Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Níu þing­menn hafa lagt fram frum­varp þar sem tek­ið er fyr­ir alla gjald­töku fyr­ir náms­gögn, einnig á rit­föng og papp­ír. Sam­tök­in Barna­heill hafa bar­ist fyr­ir slíkri laga­breyt­ingu. „Ljóst er að for­eldr­ar hafa af­ar mis­mun­andi fjár­hags­lega burði til að standa straum af þeim kostn­aði,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Þingmenn Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vilja að tekið verði alfarið fyrir alla gjaldtöku á námsgögnum grunnskólanema, meðal annars á ritföngum og pappír.

Þetta kemur fram í frumvarpi til breytingar á lögum um grunnskóla sem þingmenn Bjartrar framtíðar ásamt Birgittu Jóns­dótt­ur, Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur og Val­gerði Bjarna­dótt­ur lögðu fram á Alþingi í gær. 

Í 1. mgr. 31. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, er kveðið á um að kennsla í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum að kostnaðarlausu og að óheimilt sé að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu. Í 3. málslið ákvæðisins segir þó: „Þó er opinberum aðilum ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír.“ Leggja þingmennirnir til að þessi málsliður falli brott. 

Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013, en þar kemur meðal annars fram að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds (28. gr.) og að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra (2. gr.), til dæmis vegna efnahags. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár