Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorsteinn hefur ítrekað lagst gegn gjaldtöku í sjávarútvegi – leiðir nú nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtökunnar

Þor­steinn Páls­son var hvata­mað­ur þess að veð­setn­ing fisk­veiði­heim­ilda var heim­il­uð ár­ið 1997. Þeg­ar vinstri­stjórn­in kynnti frum­varp um veiði­gjöld ár­ið 2012 sagði hann flest út­gerð­ar­fyr­ir­tæki myndu leggja upp laup­ana. Nú leið­ir hann sátta­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­tíð­ar­skip­an gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi.

Þorsteinn hefur ítrekað lagst gegn gjaldtöku í sjávarútvegi – leiðir nú nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtökunnar

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun fara fyrir nefnd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Sem ráðherra var Þorsteinn einn helsti hvatamaður þess að útgerðarmenn fengu heimild til að veðsetja fiskveiðiheimildir. 

Á tímabilinu 1996 til 2012 hefur hann ítrekað varað við gjaldtöku í sjávarútvegi og meðal annars talað gegn því að tekið sé upp veiðileyfagjald eða auðlindaskattur á sjávarútvegsfyrirtæki. Þá hefur hann lagst gegn uppboði aflaheimilda. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði fram frumvarp til laga um veiðigjöld í mars 2012, fullyrti Þorsteinn að ef lögin yrðu að veruleika myndu flest útgerðarfyrirtæki á Íslandi leggja upp laupana. 

Greint var frá því í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins í gær að gengið hefði verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra í formi lagafrumvarps eigi síðar en 1. desember 2017 en í henni sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka.

Veðsetning kvóta var heimiluð í ráðherratíð Þorsteins

Þorsteinn Pálsson gegndi embætti sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra á tímabilinu 1991 til 1999. Árið 1997 stóð hann fyrir löggjöf sem fól í sér að útgerðarmenn fengu heimild til að veðsetja veiðiheimildir með því skipi sem þær eru skráðar á. Frumvarp Þorsteins til laga um samningsveð var umdeilt og hlaut talsverða gagnrýni á Alþingi.

Einna harðorðust var Jóhanna Sigurðardóttir, þá þingkona Þjóðvaka, sem hélt því fram að með lögunum væri verið að gera 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, sem kveður á um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, hálfmerkingarlausa.

„Jú, útgerðarmenn fá nú ókeypis afnotarétt á auðlindinni og mega síðan fara með veiðiheimildirnar að vild, láta þær ganga kaupum og sölum og nú er heimild til að veðsetja aflaheimildir eins og hverja aðra þinglýsta eign þeirra. Með þeim áformum er verið að staðfesta í raun og sanni einkarétt örfárra útgerðaraðila á auðlindum sjávar sem þjóðin byggir helst afkomu sína á. Hér er með blessun og heimild frá hinu háa Alþingi verið að brjóta öll lögmál sem gilda í viðskiptum og fjármálum manna á milli að heimila örfáum aðilum sem braskað hafa árum saman með auðlindina að veðsetja eign sem er eign allrar þjóðarinnar,“ sagði hún. Þá varaði hún við því að veðsetning kvóta myndi magna upp ójöfnuð í íslensku samfélagi. „Eiga útgerðaraðilar að búa við þau forréttindi umfram aðra að geta bara veðsett eigur annarra? Ég tel að þetta séu siðlaus áform og stór spurning hvort þetta brjóti ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og ákvæði um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum.“

„Verið er að staðfesta í raun og sanni einkarétt örfárra útgerðaraðila á auðlindum sjávar sem þjóðin byggir helst afkomu sína á“

Þorsteinn lagði hins vegar áherslu á að með lögunum væri ekki stefnt að því að breyta grundvallarskipan fiskveiða eða veikja ákvæðið um þjóðareign fiskveiðiauðlindarinnar. Með lögunum væri einmitt tekið fyrir að úthlutaðar veiðiheimildir væru veðsettar einar og sér. „Veðlögin eru eðli máls samkvæmt hlutlaus gagnvart þeirri skipan mála sem þar er ákveðin. Þau hvorki styrkja hana né veikja. Markmiðið er það eitt að tryggja öryggi í viðskiptum,“ sagði hann. Þá velti hann því fyrir sér hvort Jóhanna Sigurðardóttir væri ef til vill á móti öllum viðskiptum með aflaheimildir og sagði hana tala með niðrandi hætti um viðskiptin, kalla þau „brask“.

Eins og bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið átti heimildin til veðsetningar aflaheimilda eftir að öðlast aukna þýðingu eftir því sem markaðsverð á veiðiheimildum hækkaði. Þetta leiddi til þess að eigendur fyrirtækjanna skuldsettu sig í auknum mæli og færðu út kvíarnar í íslensku atvinnulífi. Árið 1992 talaði Þorsteinn á ráðstefnu um framtíð kvótakerfisins og sagði að um það yrði ekki deilt að útveginum bæri að greiða í sameiginlega sjóði fólksins í landinu þegar atvinnufyrirtækjunum hefði verið tryggð eðlileg arðsemi. Hann bætti við: „Hvenær menn ná því marki vitum við ekki en ég hef bæði í gamni og alvöru sagt að óumdeilt hljóti að vera að markinu sé náð þegar útvegurinn hefur eignast meirihluta í þjónustufyrirtækjum eins og Morgunblaðinu og Eimskip.“

Gagnrýndi hugmyndir um auðlindaskatta
og lagðist gegn uppboði aflaheimilda

Nokkrum árum síðar lagðist Þorsteinn hins vegar gegn upptöku auðlindaskatta með afgerandi hætti. „Sjávarútvegurinn ber nú þegar margvísleg gjöld sem lögð eru sérstaklega á veiðiheimildir, bæði til þess að standa straum af veiðieftirliti og ennfremur til að styrkja Þróunarsjóð. Hvað menn eiga við þegar þeir ræða um auðlindaskatt er ekki alltaf gott að skilja,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Ægi árið 1996. „Telja menn að það bæti samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs í samkeppni við ríkisstyrktan og niðurgreiddan sjávarútveg samkeppnislandanna að leggja á hann aukna skatta? Í stöðunni í dag myndi aukin skattheimta veikja samkeppnisstöðuna. Er það eitthvað sem sjávarútvegurinn þarf á að halda? Mitt svar er nei.“

Árið 1998 skrifaði Þorsteinn grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi harðlega hugmyndir um uppboð aflaheimilda. „Uppboðsleiðin er sú aðferð, sem forystumenn samfylkingar jafnaðarmanna hafa lýst sem stefnu sinni. Fjársterkustu útgerðarfyrirtækin gætu staðið sæmilega vel að vígi í samkeppni um veiðiheimildirnar á slíku uppboði. Þau er ekki að finna í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Sérhver heilvita maður sér í hendi sér að minni útgerðir, einstaklingsútgerðarmenn og trillukarlar ættu í vök að verjast í slíkri samkeppni, svo ekki sé dýpra í árinni tekið,“ skrifaði Þorsteinn.

Þetta er í takt við þau sjónarmið sem enn er haldið á lofti, bæði af hægri- og vinstrivængnum, í umræðum um uppboð aflaheimilda.  

Erfitt að færa rök fyrir því að réttlæti felist í skattheimtu

Níu árum síðar, árið 2007, birti Þorsteinn grein í Fréttablaðinu um auðlindaskatta. „Stundum er því haldið fram að auðlindaskattur sé annarrar náttúru en aðrir skattar fyrir þá sök að hann snúist um réttlæti. Sannleikurinn er þó sá að erfitt er að færa gild rök fyrir því að réttlætið sjálft felist í skattheimtu. Hún er hins vegar að ákveðnu marki réttlætanleg nauðsyn,“ skrifaði hann. „Flestum er til að mynda ljóst að ekki er sérlega réttlátt að láta eina auðlind bera skatt en ekki aðrar eins og gildandi löggjöf gerir ráð fyrir. Ástæðan fyrir því að þeir sem telja auðlindaskatt vera réttlætismál hafa ekki árætt að krefjast skattlagningar á orkubúskapinn er sú að skattur á því sviði á greiða leið beint út í verðlagið. Hækkun raforkuverðs og hitaveitureikninga yrði með öðrum orðum óvinsælt réttlæti.

„Ekki er sérlega réttlátt að láta
eina auðlind bera skatt“

Áhrifin á hag almennings eru óbeinni í sjávarútvegi. En þar gildir eins og annars staðar að skattar eru ekki útflutningsvara. Þeir fá ekki útrás í markaðsverði erlendis. Skattar sem leggjast á sjávarútveg en ekki aðrar atvinnugreinar hafa því fyrst og fremst þau hagrænu áhrif að veikja samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar um fjármagn og vinnuafl.“

Sagði fá fyrirtæki mundu starfa áfram eftir upptöku veiðigjalds

Þann 31. mars 2012, nokkrum dögum eftir að Steingrímur J. Sigfússon þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði lagt fram frumvarp til laga um veiðigjald, hélt Þorsteinn því fram að frumvarpið myndi valda því að fá sjávarútvegsfyrirtæki myndu halda áfram starfsemi sinni. „Eins og áform ríkisstjórnarinnar eru nú á að taka að meðaltali nær allan hagnað fyrirtækjanna í ríkissjóð miðað við núverandi hagkvæmni. Það segir sig sjálft að fá þeirra munu starfa áfram eftir það,“ skrifaði hann í pistli í Fréttablaðinu og spáði því að skatthlutfallið yrði lækkað til að lágmarka skaðann. Engu að síður myndu lögin draga þrótt úr atvinnugreininni.

„Það segir sig sjálft að fá þeirra munu
starfa áfram eftir það“

„Þess vegna mun ríkisstjórnin gefa eftir og lækka skatthlutfallið. En réttlætið ætti þá eftir kenningunni að minnka í sama hlutfalli. Sú eftirgjöf mun fækka þeim fyrirtækjum sem leggja upp laupana. Eigi að síður mun ráðagerðin draga mjög þrótt úr atvinnugreininni. Hvaða svar á ríkisstjórnin þegar stór hluti fyrirtækjanna sýnir halla á rekstri? Hún lætur þau ekki fara á hausinn. Gengi krónunnar verður lækkað þannig að verst reknu fyrirtækin komist á núllpunktinn.“

Af skrifum og ummælum Þorsteins Pálssonar að dæma á tímabilinu 1996 til 2012 hefur hann verið afar tortrygginn gagnvart flestum hugmyndum um gjaldtöku í sjávarútvegi og jafnframt mótfallinn uppboði aflaheimilda. Nú mun hann fara fyrir nefnd um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.

Þorsteinn er skipaður af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úr röðum Viðreisnar sem er sá flokkur sem talaði einna harðast fyrir uppboðsleið í aðdraganda síðustu þingkosninga. Eftir kosningar myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum.

„Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að unnið verði að mati á þeim kostum sem tækir eru til gjaldtöku fyrir afnot sjávarauðlindarinnar, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, í því skyni m.a. að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna,“ segir í tilkynningunni. „Markmiðið er að tillögur nefndarinnar geti orðið grundvöllur að þverpólitískri og víðtækri sátt í samfélaginu um sjávarútveginn og þar með grunnur að auknum stöðugleika í starfsumhverfi hans og tengdra greina til framtíðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár