediktsson hefur ekki svarað fyrirspurnum Stundarinnar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að undanförnu leyst Ólöfu Nordal af sem innanríkisráðherra á meðan hún glímir við veikindi.

Þetta þýðir að einn maður sér um að leiða tvö af stærstu ráðuneytum landsins. Báðir aðstoðarmenn Ólafar eru einnig í leyfi og því mæðir mikið á starfsfólki ráðuneytisins. Í tilkynningum frá Ólöfu hefur hún tekið fram að henni finnist leitt að geta ekki sinnt kosningabaráttunni.

Stundin hefur að undanförnu reynt að ná tali af Bjarna Benediktssyni, starfandi innanríkisráðherra, vegna málefna fimm ára gamals íslensks drengs sem flytja á nauðugan til Noregs í vistun hjá fósturforeldrum til átján ára aldurs. Hvorki Bjarni né aðstoðarmenn hans hafa svarað símtölum.

Ýmis mál sem varða innanríkisráðuneytið hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga og vikur, en meðal annars hefur verið skorað á ráðuneytið að beita sér í málefnum flóttafólks sem fengið hefur synjun frá Útlendingastofnun.

Sjá einnig: Innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig

Þannig hefur það reyndar verið undanfarna mánuði og er Bjarni Benediktsson eini ráðherra núverandi ríkisstjórnar sem neitar að tjá sig við Stundina. Þegar lagður var spurningalisti fyrir Bjarna Benediktsson á dögunum vegna kosningaumfjöllunar Stundarinnar vildi hann ekki gefa svör.

Sjá einnig: Bjarni Benediktsson neitaði einn að svara spurningunum

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár