Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þorsteinn Víglundsson svarar Mikael Torfasyni: Allir á þingi „brenna fyrir hugsjónum sínum“

Fé­lags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Þor­steinn Víg­lunds­son, seg­ir Mika­el Torfa­son hafa eytt mest­um tíma í að lýsa megnri and­úð á nú­ver­andi rík­is­stjórn en minni í að benda á hvað megi gera til að bæta úr. Hann kall­ar á eft­ir upp­byggi­legri um­ræðu um fá­tækt án þess að tal­að sé með niðr­andi hætti um nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag eða þá sem við það starfa.

Þorsteinn Víglundsson svarar Mikael Torfasyni: Allir á þingi „brenna fyrir hugsjónum sínum“
Þorsteinn Víglundsson Félags- og jafnréttismálaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, svarar gagnrýni Mikaels Torfasonar, í löngum pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöld. Viðtal Egils Helgasonar við Mikael í Silfrinu á sunnudag hefur vakið mikla athygli en þar fjallaði Mikael með um fátækt á Íslandi. „Það er gott að sjá blaðamenn eins og Mikael beina sjónum sínum að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu og benda á það sem betur megi fara. Mér fannst þó Mikael eyða mestum tíma sínum í að lýsa megnri andúð sinni á þessari ríkisstjórn og þeim sem í henni sitja og minni í að benda á hvað mætti gera til að bæta úr. Mátti helst á máli hans skilja að ríkisstjórn sú sem tók við fyrir tveimur mánuðum síðan bæri ein ábyrgð á því velferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp á undanförnum áratugum. (Væri reyndar nokkuð ánægður ef rétt væri) Einhverjir voguðu sér að benda á að umfjöllun Mikaels hefði ef til vill verið nokkuð einhliða og hlutu skammir fyrir,“ skrifar Þorsteinn meðal annars. 

„Sjálfur efast ég ekki um góðan ásetning Mikaels í garð þeirra sem glíma við fátækt.“

Hann segist stundum velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að taka uppbyggilega umræðu um það sem betur megi fara í samfélaginu án þess að þurfa að tala með niðrandi hætti um núverandi fyrirkomulag eða þá sem við það starfa. „Sjálfur efast ég ekki um góðan ásetning Mikaels í garð þeirra sem glíma við fátækt. Að sama skapi efast ég ekki um minn eigin vilja í þeim efnum eða allra sem ég hef kynnst á stuttum starfstíma mínum í Velferðarráðuneytinu eða inni á Alþingi. Ég er sannfærður um að allir þeir sem á þingi eru í dag brenna fyrir hugsjónum sínum og vilja láta gott af sér leiða þó svo skoðanir geti verið misjafnar á því hvaða leiðir séu bestar.“

Þorsteinn segir fátækt vissulega fyrirfinnast á Íslandi og að það sé sjálfsögð skylda okkar að liðsinna þeim sem þurfa á hjálp að halda með áframhaldandi uppbyggingu velferðarkerfisins. „Það má hins vegar líka benda á það sem hér hefur gengið vel án þess að það endurspegli lítinn metnað til þess að gera betur,“ skrifar hann og bendir meðal annars á að kaupmáttur hafi aukist mikið á undanförnum árum, launajöfnuður sé mikill hér á landi, atvinnuleysi lítið og að skuldir heimilanna hafi lækkað verulega. 

„Þessi ríkisstjórn mun, líkt og fyrri ríkisstjórnir, verða dæmd af verkum sínum líkt og aðrar ríkisstjórnir. Áform hennar um forgangsröðun í þágu velferðar eru sett fram með skýrum hætti í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þau áform munu endurspeglast í fyrstu fimm ára ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður á næstu vikum, fjárlögum næsta árs og þeim frumvörpum sem lögð verða fram á næstu vikum og mánuðum. Ég reikna með að Mikael muni kynna sér þau áform vandlega og vonandi koma með uppbyggilega gagnrýni á. Sjálfur er ég ávallt reiðubúinn að hlusta á slík ráð og taka slíkt samtal,“ skrifar Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekki minnst á fátækt, en þar er rætt um samkeppnishæfni, kraftmikið atvinnulíf, stöðugleika á vinnumarkaði, að samfélagið verði barnvænt, að biðlistar styttist í heilbrigðiskerfinu, að lífeyrisaldur verði hækkaður og frítekjumark atvinnutekna þeirra hækkað, svo eitthvað sé nefnt.

Hér má lesa pistil Þorsteins í heild:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár