Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Magnaður atburður á Arnarhóli: Mannmergðin fagnar með víkingaklappi

Þús­und­ir tóku á móti ís­lenska karla­lands­lið­inu í knatt­spyrnu á Arn­ar­hóli í kvöld.

Magnaður atburður á Arnarhóli: Mannmergðin fagnar með víkingaklappi

Þúsundir manna fögnuðu íslenska landsliðinu í knattspyrnu á Arnarhóli í kvöld. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tilkomumikinn atburð þar sem mannfjöldinn tók víkingaklappið fyrir landsliðsmennina, en það er nú orðið heimsþekkt einkennismerki íslenska knattspyrnulandsliðsins og stuðningsmanna þess.

Myndbandið sýnir víkingaklappið tekið fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. RÚV / Lára Hanna Einarsdóttir klippti

Í ræðum sínum þökkuðu Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback landsliðsþjálfarar stuðninginn. Lars sagði að sér liði eins og hann væri kominn heim.

„Það sem ég hef séð hér í dag er til­komu­meira en það sem ég sá í Par­ís,“ sagði Lars. „Alltaf þegar ég er hér líður mér eins og ég sé kom­inn heim,“ bætti hann við.

„Stuðningurinn sem við höfum fengið er ólýsanlegur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði við mannfjöldann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár