Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorsteinn hefur ítrekað lagst gegn gjaldtöku í sjávarútvegi – leiðir nú nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtökunnar

Þor­steinn Páls­son var hvata­mað­ur þess að veð­setn­ing fisk­veiði­heim­ilda var heim­il­uð ár­ið 1997. Þeg­ar vinstri­stjórn­in kynnti frum­varp um veiði­gjöld ár­ið 2012 sagði hann flest út­gerð­ar­fyr­ir­tæki myndu leggja upp laup­ana. Nú leið­ir hann sátta­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­tíð­ar­skip­an gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi.

Þorsteinn hefur ítrekað lagst gegn gjaldtöku í sjávarútvegi – leiðir nú nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtökunnar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun fara fyrir nefnd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Sem ráðherra var Þorsteinn einn helsti hvatamaður þess að útgerðarmenn fengu heimild til að veðsetja fiskveiðiheimildir. 

Á tímabilinu 1996 til 2012 hefur hann ítrekað varað við gjaldtöku í sjávarútvegi og meðal annars talað gegn því að tekið sé upp veiðileyfagjald eða auðlindaskattur á sjávarútvegsfyrirtæki. Þá hefur hann lagst gegn uppboði aflaheimilda. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði fram frumvarp til laga um veiðigjöld í mars 2012, fullyrti Þorsteinn að ef lögin yrðu að veruleika myndu flest útgerðarfyrirtæki á Íslandi leggja upp laupana. 

Greint var frá því í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins í gær að gengið hefði verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra í formi lagafrumvarps eigi síðar en 1. desember 2017 en í henni sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka.

Veðsetning kvóta var heimiluð í ráðherratíð Þorsteins

Þorsteinn Pálsson gegndi embætti sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra á tímabilinu 1991 til 1999. Árið 1997 stóð hann fyrir löggjöf sem fól í sér að útgerðarmenn fengu heimild til að veðsetja veiðiheimildir með því skipi sem þær eru skráðar á. Frumvarp Þorsteins til laga um samningsveð var umdeilt og hlaut talsverða gagnrýni á Alþingi.

Einna harðorðust var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingkona Þjóðvaka, sem hélt því fram að með lögunum væri verið að gera 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, sem kveður á um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, hálfmerkingarlausa.

„Jú, útgerðarmenn fá nú ókeypis afnotarétt á auðlindinni og mega síðan fara með veiðiheimildirnar að vild, láta þær ganga kaupum og sölum og nú er heimild til að veðsetja aflaheimildir eins og hverja aðra þinglýsta eign þeirra. Með þeim áformum er verið að staðfesta í raun og sanni einkarétt örfárra útgerðaraðila á auðlindum sjávar sem þjóðin byggir helst afkomu sína á. Hér er með blessun og heimild frá hinu háa Alþingi verið að brjóta öll lögmál sem gilda í viðskiptum og fjármálum manna á milli að heimila örfáum aðilum sem braskað hafa árum saman með auðlindina að veðsetja eign sem er eign allrar þjóðarinnar,“ sagði hún. Þá varaði hún við því að veðsetning kvóta myndi magna upp ójöfnuð í íslensku samfélagi. „Eiga útgerðaraðilar að búa við þau forréttindi umfram aðra að geta bara veðsett eigur annarra? Ég tel að þetta séu siðlaus áform og stór spurning hvort þetta brjóti ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum.“

„Verið er að staðfesta í raun og sanni einkarétt örfárra útgerðaraðila á auðlindum sjávar sem þjóðin byggir helst afkomu sína á“

Þorsteinn lagði hins vegar áherslu á að með lögunum væri ekki stefnt að því að breyta grundvallarskipan fiskveiða eða veikja ákvæðið um þjóðareign fiskveiðiauðlindarinnar. Með lögunum væri einmitt tekið fyrir að úthlutaðar veiðiheimildir væru veðsettar einar og sér. „Veðlögin eru eðli máls samkvæmt hlutlaus gagnvart þeirri skipan mála sem þar er ákveðin. Þau hvorki styrkja hana né veikja. Markmiðið er það eitt að tryggja öryggi í viðskiptum,“ sagði hann. Þá velti hann því fyrir sér hvort Jóhanna Sigurðardóttir væri ef til vill á móti öllum viðskiptum með aflaheimildir og sagði hana tala með niðrandi hætti um viðskiptin, kalla þau „brask“.

Eins og bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið átti heimildin til veðsetningar aflaheimilda eftir að öðlast aukna þýðingu eftir því sem markaðsverð á veiðiheimildum hækkaði. Þetta leiddi til þess að eigendur fyrirtækjanna skuldsettu sig í auknum mæli og færðu út kvíarnar í íslensku atvinnulífi. Árið 1992 talaði Þorsteinn á ráðstefnu um framtíð kvótakerfisins og sagði að um það yrði ekki deilt að útveginum bæri að greiða í sameiginlega sjóði fólksins í landinu þegar atvinnufyrirtækjunum hefði verið tryggð eðlileg arðsemi. Hann bætti við: „Hvenær menn ná því marki vitum við ekki en ég hef bæði í gamni og alvöru sagt að óumdeilt hljóti að vera að markinu sé náð þegar útvegurinn hefur eignast meirihluta í þjónustufyrirtækjum eins og Morgunblaðinu og Eimskip.“

Gagnrýndi hugmyndir um auðlindaskatta
og lagðist gegn uppboði aflaheimilda

Nokkrum árum síðar lagðist Þorsteinn hins vegar gegn upptöku auðlindaskatta með afgerandi hætti. „Sjávarútvegurinn ber nú þegar margvísleg gjöld sem lögð eru sérstaklega á veiðiheimildir, bæði til þess að standa straum af veiðieftirliti og ennfremur til að styrkja Þróunarsjóð. Hvað menn eiga við þegar þeir ræða um auðlindaskatt er ekki alltaf gott að skilja,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Ægi árið 1996. „Telja menn að það bæti samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs í samkeppni við ríkisstyrktan og niðurgreiddan sjávarútveg samkeppnislandanna að leggja á hann aukna skatta? Í stöðunni í dag myndi aukin skattheimta veikja samkeppnisstöðuna. Er það eitthvað sem sjávarútvegurinn þarf á að halda? Mitt svar er nei.“

Árið 1998 skrifaði Þorsteinn grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi harðlega hugmyndir um uppboð aflaheimilda. „Uppboðsleiðin er sú aðferð, sem forystumenn samfylkingar jafnaðarmanna hafa lýst sem stefnu sinni. Fjársterkustu útgerðarfyrirtækin gætu staðið sæmilega vel að vígi í samkeppni um veiðiheimildirnar á slíku uppboði. Þau er ekki að finna í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Sérhver heilvita maður sér í hendi sér að minni útgerðir, einstaklingsútgerðarmenn og trillukarlar ættu í vök að verjast í slíkri samkeppni, svo ekki sé dýpra í árinni tekið,“ skrifaði Þorsteinn.

Þetta er í takt við þau sjónarmið sem enn er haldið á lofti, bæði af hægri- og vinstrivængnum, í umræðum um uppboð aflaheimilda.  

Erfitt að færa rök fyrir því að réttlæti felist í skattheimtu

Níu árum síðar, árið 2007, birti Þorsteinn grein í Fréttablaðinu um auðlindaskatta. „Stundum er því haldið fram að auðlindaskattur sé annarrar náttúru en aðrir skattar fyrir þá sök að hann snúist um réttlæti. Sannleikurinn er þó sá að erfitt er að færa gild rök fyrir því að réttlætið sjálft felist í skattheimtu. Hún er hins vegar að ákveðnu marki réttlætanleg nauðsyn,“ skrifaði hann. „Flestum er til að mynda ljóst að ekki er sérlega réttlátt að láta eina auðlind bera skatt en ekki aðrar eins og gildandi löggjöf gerir ráð fyrir. Ástæðan fyrir því að þeir sem telja auðlindaskatt vera réttlætismál hafa ekki árætt að krefjast skattlagningar á orkubúskapinn er sú að skattur á því sviði á greiða leið beint út í verðlagið. Hækkun raforkuverðs og hitaveitureikninga yrði með öðrum orðum óvinsælt réttlæti.

„Ekki er sérlega réttlátt að láta
eina auðlind bera skatt“

Áhrifin á hag almennings eru óbeinni í sjávarútvegi. En þar gildir eins og annars staðar að skattar eru ekki útflutningsvara. Þeir fá ekki útrás í markaðsverði erlendis. Skattar sem leggjast á sjávarútveg en ekki aðrar atvinnugreinar hafa því fyrst og fremst þau hagrænu áhrif að veikja samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar um fjármagn og vinnuafl.“

Sagði fá fyrirtæki mundu starfa áfram eftir upptöku veiðigjalds

Þann 31. mars 2012, nokkrum dögum eftir að Steingrímur J. Sigfússon þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði lagt fram frumvarp til laga um veiðigjald, hélt Þorsteinn því fram að frumvarpið myndi valda því að fá sjávarútvegsfyrirtæki myndu halda áfram starfsemi sinni. „Eins og áform ríkisstjórnarinnar eru nú á að taka að meðaltali nær allan hagnað fyrirtækjanna í ríkissjóð miðað við núverandi hagkvæmni. Það segir sig sjálft að fá þeirra munu starfa áfram eftir það,“ skrifaði hann í pistli í Fréttablaðinu og spáði því að skatthlutfallið yrði lækkað til að lágmarka skaðann. Engu að síður myndu lögin draga þrótt úr atvinnugreininni.

„Það segir sig sjálft að fá þeirra munu
starfa áfram eftir það“

„Þess vegna mun ríkisstjórnin gefa eftir og lækka skatthlutfallið. En réttlætið ætti þá eftir kenningunni að minnka í sama hlutfalli. Sú eftirgjöf mun fækka þeim fyrirtækjum sem leggja upp laupana. Eigi að síður mun ráðagerðin draga mjög þrótt úr atvinnugreininni. Hvaða svar á ríkisstjórnin þegar stór hluti fyrirtækjanna sýnir halla á rekstri? Hún lætur þau ekki fara á hausinn. Gengi krónunnar verður lækkað þannig að verst reknu fyrirtækin komist á núllpunktinn.“

Af skrifum og ummælum Þorsteins Pálssonar að dæma á tímabilinu 1996 til 2012 hefur hann verið afar tortrygginn gagnvart flestum hugmyndum um gjaldtöku í sjávarútvegi og jafnframt mótfallinn uppboði aflaheimilda. Nú mun hann fara fyrir nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.

Þorsteinn er skipaður af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úr röðum Viðreisnar sem er sá flokkur sem talaði einna harðast fyrir uppboðsleið í aðdraganda síðustu þingkosninga. Eftir kosningar myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum.

„Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að unnið verði að mati á þeim kostum sem tækir eru til gjaldtöku fyrir afnot sjávarauðlindarinnar, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, í því skyni m.a. að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna,“ segir í tilkynningunni. „Markmiðið er að tillögur nefndarinnar geti orðið grundvöllur að þverpólitískri og víðtækri sátt í samfélaginu um sjávarútveginn og þar með grunnur að auknum stöðugleika í starfsumhverfi hans og tengdra greina til framtíðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár