Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum eftir að kommóða féll á hann

For­eldr­ar drengj­anna birtu mynd­band af at­vik­inu til þess að vara aðra við hætt­unni sem fylg­ir því að vegg­festa ekki þung hús­gögn. Dreng­irn­ir voru við leik í svefn­her­berg­inu þeg­ar þeir klifr­uðu upp í skúff­urn­ar og komm­óð­an féll fram fyr­ir sig. Ann­ar dreng­ur­inn lenti und­ir komm­óð­unni en bróð­ir hans bjarg­aði hon­um með því að lyfta komm­óð­unni af hon­um.

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum eftir að kommóða féll á hann

Tveggja ára drengur bjargaði tvíburabróður sínum þegar kommóða féll á hann. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu, en þar má sjá hvernig kommóðan fellur þegar drengirnir klifra upp í skúffurnar. Annar drengurinn, Brock, lendir undir kommóðunni og liggur þar fastur, en bróðir hans, Bowdy, sýnir ótrúlegan styrk, lyftir kommóðunni upp og bjargar bróður sínum.  

Bræðurnir eru frá Utah í Bandaríkjunum og voru við leik inni í svefnherberginu sínu þar sem atvikið átti sér stað á nýársdag. Foreldrar þeirra, þau Ricky og Kayli Shoff, segjast hafa verið hikandi við að deila myndbandinu en ákváðu engu að síður að gera það til þess að vara aðra við hættunni sem fylgir því að veggfesta ekki húsgögn. Það hafa foreldrarnir nú gert, auk þess sem þau tóku handföngin af skúffunum til þess að draga úr hættunni á því að drengirnir klifruðu á kommóðunni.

Í samtali við CBS News …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár