Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Níu þing­menn hafa lagt fram frum­varp þar sem tek­ið er fyr­ir alla gjald­töku fyr­ir náms­gögn, einnig á rit­föng og papp­ír. Sam­tök­in Barna­heill hafa bar­ist fyr­ir slíkri laga­breyt­ingu. „Ljóst er að for­eldr­ar hafa af­ar mis­mun­andi fjár­hags­lega burði til að standa straum af þeim kostn­aði,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Þingmenn Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vilja að tekið verði alfarið fyrir alla gjaldtöku á námsgögnum grunnskólanema, meðal annars á ritföngum og pappír.

Þetta kemur fram í frumvarpi til breytingar á lögum um grunnskóla sem þingmenn Bjartrar framtíðar ásamt Birgittu Jóns­dótt­ur, Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur og Val­gerði Bjarna­dótt­ur lögðu fram á Alþingi í gær. 

Í 1. mgr. 31. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, er kveðið á um að kennsla í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum að kostnaðarlausu og að óheimilt sé að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu. Í 3. málslið ákvæðisins segir þó: „Þó er opinberum aðilum ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír.“ Leggja þingmennirnir til að þessi málsliður falli brott. 

Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013, en þar kemur meðal annars fram að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds (28. gr.) og að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra (2. gr.), til dæmis vegna efnahags. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár