Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þjófurinn laumaðist inn á meðan hún svæfði börnin

Tölvu Hlað­gerð­ar Ír­is­ar Björns­dótt­ur var stol­ið á með­an hún var að svæfa dæt­ur sín­ar. Óhugna­legt að ein­hver hafi ver­ið inni í íbúð­inni. Ómet­an­leg­ar mynd­ir og ljós­mynd­ir glat­ast með tölv­unni.

Þjófurinn laumaðist inn á meðan hún svæfði börnin
Mjög brugðið Hlaðgerður Íris Björnsdóttir segir ótrúlegt að hugsa til þess að einhver hafi verið inni í íbúðinni hennar á meðan hún var ein inni í svefnherbergi með ungum börnum sínum. Mynd: Úr einkasafni.

„Ég var í svo mikilli vantrú. Mér fannst svo ótrúlegt að þetta skyldi geta átt sér stað, að einhver kæmi inn á meðan ég er inni að svæfa börnin mín,“ segir myndlistarkonan Hlaðgerður Íris Björnsdóttir í samtali við Stundina, en tölvunni hennar var stolið um þar síðustu nótt á meðan hún var að svæfa dætur sínar. Hún skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær, en kvöldið áður hafði hún komið seint heim með dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm og sex ára, eftir kvöldvöku hjá ömmu og afa. „Klukkan var hálf eitt eftir miðnætti og ég dreif dæturnar beint í náttföt. Skaust aðeins fram í stofu og sendi skilaboð til sonar míns úr tölvunni og burstaði svo tennurnar í dætrunum, háttaði sjálf og lagðist út af með þeim smástund á meðan þær voru að sofna. Klukkan eitt fór ég fram og læsti hurðinni að íbúðinni minni,“ skrifar hún. Morguninn eftir var tölvan horfin og hleðslutækið sem hún var tengd við sömuleiðis. 

„Auðvitað leitaði ég hátt og lágt í ekki svo stóru íbúðinni minni að tölvunni þrátt fyrir að vita upp á hár hvar hún var þegar ég fór að sofa, bara til að vera viss áður en ég hringdi á lögregluna. Mér fannst svo fáranlegt að einhver gæti hafa komið inn og tekið tölvuna, hún hlyti bara að vera undir pullunni á sófasettinu eða þessvegna inni í ísskáp. Íbúðin var ekki í lás í um það bil 30 mínútur á meðan ég var að koma okkur í háttinn og á þeim tíma, eins ótrúlegt og það hljómar, kom einhver inn og tók tölvuna og hleðslutækið. Enginn gluggi var opinn sem hægt hefði verið að komast inn um, dyrnar þennan hálftíma er eini möguleikinn,“ skrifar hún. 

„Mér fannst svo fáranlegt að einhver gæti hafa komið inn og tekið tölvuna, hún hlyti bara að vera undir pullunni á sófasettinu eða þessvegna inni í ísskáp.“

Hvað ef?

Hlaðgerður segir veruleikann ekki hafa skollið á sér fyrr en seinni partinn í gær og þá áttaði hún sig á því að tölvan var virkilega horfin. „Eftir því sem leið á daginn fór þessi staðreynd að síast inn hjá mér, að tölvan mín væri 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár