Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Níu þing­menn hafa lagt fram frum­varp þar sem tek­ið er fyr­ir alla gjald­töku fyr­ir náms­gögn, einnig á rit­föng og papp­ír. Sam­tök­in Barna­heill hafa bar­ist fyr­ir slíkri laga­breyt­ingu. „Ljóst er að for­eldr­ar hafa af­ar mis­mun­andi fjár­hags­lega burði til að standa straum af þeim kostn­aði,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja afnema hvers kyns gjaldtöku fyrir námsgögn barna

Þingmenn Bjartrar framtíðar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar vilja að tekið verði alfarið fyrir alla gjaldtöku á námsgögnum grunnskólanema, meðal annars á ritföngum og pappír.

Þetta kemur fram í frumvarpi til breytingar á lögum um grunnskóla sem þingmenn Bjartrar framtíðar ásamt Birgittu Jóns­dótt­ur, Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur og Val­gerði Bjarna­dótt­ur lögðu fram á Alþingi í gær. 

Í 1. mgr. 31. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, er kveðið á um að kennsla í opinberum grunnskólum skuli veitt nemendum að kostnaðarlausu og að óheimilt sé að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu. Í 3. málslið ákvæðisins segir þó: „Þó er opinberum aðilum ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír.“ Leggja þingmennirnir til að þessi málsliður falli brott. 

Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013, en þar kemur meðal annars fram að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds (28. gr.) og að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra (2. gr.), til dæmis vegna efnahags. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Menntamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár