Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þjófurinn laumaðist inn á meðan hún svæfði börnin

Tölvu Hlað­gerð­ar Ír­is­ar Björns­dótt­ur var stol­ið á með­an hún var að svæfa dæt­ur sín­ar. Óhugna­legt að ein­hver hafi ver­ið inni í íbúð­inni. Ómet­an­leg­ar mynd­ir og ljós­mynd­ir glat­ast með tölv­unni.

Þjófurinn laumaðist inn á meðan hún svæfði börnin
Mjög brugðið Hlaðgerður Íris Björnsdóttir segir ótrúlegt að hugsa til þess að einhver hafi verið inni í íbúðinni hennar á meðan hún var ein inni í svefnherbergi með ungum börnum sínum. Mynd: Úr einkasafni.

„Ég var í svo mikilli vantrú. Mér fannst svo ótrúlegt að þetta skyldi geta átt sér stað, að einhver kæmi inn á meðan ég er inni að svæfa börnin mín,“ segir myndlistarkonan Hlaðgerður Íris Björnsdóttir í samtali við Stundina, en tölvunni hennar var stolið um þar síðustu nótt á meðan hún var að svæfa dætur sínar. Hún skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær, en kvöldið áður hafði hún komið seint heim með dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm og sex ára, eftir kvöldvöku hjá ömmu og afa. „Klukkan var hálf eitt eftir miðnætti og ég dreif dæturnar beint í náttföt. Skaust aðeins fram í stofu og sendi skilaboð til sonar míns úr tölvunni og burstaði svo tennurnar í dætrunum, háttaði sjálf og lagðist út af með þeim smástund á meðan þær voru að sofna. Klukkan eitt fór ég fram og læsti hurðinni að íbúðinni minni,“ skrifar hún. Morguninn eftir var tölvan horfin og hleðslutækið sem hún var tengd við sömuleiðis. 

„Auðvitað leitaði ég hátt og lágt í ekki svo stóru íbúðinni minni að tölvunni þrátt fyrir að vita upp á hár hvar hún var þegar ég fór að sofa, bara til að vera viss áður en ég hringdi á lögregluna. Mér fannst svo fáranlegt að einhver gæti hafa komið inn og tekið tölvuna, hún hlyti bara að vera undir pullunni á sófasettinu eða þessvegna inni í ísskáp. Íbúðin var ekki í lás í um það bil 30 mínútur á meðan ég var að koma okkur í háttinn og á þeim tíma, eins ótrúlegt og það hljómar, kom einhver inn og tók tölvuna og hleðslutækið. Enginn gluggi var opinn sem hægt hefði verið að komast inn um, dyrnar þennan hálftíma er eini möguleikinn,“ skrifar hún. 

„Mér fannst svo fáranlegt að einhver gæti hafa komið inn og tekið tölvuna, hún hlyti bara að vera undir pullunni á sófasettinu eða þessvegna inni í ísskáp.“

Hvað ef?

Hlaðgerður segir veruleikann ekki hafa skollið á sér fyrr en seinni partinn í gær og þá áttaði hún sig á því að tölvan var virkilega horfin. „Eftir því sem leið á daginn fór þessi staðreynd að síast inn hjá mér, að tölvan mín væri 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár