Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum eftir að kommóða féll á hann

For­eldr­ar drengj­anna birtu mynd­band af at­vik­inu til þess að vara aðra við hætt­unni sem fylg­ir því að vegg­festa ekki þung hús­gögn. Dreng­irn­ir voru við leik í svefn­her­berg­inu þeg­ar þeir klifr­uðu upp í skúff­urn­ar og komm­óð­an féll fram fyr­ir sig. Ann­ar dreng­ur­inn lenti und­ir komm­óð­unni en bróð­ir hans bjarg­aði hon­um með því að lyfta komm­óð­unni af hon­um.

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum eftir að kommóða féll á hann

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum þegar kommóða féll á hann. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu, en þar má sjá hvernig kommóðan fellur þegar drengirnir klifra upp í skúffurnar. Annar drengurinn, Brock, lendir undir kommóðunni og liggur þar fastur, en bróðir hans, Bowdy, sýnir ótrúlegan styrk, lyftir kommóðunni upp og bjargar bróður sínum.  

Bræðurnir eru frá Utah í Bandaríkjunum og voru við leik inni í svefnherberginu sínu þar sem atvikið átti sér stað á nýársdag. Foreldrar þeirra, þau Ricky og Kayli Shoff, segjast hafa verið hikandi við að deila myndbandinu en ákváðu engu að síður að gera það til þess að vara aðra við hættunni sem fylgir því að veggfesta ekki húsgögn. Það hafa foreldrarnir nú gert, auk þess sem þau tóku handföngin af skúffunum til þess að draga úr hættunni á því að drengirnir klifruðu á kommóðunni.

Í samtali við CBS News …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár