Þúsundir manna fögnuðu íslenska landsliðinu í knattspyrnu á Arnarhóli í kvöld. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tilkomumikinn atburð þar sem mannfjöldinn tók víkingaklappið fyrir landsliðsmennina, en það er nú orðið heimsþekkt einkennismerki íslenska knattspyrnulandsliðsins og stuðningsmanna þess.
Myndbandið sýnir víkingaklappið tekið fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. RÚV / Lára Hanna Einarsdóttir klippti
Í ræðum sínum þökkuðu Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðsþjálfarar stuðninginn. Lars sagði að sér liði eins og hann væri kominn heim.
„Það sem ég hef séð hér í dag er tilkomumeira en það sem ég sá í París,“ sagði Lars. „Alltaf þegar ég er hér líður mér eins og ég sé kominn heim,“ bætti hann við.
„Stuðningurinn sem við höfum fengið er ólýsanlegur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði við mannfjöldann.
Athugasemdir