Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þorgerður Katrín: Fólk með „öfundargen“ elur á togstreitu milli útgerðarmanna og þjóðarinnar

„Það er bú­ið að ala á ákveð­inni tog­streitu af hálfu stjórn­mála­manna,“ sagði ný­kjör­inn þing­mað­ur Við­reisn­ar í við­tali á Út­varpi Sögu. Þing­mað­ur­inn sat með­al ann­ars í stjórn Tækni­skól­ans fyr­ir hönd hags­muna­sam­taka út­gerð­ar­manna og barð­ist gegn hækk­un veiði­gjalda.

Þorgerður Katrín: Fólk með „öfundargen“ elur á togstreitu milli útgerðarmanna og þjóðarinnar

Fólk sem stjórnast af „öfundargeni“ hefur alið á togstreitu á milli útgerðarmanna og þjóðarinnar. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörin þingkona Viðreisnar, í viðtali á Útvarpi Sögu þann 30. desember en flokkur hennar á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. 

Ummæli Þorgerðar hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag eftir að Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands, vitnaði til þeirra í aðsendum pistli sem birtist í Fréttablaðinu

Þorgerður Katrín sagði í útvarpsviðtalinu það vera „ótrúlega sárt“ að ekki væri sátt milli útgerðarinnar og þjóðarinnar og sagði að stundum væri um að ræða afleiðingu „öfundargena“: Þetta er náttúrlega mögnuð atvinnugrein [sjávarútvegurinn, innsk. blaðam.] og hvað við erum búin að vera að gera hér en eftir stendur að það er ekki sátt á milli útgerðarinnar og þjóðarinnar og það finnst mér ótrúlega sárt. Mér finnst það vont, það er togstreita og það er búið að ala á ákveðinni togstreitu af hálfu stjórnmálamanna í gegnum tíðina, af hálfu alls konar fólks sem að... stundum er kannski ekki nægilega… stundum bara öfundargen sem ráða ríkjum. En síðan er það líka þvermóðska sem kemur fram af hálfu hugsanlega þeirra sem hafa starfað innan atvinnugreinarinnar líka að segja bara að það megi ekki snerta við neinu. Svo ég held að það sé mikil ögrun og áskorun að reyna að kalla fram það samtal sem leiðir til þess að þjóðin verði sáttari og enn ánægðari með sjávarútveginn og að hún fái aukna arðsemi af því að verið er að veiða fiskinn úr sameiginlegri auðlind okkar allra.

Torfi H. Tulinius skrifar um orð Þorgerðar Katrínar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Íslensk auðmannastétt er því sérlega forhert í hagsmunagæslu sinni. Þetta lýsir sér e.t.v. í orði sem þingmaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til undir lok viðtals á Útvarpi Sögu 30. des. sl. Um útvegsmenn sem tregðast við að greiða eðlilegt afnotagjald af sameiginlegri auðlind okkar talaði hún af virðingu en sakaði þó um þrjósku. Um þau stjórnmálaöfl sem krefjast auðlindarentu notaði hún orðið „öfundargen“. Orðið ber með sér að öfund sé sumu fólki eðlislæg. Það gefur í skyn að krafan um að auðnum sé skipt af meiri skynsemi og réttlæti sé siðferðislega ámælisverð. Með orðinu virðist þingmaður Viðreisnar opinbera viðhorf valdastéttarinnar til þeirra sem vilja betra, réttlátara og framsæknara samfélag: þeir lúta stjórn öfundargensins og því ekkert mark á þeim takandi.“

Stundin tók viðtal við Þorgerði Katrínu í haust þar sem sjávarútvegsmál báru á góma. Sagðist hún meðal annars vilja ræða umbætur í sjávarútvegi af yfirvegun. „Við viljum ekki stilla útgerðarmönnum upp sem andstæðingum þeirra sem vilja breytingar. Það er þeirra hagur að fá stöðugleika til langs tíma í greinina og þeir hljóta að átta sig á því að þeir verða að taka þátt í því að breyta kerfinu.“

Sem þingkona Sjálfstæðisflokksins barðist Þorgerður af mikilli hörku gegn veiðigjöldunum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði á útgerðarfyrirtæki. Eftir að Þorgerður hætti á þingi árið 2013 tók hún til starfa hjá Samtökum atvinnulífsins. Á meðal aðildarsamtaka þeirra eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem beita sér fyrir útgerðarhagsmunum en Þorgerður sat um tíma fyrir hönd síðarnefndra samtaka í stjórn Tækniskólans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár