Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tólf ára drengur lést af óútskýrðum orsökum

Aron Andri Hall Arn­ars­son lést í svefni eft­ir að hann kom heim í Grafar­holt­ið úr Flórída­ferð. Dánar­or­sök­in er rann­sök­uð af þýsk­um sér­fræð­ingi.

Tólf ára drengur lést af óútskýrðum orsökum
Aron Andri Hall Arnarsson Arons er sárt saknað, en hann fékk meðal annars verðlaun í Ingunnarskóla fyrir að koma vel fram við samnemendur sína.

Daginn eftir að hinn tólf ára gamli Aron Andri Hall Arnarsson kom heim úr mánaðarferðalagi til Flórída með fjölskyldunni fyrir tveimur vikum lést hann í svefni á óútskýrðan hátt.

Andlát hans var fjölskyldunni gríðarlegt áfall og hafa aðstandendur foreldra hans, Sigurrósar Gísladóttur og Arnars Más Hall Guðmundssonar, blásið til söfnunar til að styrkja þau vegna kostnaðarins sem fylgir útför, töpuðum vinnustundum og fleiri veraldlegum röskunum sem hljótast af ástvinamissi. 

Aron skilur eftir sig fjölda ástvina, þar á meðal tvær systur, þriggja og 18 ára.

Engan grunaði að Aron væri með undirliggjandi alvarlegt mein. Hann fékk þó flogakast fyrir um ári síðan, en ekki hefur verið sýnt fram á að það tengist skyndilegu andláti hans.

„Dánarorsökin verður trúlega titluð sem óútskýrð,“ segir Pétur Þór Hall Guðmundsson, föðurbróðir Arons, í samtali við Stundina. „Þetta var að öllum líkindum ekki vegna flogakasts. Þýskur sérfræðingur framkvæmdi krufninguna og tók sýni til ræktunar í Þýskalandi. Við fáum væntanlega niðurstöður í september. Ef það er þá hægt að finna eitthvað. Þetta er bara óútskýrt, hann varð bráðkvaddur, líkt og vöggudauði, eða þannig. Þetta er ekki algengt, var okkur sagt.“

Aron Andri með systur sinni
Aron Andri með systur sinni Hann skilur eftir sig þriggja ára og 18 ára systur.

Framúrskarandi nemandi og skólafélagi

Aron Andri var nemandi í Ingunnarskóla í Grafarholti og hlaut meðal annars hvatningarverðlaun skólans 2012-2013 fyrir samviskusemi, kurteisi, jákvæðni og fyrir að hafa verið framúrskarandi nemandi, hugmyndaríkur og listrænn. Áður hafði hann verið í leikskólanum Maríuborg frá 2006 til 2009. Hann bjó í Grafarholtinu alla sína tíð.

Aron hafði mikinn áhuga á hvers kyns hönnun og sköpun. Pétur Þór, föðurbróðir hans, segir að hann hafi haft ákveðna eiginleika verkfræðings. „Hann tók eftir öllu sem var öðruvísi en annað. Það sem fangaði augað hans.“ Þegar Aron kom í heimsókn til Péturs horfði hann gjarnan á fræðsluþáttinn How It’s Made, sem fjallar um hvernig þekktir manngerðir hlutir í umhverfi okkar eru hannaðir og framleiddir. Hann fann áhuganum meðal annars farveg í tölvuleiknum Minecraft, sem snýst um að safna hráefni og byggja úr því, og legókubbum, en hann átti mikið safn þeirra.

Haldin var minningarstund í Guðríðarkirkju í Grafarholti síðastliðinn miðvikudag þar sem skólafélagar, starfsmenn skólans, vinir og fleiri úr hverfinu minntust Arons Andra. 

Nýkominn úr draumaferð til Flórída

Fjölskyldan hafði safnað fyrir Flórídaferð sem varð loksins að veruleika í sumar. Þau dvöldu þar í mánuð og fóru í skemmtigarða og fleira. Aron undi sér vel. Á heimleiðinni sagði hann foreldrum sínum að hann væri þakklátur. Foreldrar hans rifjuðu upp þessi orð hans í minningargrein um hann sem þau birtu í Morgunblaðinu.
„Þú sagðir oft við okkur úti að þú værir „þakklátur“ og á heimleiðinni sagðir þú að þú værir þakklátur fyrir þessa ferð, það er dýrmætt að vita. Þú notaðir þetta orð „þakklátur“ oft og það er eitt af mörgu sem við munum reyna að læra af þér, þakklæti og vera góð við hvert annað!“

„Broskarlinn okkar“

Móðir og faðir Arons telja sig hafa lært margt af samverunni með honum og munu varðveita hana. Þau eru þakklát fyrir að hafa fengið mánuð með honum og fjölskyldunni allri áður en hann féll skyndilega frá. Þau lýsa honum í minningargreininni.

„Þú faðmaðir okkur mörgum sinnum á dag, faðmaðir okkur alltaf áður en þú fórst að sofa og passaðir upp á að eiga smá stund í faðmi okkar fyrir svefninn, lagðir höfuðið að bringu okkar og þér leið þá svo vel og brostir þínu fallega brosi til okkar, það var svo yndislegt og við búum við það það sem eftir er. Bros þitt var einstakt, enda kölluðum við þig oft „broskarlinn okkar“. Þú fékkst okkur til að brosa bæði þegar við vorum eitthvað súr og líka utan þess og þá léstu okkur bara brosa, komst með fallega andlitið þitt fyrir framan andlitin á okkur og settir upp þitt einstaka bros og hættir ekki fyrr en við brostum á móti, þvílíkur eiginleiki! Þú sagðir mörgum sinnum á dag „mér þykir vænt um þig“ og „mér þykir vænt um ykkur“ við okkur hin í fjölskyldunni, væntumþykja þín var og er ómetanleg og það er eitt af mörgu sem við viljum læra af þínu lífsskeiði hér á jörðinni. Þú kenndir okkur hvað ást er dýrmæt, hvað bros gerir mikla galdra og hvað einlægni og hreinskilni er mikilvæg. Við ætlum að taka þetta með okkur áfram lífsveginn og við vitum að þú fyrirgefur ef okkur tekst ekki nógu vel upp en við gerum okkar besta, þú hafðir mikil áhrif.“

Safnað fyrir fjölskylduna

Pétur og aðrir stórfjölskyldumeðlimir og aðstandendur hafa stofnað til söfnunar fyrir fjölskylduna til að reyna að lágmarka fjárhagsáhyggjur sem geta bæst við sorgina við ástvinamissi. Pétur setti eftirfarandi skilaboð á Facebook á dögunum:  

„Kæru ættingjar og vinir.
Síðastliðinn mánudag 10.08.2015 misstu þau Arnar og Sigurrós elsku Aron Andra son sinn. 

Aron Andri var 12 ára gamall og var þetta óvænt og mikið áfall.
Við erum öll slegin og okkur langar til að gera svo mikið til að hjálpa þeim. 
Við munum styrkja þau og okkur langar að biðja ykkur um að hjálpa okkur að létta undir með þeim með því að aðstoða við þann mikla kostnað sem fylgir andláti ástvinar eins og varðandi útför, vinnutap og fleira.
Minnum á að margt smátt gerir eitt stórt.
Ef þið sjáið ykkur fært um að hjálpa okkur að styrkja þau þá má leggja inn á reikning: 528-14-404005 kt. 190771-3859.
Arnar faðir Arons Andra er skráður fyrir reikningnum.
Með fyrirfram þökk,
Aðstandendur Arnars, Sigurrósar og fjölskyldu.“

Foreldrar Arons kvöddu hann í fyrrgreindri minningargrein með harm og von í hjarta: „Sjáumst seinna elsku besti Aron, við elskum þig endalaust og þú munt lifa áfram með okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár