Sveinn Björnsson
Sem fyrsti forseti Íslands mótaði Sveinn Björnsson embættið að mörgu leyti. Þrátt fyrir að hafa verið þingmaður, sendiherra og ríkisstjóri Íslands, og verið umdeildur á þeim tíma er hann var kjörinn, er Sveinn talinn hafa sameinað þjóðina á bak við embættið og lagt sig fram um að halda góðu sambandi við almenning í landinu.
Sveinn hafði talsverð afskipti af stjórnvöldum á meðan hann var forseti. Hann hafði sterkar skoðanir á stjórnarmyndunum og veitti ekki alltaf stærsta flokki stjórnarmyndunarumboð. Tvívegis var lagt hart að Sveini að synja lögum um Keflavíkursamninginn og aðild Íslands að NATO staðfestingar, en í hvorugt skiptið lét hann undan.
Athugasemdir