Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorsteinn Víglundsson svarar Mikael Torfasyni: Allir á þingi „brenna fyrir hugsjónum sínum“

Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Þor­steinn Víg­lunds­son, seg­ir Mika­el Torfa­son hafa eytt mest­um tíma í að lýsa megnri and­úð á nú­ver­andi rík­is­stjórn en minni í að benda á hvað megi gera til að bæta úr. Hann kall­ar á eft­ir upp­byggi­legri um­ræðu um fá­tækt án þess að tal­að sé með niðr­andi hætti um nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag eða þá sem við það starfa.

Þorsteinn Víglundsson svarar Mikael Torfasyni: Allir á þingi „brenna fyrir hugsjónum sínum“
Þorsteinn Víglundsson Félags- og jafnréttismálaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, svarar gagnrýni Mikaels Torfasonar, í löngum pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöld. Viðtal Egils Helgasonar við Mikael í Silfrinu á sunnudag hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði Mikael með um fátækt á Íslandi. „Það er gott að sjá blaðamenn eins og Mikael beina sjónum sínum að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og benda á það sem betur megi fara. Mér fannst þó Mikael eyða mestum tíma sínum í að lýsa megnri andúð sinni á þessari ríkisstjórn og þeim sem í henni sitja og minni í að benda á hvað mætti gera til að bæta úr. Mátti helst á máli hans skilja að ríkisstjórn sú sem tók við fyrir tveimur mánuðum síðan bæri ein ábyrgð á því velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp á undanförnum áratugum. (Væri reyndar nokkuð ánægður ef rétt væri) Einhverjir voguðu sér að benda á að umfjöllun Mikaels hefði ef til vill verið nokkuð einhliða og hlutu skammir fyrir,“ skrifar Þorsteinn meðal annars. 

„Sjálfur efast ég ekki um góðan ásetning Mikaels í garð þeirra sem glíma við fátækt.“

Hann segist stundum velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að taka uppbyggilega umræðu um það sem betur megi fara í samfélaginu án þess að þurfa að tala með niðrandi hætti um núverandi fyrirkomulag eða þá sem við það starfa. „Sjálfur efast ég ekki um góðan ásetning Mikaels í garð þeirra sem glíma við fátækt. Að sama skapi efast ég ekki um minn eigin vilja í þeim efnum eða allra sem ég hef kynnst á stuttum starfstíma mínum í Velferðarráðuneytinu eða inni á Alþingi. Ég er sannfærður um að allir þeir sem á þingi eru í dag brenna fyrir hugsjónum sínum og vilja láta gott af sér leiða þó svo skoðanir geti verið misjafnar á því hvaða leiðir séu bestar.“

Þorsteinn segir fátækt vissulega fyrirfinnast á Íslandi og að það sé sjálfsögð skylda okkar að liðsinna þeim sem þurfa á hjálp að halda með áframhaldandi uppbyggingu velferðarkerfisins. „Það má hins vegar líka benda á það sem hér hefur gengið vel án þess að það endurspegli lítinn metnað til þess að gera betur,“ skrifar hann og bendir meðal annars á að kaupmáttur hafi aukist mikið á undanförnum árum, launajöfnuður sé mikill hér á landi, atvinnuleysi lítið og að skuldir heimilanna hafi lækkað verulega. 

„Þessi ríkisstjórn mun, líkt og fyrri ríkisstjórnir, verða dæmd af verkum sínum líkt og aðrar ríkisstjórnir. Áform hennar um forgangsröðun í þágu velferðar eru sett fram með skýrum hætti í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þau áform munu endurspeglast í fyrstu fimm ára ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður á næstu vikum, fjárlögum næsta árs og þeim frumvörpum sem lögð verða fram á næstu vikum og mánuðum. Ég reikna með að Mikael muni kynna sér þau áform vandlega og vonandi koma með uppbyggilega gagnrýni á. Sjálfur er ég ávallt reiðubúinn að hlusta á slík ráð og taka slíkt samtal,“ skrifar Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekki minnst á fátækt, en þar er rætt um samkeppnishæfni, kraftmikið atvinnulíf, stöðugleika á vinnumarkaði, að samfélagið verði barnvænt, að biðlistar styttist í heilbrigðiskerfinu, að lífeyrisaldur verði hækkaður og frítekjumark atvinnutekna þeirra hækkað, svo eitthvað sé nefnt.

Hér má lesa pistil Þorsteins í heild:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár