Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Níu þing­menn hafa lagt fram frum­varp þar sem tek­ið er fyr­ir alla gjald­töku fyr­ir náms­gögn, einnig á rit­föng og papp­ír. Sam­tök­in Barna­heill hafa bar­ist fyr­ir slíkri laga­breyt­ingu. „Ljóst er að for­eldr­ar hafa af­ar mis­mun­andi fjár­hags­lega burði til að standa straum af þeim kostn­aði,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Þingmenn Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vilja að tekið verði alfarið fyrir alla gjaldtöku á námsgögnum grunnskólanema, meðal annars á ritföngum og pappír.

Þetta kemur fram í frumvarpi til breytingar á lögum um grunnskóla sem þingmenn Bjartrar framtíðar ásamt Birgittu Jóns­dótt­ur, Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur og Val­gerði Bjarna­dótt­ur lögðu fram á Alþingi í gær. 

Í 1. mgr. 31. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, er kveðið á um að kennsla í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum að kostnaðarlausu og að óheimilt sé að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu. Í 3. málslið ákvæðisins segir þó: „Þó er opinberum aðilum ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír.“ Leggja þingmennirnir til að þessi málsliður falli brott. 

Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013, en þar kemur meðal annars fram að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds (28. gr.) og að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra (2. gr.), til dæmis vegna efnahags. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár