Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kaþólski biskupinn segir „skrítið“ að borga fórnarlömbum sanngirnisbætur

Dav­íð Tencer, bisk­up kaþ­ólsku kirkj­unn­ar á Ís­landi, er mót­fall­inn því að fórn­ar­lömb of­beld­is af hálfu kirkj­unn­ar manna fái sann­girn­is­bæt­ur frá hinu op­in­bera.

Kaþólski biskupinn segir „skrítið“ að borga fórnarlömbum sanngirnisbætur

Davíð Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, er mótfallinn því að fórnarlömb ofbeldis af hálfu kirkjunnar manna fái sanngirnisbætur frá hinu opinbera. Hann segist hafa beðið fyrir fórnarlömbunum og vilja gjarnan hitta þau, en sér finnist „skrítið“ að ríkið sé að borga fólkinu peninga. „Hvers vegna á að borga peninga?“ spyr hann. Þetta kemur fram í viðtali við biskupinn sem birtist í Fréttatímanum í dag og hefur vakið gríðarlega athygli. 

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar frá 2012 brugðust starfsmenn óeðilega við ásökunum um ofbeldi starfsmanna kirkjunnar. Þá voru gerðar tilraunir til að þagga ásakanirnar niður, meðal annars af hálfu Patrick Breen sem er enn er að störfum hjá kirkjunni og gegnir hlutverki staðgengils biskups. 

„Munu peningar hjálpa þessu fólki? Ég hef mörgum sinnum beðið fyrir fórnarlömbunum. Ég las messur fyrir þau,“ segir Davíð Tencer í viðtali við Fréttatímann. „Ef ég get hjálpað meira, þá er ég tilbúinn til þess. En þessar bætur eru eins og refsing fyrir kaþólsku kirkjuna. Mér finnst skrítið að ríkið ætli að borga þær.“ Davíð er einnig mótfallinn því að kirkjan sjálf greiði þolendum sanngirnisbætur. 

Umfjöllun blaðsins og viðtalið við biskupinn í heild má lesa hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár