Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þorgerður Katrín: Fólk með „öfundargen“ elur á togstreitu milli útgerðarmanna og þjóðarinnar

„Það er bú­ið að ala á ákveð­inni tog­streitu af hálfu stjórn­mála­manna,“ sagði ný­kjör­inn þing­mað­ur Við­reisn­ar í við­tali á Út­varpi Sögu. Þing­mað­ur­inn sat með­al ann­ars í stjórn Tækni­skól­ans fyr­ir hönd hags­muna­sam­taka út­gerð­ar­manna og barð­ist gegn hækk­un veiði­gjalda.

Þorgerður Katrín: Fólk með „öfundargen“ elur á togstreitu milli útgerðarmanna og þjóðarinnar

Fólk sem stjórnast af „öfundargeni“ hefur alið á togstreitu á milli útgerðarmanna og þjóðarinnar. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörin þingkona Viðreisnar, í viðtali á Útvarpi Sögu þann 30. desember en flokkur hennar á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. 

Ummæli Þorgerðar hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag eftir að Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, vitnaði til þeirra í aðsendum pistli sem birtist í Fréttablaðinu

Þorgerður Katrín sagði í útvarpsviðtalinu það vera „ótrúlega sárt“ að ekki væri sátt milli útgerðarinnar og þjóðarinnar og sagði að stundum væri um að ræða afleiðingu „öfundargena“: Þetta er náttúrlega mögnuð atvinnugrein [sjávarútvegurinn, innsk. blaðam.] og hvað við erum búin að vera að gera hér en eftir stendur að það er ekki sátt á milli útgerðarinnar og þjóðarinnar og það finnst mér ótrúlega sárt. Mér finnst það vont, það er togstreita og það er búið að ala á ákveðinni togstreitu af hálfu stjórnmálamanna í gegnum tíðina, af hálfu alls konar fólks sem að... stundum er kannski ekki nægilega… stundum bara öfundargen sem ráða ríkjum. En síðan er það líka þvermóðska sem kemur fram af hálfu hugsanlega þeirra sem hafa starfað innan atvinnugreinarinnar líka að segja bara að það megi ekki snerta við neinu. Svo ég held að það sé mikil ögrun og áskorun að reyna að kalla fram það samtal sem leiðir til þess að þjóðin verði sáttari og enn ánægðari með sjávarútveginn og að hún fái aukna arðsemi af því að verið er að veiða fiskinn úr sameiginlegri auðlind okkar allra.

Torfi H. Tulinius skrifar um orð Þorgerðar Katrínar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi.“

Stundin tók viðtal við Þorgerði Katrínu í haust þar sem sjávarútvegsmál báru á góma. Sagðist hún meðal annars vilja ræða umbætur í sjávarútvegi af yfirvegun. „Við viljum ekki stilla útgerðarmönnum upp sem andstæðingum þeirra sem vilja breytingar. Það er þeirra hagur að fá stöðugleika til langs tíma í greinina og þeir hljóta að átta sig á því að þeir verða að taka þátt í því að breyta kerfinu.“

Sem þingkona Sjálfstæðisflokksins barðist Þorgerður af mikilli hörku gegn veiðigjöldunum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði á útgerðarfyrirtæki. Eftir að Þorgerður hætti á þingi árið 2013 tók hún til starfa hjá Samtökum atvinnulífsins. Á meðal aðildarsamtaka þeirra eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem beita sér fyrir útgerðarhagsmunum en Þorgerður sat um tíma fyrir hönd síðarnefndra samtaka í stjórn Tækniskólans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár