Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nafnlaus hópur gefur útskriftarnemum „Þjóðarpláguna Íslam“ að gjöf

Út­gef­andi bók­ar­inn­ar Þjóðarplág­an Íslam fær stuðn­ing frá nafn­laus­um að­il­um til að dreifa bók­inni til þeirra sem út­skrif­ast með fram­halds­mennt­un úr há­skóla. Hann seg­ist vilja upp­lýsta um­ræðu um „eitt helsta vanda­mál, sem steðj­ar að heim­in­um nú um stund­ir“. Nem­end­ur eru hvatt­ir til að gefa bók­ina að lestri lokn­um.

Nafnlaus hópur gefur útskriftarnemum „Þjóðarpláguna Íslam“ að gjöf

Félagið Tjáningarfrelsið gefur alls þúsund útskriftarnemum frá háskólum landsins síðastliðið vor, með masters eða doktorspróf, bókina umdeildu „Þjóðarplágan Íslam“ eftir norska blaðamanninn Hege Storhaug. Nemendur fengu bókina senda með pósti í dag. Í bréfi sem fylgdi bókinni segir að ósk félagsins sé að þeir sem fá bókina að gjöf gefi bókina áfram eftir að hafa lesið hana „svo að sem flestum gefist kostur á því að kynna sér efni hennar.“ Bókin eigi erindi til allra sem vilja ástunda upplýsta umræðu um „eitt helsta vandamál, sem steðjar að heiminum nú um stundir.“

##

Undir bréfið skrifar Valdimar H. Jóhannesson, formaður Tjáningarfrelsisins. „Nokkrum aðilum, sem vilja fá að vera nafnlausir, fannst skipta máli að háskólafólk fengi tækifæri til þess að kynna sér þessa hlið málanna og töldu að háskólafólk almennt hefði undarlegan hroka gagnvart þessu málefni og neituðu að horfast í augu við harðar staðreyndir sem þetta mál snýst um. Þess vegna leituðu þeir til okkar með þeirri beiðn að við afhentum þúsund bækur til þeirra sem hafa útskrifast síðastliðið vor úr háskólum landsins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár