Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þess vegna er ábyrgðin þeirra - Druslugangan 2015

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir skil­grein­ir ábyrgð­ina á kyn­ferð­is­brot­um.

Þess vegna er ábyrgðin þeirra - Druslugangan 2015

Stundin birtir einn kafla á dag úr bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, sem miðar að því að eyða ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Viðfangsefni bókarinnar er kynbundið ofbeldi, það er ofbeldi þar sem meirihluti brotaþola eru konur og miðast dæmin við það. Höfundur tekur þó fram að kynferðisofbeldi getur verið beitt af öllum kynjum og beinst gegn fólki af öllum kynjum.​

Ábyrgð

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir mig af áfallasérfræðingi sem ég tók viðtal við: „Segjum sem svo að þú setjir veskið þitt inn í bílinn þinn og áttir þig síðan á því að þú gleymdir bíllyklunum inni. Þú hleypur inn til að sækja bíllyklana en skilur veskið eftir í bílnum ólæstum. Á meðan kemur þjófur og stelur veskinu. Hver ber ábyrgð á þjófnaðinum, þú eða hann?“ 

Mig rak í vörðurnar. „Hann,“ svaraði ég hikandi. 

„Af hverju segirðu það?“ „Því þó ég hafi tekið áhættu með því að skilja veskið mitt eftir, þá er það samt ekki glæpsamlegt. Það er aftur á móti glæpur að stela,“ sagði ég.

„Nákvæmlega. Þú tókst áhættu með því að skilja veskið eftir, sem er kannski óskynsamlegt, en ekki ólöglegt. Þjófurinn framdi hins vegar glæpinn og ber því alfarið ábyrgð á honum.“ 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bókin Á mannamáli var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og Samfélagsverðlaunanna. Hún vann Fjöruverðlaunin og hlaut Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Konu nokkurri er boðið í teiti í miðbænum að vetrarlagi. Fyrr um daginn gleymir hún sér við vinnu og áttar sig skyndilega á því að hún er orðin of sein í samkvæmið. Hún þeysist heim, skiptir um föt og ákveður að klæðast stuttu pilsi til að leggirnir sem hún hefur verið að móta með hnitmiðuðu átaki í ræktinni fái að njóta sín. Í teitinu stígur vínið henni fljótt til höfuðs því henni vannst ekki tími til þess að borða kvöldmat. Hún verður málglöð og gefur sig á tal við kunningja, sem og ókunnuga í teitinu. Að lokum ákveður hún að nú sé nóg komið og heldur heim á leið. Það er slydda og henni verður kalt þar sem hún bíður eftir leigubíl. Maður sem hún átti orðaskipti við í teitinu gengur framhjá leigubílaröðinni og sér hana standa skjálfandi í snjónum. Hann býður henni far heim. 

Ef konan vaknar daginn eftir með kvef af sökum þess að hafa verið illa klædd í íslensku vetrarveðri hefur hún ekki við neinn annan að sakast en sjálfa sig. Ef hún vaknar með skerandi timburmenn eftir áfengisdrykkjuna gildir slíkt hið sama. Þetta eru ákvarðanir sem hún tók gagnvart sjálfri sér, svo þær skrifast á ábyrgð konunnar. Ef maðurinn sem bauð henni far heim ákveður að keyra með hana á afvikinn stað og nauðga henni er það hins vegar ekki á ábyrgð konunnar. Vissulega má halda því fram að það sé fólgin áhætta í því að þiggja far heim með lítt kunnugum manni. Óskynsamlegt, en ekki ólöglegt. Að nauðga einhverjum er hins vegar glæpur með sextán ára hámarksrefsingu. 

Hætturnar leynast víðsvegar í lífinu. Maður tekur áhættu í hvert sinn sem maður sest undir stýri. Maður tekur áhættu ef maður hleypur á sundlaugarbakkanum, ef maður horfir ekki til beggja átta áður en gengið er yfir götu, ef maður kynnir sér ekki aukaverkanir lyfja, ef maður les ekki leiðbeiningar, ef maður prófar ekki hitastigið í heita pottinum áður en farið er ofan í, ef maður borðar of mikið, ef maður borðar of lítið, ef maður fer ekki reglulega í læknisskoðun, ef maður yfirfer ekki reykskynjarann, ef maður fer í siglingu, ef maður spennir ekki bílbeltið, ef maður stundar óvarið kynlíf, ef maður fylgist ekki með öryggisleiðbeiningunum í flugi, ef maður hreyfir sig ekki reglulega, ef maður kveikir á óvörðum kertum og ef maður veit ekki hvar næsti neyðarútgangur er. Listinn er endalaus. Maður neyðist til að reyna að dansa eftir línunni eftir bestu getu. Missi maður jafnvægið þarf maður að lifa með afleiðingum þeirra ákvarðana sem reyndust kannski síður skynsamlegar þegar upp er staðið. En maður getur bara borið ábyrgð á sjálfum sér. Þetta kristallast til dæmis í ölvunarakstri. Þú berð ábyrgð á þínu aksturslagi og að virða umferðarreglur. Ef einhver annar ákveður að setjast drukkinn undir stýri, þá stofnar viðkomandi ökumaður lífi þínu í hættu með ákvörðun sinni. Burtséð frá því hvað þú vandar þig við aksturinn. Þú getur aldrei borið ábyrgð á ákvörðun ölvaða ökumannsins, rétt eins og þolandi kynferðisofbeldis getur ekki borið ábyrgð á ákvörðun ofbeldismannsins.

Í ljósi þessa mætti halda því fram að það sé áhætta fólgin í því að eiga fjölskyldu og vini. 

Dæmið sem ég tók að ofan er undantekningartilfelli. Fæstar nauðganir eru framdar af ókunnugum mönnum sem bjóða konum far á fölskum forsendum. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta 2007 varð yfirgnæfandi meirihluti eða um 80% brotaþola fyrir kynferðisofbeldi af hálfu maka, fjölskyldumeðlims, umsjónaraðila, vinar eða samstarfsmanns. Tæpur helmingur þeirra sem leitaði til Neyðarmóttökunnar í Fossvogi á árunum 2003–2007 þekkti ofbeldismanninn fyrir (með sama hætti og greint er frá hér að ofan). Rúmur fimmtungur í viðbót lýsti tengslunum sem stuttum kynnum; einungis 26% sagði árásaraðilann vera alfarið ókunnugan sér. Í ljósi þessa mætti halda því fram að það sé áhætta fólgin í því að eiga fjölskyldu og vini. Þó má einnig halda því fram að án vina og vandamanna sé tilveran fátækleg. Að án mannlegra samskipta sé lífið ekki þess virði að lifa því.

Nauðgun er glæpur. Burtséð frá klæðaburði, áfengisneyslu, daðri, viðnámi og tengslum við árásarmanninn. Ábyrgðin á glæp liggur alfarið hjá þeim sem kýs að fremja hann. 

Druslugangan er alþjóðleg kröfuganga sem á sér upptök í ummælum kanadísks lögregluþjóns sem lét þau orð falla árið 2011 að konur gætu fyrirbyggt nauðganir ef þær klæddu sig ekki eins og druslur. Íslenska Druslugangan 2015 verður haldin 25. júlí kl. 14:00.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár