Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þjófurinn laumaðist inn á meðan hún svæfði börnin

Tölvu Hlað­gerð­ar Ír­is­ar Björns­dótt­ur var stol­ið á með­an hún var að svæfa dæt­ur sín­ar. Óhugna­legt að ein­hver hafi ver­ið inni í íbúð­inni. Ómet­an­leg­ar mynd­ir og ljós­mynd­ir glat­ast með tölv­unni.

Þjófurinn laumaðist inn á meðan hún svæfði börnin
Mjög brugðið Hlaðgerður Íris Björnsdóttir segir ótrúlegt að hugsa til þess að einhver hafi verið inni í íbúðinni hennar á meðan hún var ein inni í svefnherbergi með ungum börnum sínum. Mynd: Úr einkasafni.

„Ég var í svo mikilli vantrú. Mér fannst svo ótrúlegt að þetta skyldi geta átt sér stað, að einhver kæmi inn á meðan ég er inni að svæfa börnin mín,“ segir myndlistarkonan Hlaðgerður Íris Björnsdóttir í samtali við Stundina, en tölvunni hennar var stolið um þar síðustu nótt á meðan hún var að svæfa dætur sínar. Hún skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær, en kvöldið áður hafði hún komið seint heim með dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm og sex ára, eftir kvöldvöku hjá ömmu og afa. „Klukkan var hálf eitt eftir miðnætti og ég dreif dæturnar beint í náttföt. Skaust aðeins fram í stofu og sendi skilaboð til sonar míns úr tölvunni og burstaði svo tennurnar í dætrunum, háttaði sjálf og lagðist út af með þeim smástund á meðan þær voru að sofna. Klukkan eitt fór ég fram og læsti hurðinni að íbúðinni minni,“ skrifar hún. Morguninn eftir var tölvan horfin og hleðslutækið sem hún var tengd við sömuleiðis. 

„Auðvitað leitaði ég hátt og lágt í ekki svo stóru íbúðinni minni að tölvunni þrátt fyrir að vita upp á hár hvar hún var þegar ég fór að sofa, bara til að vera viss áður en ég hringdi á lögregluna. Mér fannst svo fáranlegt að einhver gæti hafa komið inn og tekið tölvuna, hún hlyti bara að vera undir pullunni á sófasettinu eða þessvegna inni í ísskáp. Íbúðin var ekki í lás í um það bil 30 mínútur á meðan ég var að koma okkur í háttinn og á þeim tíma, eins ótrúlegt og það hljómar, kom einhver inn og tók tölvuna og hleðslutækið. Enginn gluggi var opinn sem hægt hefði verið að komast inn um, dyrnar þennan hálftíma er eini möguleikinn,“ skrifar hún. 

„Mér fannst svo fáranlegt að einhver gæti hafa komið inn og tekið tölvuna, hún hlyti bara að vera undir pullunni á sófasettinu eða þessvegna inni í ísskáp.“

Hvað ef?

Hlaðgerður segir veruleikann ekki hafa skollið á sér fyrr en seinni partinn í gær og þá áttaði hún sig á því að tölvan var virkilega horfin. „Eftir því sem leið á daginn fór þessi staðreynd að síast inn hjá mér, að tölvan mín væri 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár