Þorsteinn Víglundsson svarar Mikael Torfasyni: Allir á þingi „brenna fyrir hugsjónum sínum“

Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Þor­steinn Víg­lunds­son, seg­ir Mika­el Torfa­son hafa eytt mest­um tíma í að lýsa megnri and­úð á nú­ver­andi rík­is­stjórn en minni í að benda á hvað megi gera til að bæta úr. Hann kall­ar á eft­ir upp­byggi­legri um­ræðu um fá­tækt án þess að tal­að sé með niðr­andi hætti um nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag eða þá sem við það starfa.

Þorsteinn Víglundsson svarar Mikael Torfasyni: Allir á þingi „brenna fyrir hugsjónum sínum“
Þorsteinn Víglundsson Félags- og jafnréttismálaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, svarar gagnrýni Mikaels Torfasonar, í löngum pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöld. Viðtal Egils Helgasonar við Mikael í Silfrinu á sunnudag hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði Mikael með um fátækt á Íslandi. „Það er gott að sjá blaðamenn eins og Mikael beina sjónum sínum að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og benda á það sem betur megi fara. Mér fannst þó Mikael eyða mestum tíma sínum í að lýsa megnri andúð sinni á þessari ríkisstjórn og þeim sem í henni sitja og minni í að benda á hvað mætti gera til að bæta úr. Mátti helst á máli hans skilja að ríkisstjórn sú sem tók við fyrir tveimur mánuðum síðan bæri ein ábyrgð á því velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp á undanförnum áratugum. (Væri reyndar nokkuð ánægður ef rétt væri) Einhverjir voguðu sér að benda á að umfjöllun Mikaels hefði ef til vill verið nokkuð einhliða og hlutu skammir fyrir,“ skrifar Þorsteinn meðal annars. 

„Sjálfur efast ég ekki um góðan ásetning Mikaels í garð þeirra sem glíma við fátækt.“

Hann segist stundum velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að taka uppbyggilega umræðu um það sem betur megi fara í samfélaginu án þess að þurfa að tala með niðrandi hætti um núverandi fyrirkomulag eða þá sem við það starfa. „Sjálfur efast ég ekki um góðan ásetning Mikaels í garð þeirra sem glíma við fátækt. Að sama skapi efast ég ekki um minn eigin vilja í þeim efnum eða allra sem ég hef kynnst á stuttum starfstíma mínum í Velferðarráðuneytinu eða inni á Alþingi. Ég er sannfærður um að allir þeir sem á þingi eru í dag brenna fyrir hugsjónum sínum og vilja láta gott af sér leiða þó svo skoðanir geti verið misjafnar á því hvaða leiðir séu bestar.“

Þorsteinn segir fátækt vissulega fyrirfinnast á Íslandi og að það sé sjálfsögð skylda okkar að liðsinna þeim sem þurfa á hjálp að halda með áframhaldandi uppbyggingu velferðarkerfisins. „Það má hins vegar líka benda á það sem hér hefur gengið vel án þess að það endurspegli lítinn metnað til þess að gera betur,“ skrifar hann og bendir meðal annars á að kaupmáttur hafi aukist mikið á undanförnum árum, launajöfnuður sé mikill hér á landi, atvinnuleysi lítið og að skuldir heimilanna hafi lækkað verulega. 

„Þessi ríkisstjórn mun, líkt og fyrri ríkisstjórnir, verða dæmd af verkum sínum líkt og aðrar ríkisstjórnir. Áform hennar um forgangsröðun í þágu velferðar eru sett fram með skýrum hætti í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þau áform munu endurspeglast í fyrstu fimm ára ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður á næstu vikum, fjárlögum næsta árs og þeim frumvörpum sem lögð verða fram á næstu vikum og mánuðum. Ég reikna með að Mikael muni kynna sér þau áform vandlega og vonandi koma með uppbyggilega gagnrýni á. Sjálfur er ég ávallt reiðubúinn að hlusta á slík ráð og taka slíkt samtal,“ skrifar Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekki minnst á fátækt, en þar er rætt um samkeppnishæfni, kraftmikið atvinnulíf, stöðugleika á vinnumarkaði, að samfélagið verði barnvænt, að biðlistar styttist í heilbrigðiskerfinu, að lífeyrisaldur verði hækkaður og frítekjumark atvinnutekna þeirra hækkað, svo eitthvað sé nefnt.

Hér má lesa pistil Þorsteins í heild:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár