Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Þá erum við ekki lengur búandi í lýðræðisríki“

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, seg­ir að skýrsla henn­ar sé ekki skýrsla en verði skýrsla á morg­un. „Hefð­um við far­ið að breyta um nafn í miðri á og kalla þetta sam­an­tekt og eitt­hvað slíkt og svo á morg­un er þetta skýrsla, þá hefði allt orð­ið æp­andi yf­ir því líka.“

„Þá erum við ekki lengur búandi í lýðræðisríki“

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, efast um að Ísland sé lýðræðisríki í ljósi þess að forseti Alþingis hefur gagnrýnt vinnubrögð hennar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar varaformanns við gerð skýrslu um endurreisn bankanna, þar sem áfellisdómur er felldur yfir síðustu ríkisstjórn og embættismönnum fyrir að sýna linkind við kröfuhafa bankanna.

Vigdís sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún hefði beitt „frekju“ og „nánast ofbeldi“ til að ná málinu í gegn.

Valgerður Gunnarsdóttir, meðlimur í meirihluta fjárlaganefndar, hafnar aðild að skýrslu meirihluta fjárlaganefndar.

Í þættinum var hún spurð út í afstöðu forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnsonar, sem segir að skýrsla hennar og Guðlaugs sé ekki „skýrsla“ í skilningi þingskapa, en Vigdís segir skýrsluna verða skýrslu á morgun þegar hún verður afgreidd úr nefndinni. Hún gagnrýnir forseta Alþingis harðlega.

„Mikið hefur aumingja maðurinn slæma ráðgjafa. Haldið þið að ég sem þingmaður og Guðlaugur Þór sem varaformaður fari að vinna eitthvert mál í þinginu sem er gegnt þingsköpum? En ég veit að forsætisnefnd þingsins hefur náttúrulega ráðgjöf frá þeim aðilum sem hafa verið að breyta þingskaparlögum hér undanfarin ár. Sem ég tel að hafi verið gert á þann hátt að það er ekki nógu lögfræðilega gott. Það er svona amatörayfirbragð á því. Líklega þiggur forsætisnefnd þingsins ráð frá þessum aðilum, ég veit það ekki. En þingmenn hafa fullt frelsi til athafna, fullt frelsi til að gera það sem þeir vilja innan þingsins. Ef það verður framtíðin að forseti þingsins ætlar að fara að setja þingmenn niður eða veita þeim eitthvað tiltal, þá erum við ekki lengur búandi í lýðræðisríki.“

Eins og sjá má á vef Alþingis er meginhlutverk forseta Alþingis að tryggja að þingmenn starfi samkvæmt þingsköpum, sem eru reglur um störf þingsins. „Meginhlutverk forseta Alþingis er að sjá um að ákvæði stjórnarskrár, sem varða Alþingi og þingsköp Alþingis, séu haldin.“

Forseti Alþingis er skipaður af meirihluta Alþingis, sem Vigdís er hluti af. Ekki hefur hins vegar verið sátt um skýrslu hennar.

 

Fulltrúi meirihlutans í fjárlaganefnd Alþingis, Valgerður Gunnarsdóttir, segist í samtali við Stundina ekki vera aðili að skýrslu Vigdísar og Guðlaugs Þórs sem kennd er við meirihluta fjárlaganefndar.

 

Vigdís og Guðlaugur kynntu skýrslu sína fyrir rúmri viku á blaðamannafundi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Í tölvupósti sem Vigdís sendi fyrir mistök á blaðamann Stundarinnar, en var ætlaður Páli Jóhanni Pálssyni, samflokksmanni hennar í fjárlaganefnd, kom fram að hún vildi leyna Steingrím skýrslunni.

Er skýrslan ekki skýrsla?

Vigdís svarar gagnrýni forseta Alþingis með því að vísa til þess að hann sé undir áhrifum af Alþingi, sem nálgist botninn. „Einar er voðalega góður maður og hann er kannski bara að bregðast við æsingi í þinginu og hefur kannski sagt meira en hann ætlaði að gera. Ég tel það vera. Þegar þetta er komið á þann stað að stjórnarandstaðan beinlínis æpir í ræðustól, þá náttúrulega bara brestur á einhver hálfgerður flótti. Það er náttúrulega þvílíkt ástand í þinginu, ég hef sagt það líka í viðtali, þegar ég tók ákvörðun um að hætta að þingið er ekki búið að ná botninum. Þingið er ekki komið á botninn, því miður. Og það birtist í gær.“

Hún segist telja að allt hefði orðið „æpandi“ ef skýrslan hefði verið kynnt sem samantekt, frekar en sem skýrsla kennd við Alþingi, sem hún er ekki að mati forseta Alþingis.

„Þetta er skýrsla. Þetta er plagg sem er að verða að skýrslu á morgun. Og hefðum við farið að breyta um nafn í miðri á og kalla þetta samantekt og eitthvað slíkt og svo á morgun er þetta skýrsla, þá hefði allt orðið æpandi yfir því líka.“

Guðlaugur Þór ÞórðarsonVaraformaður fjárlaganefndar kynnti skýrslu meirihluta fjárlaganefndar ásamt Vigdísi Hauksdóttur.

Beitti „frekju“ og „nánast ofbeldi“

Vigdís útskýrir aðdragandann að því að hún og Guðlaugur Þór gerðu sína eigin skýrslu um endurreisn bankakerfisins, en þau lögðu út fyrir 90 þúsund króna kostnaði úr eigin vasa. Hún segist hafa beitt frekju. „Ég er búin að reyna það síðan 2012 að fara af stað með rannsókn í þessu máli þegar það var samþykkt að fara enn einu sinni í að rannsaka einkavæðingu bankanna fyrri, þá var ég með breytingartillögu við þá tillögu, um að gera þetta samhliða. Ég er búin að flytja tvisvar sjálfstætt þingmál um það að rannsaka einkavæðingu bankanna seinni og það ekki hlotið brautargengi á þinginu. Í vor þegar þingið var að fara heim þá allt í einu dúkkaði upp tillaga. Nafnlaus aðili, einhver huldumaður úti í bæ, setti sig í samband við Umboðsmann Alþingis og taldi sig eiga eitthvað sökótt við einkavæðingu bankanna fyrri og það var farið af stað á einni viku, bara svona var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Ögmundur Jónasson, bara kominn með málið á þingið og lagði til að það ætti að fara að rannsaka einkavæðingu Búnaðarbankans. Flott. Ég var þá líka með breytingartillögu að þessi tillaga mundi fram að ganga. Að rannsaka fyrri og seinni einkavæðinguna. Hefur ekki náð fram að ganga. Með mikilli frekju náði ég því að þingskjalið mitt um rannsókn á einkavæðingu bankanna hina síðari myndi vera rætt samhliða rannsókn á Búnaðarbankanum. Ég fékk það loksins í gegn, strákar. Ég bara þurfti nánast að beita ofbeldi til að ég fengi það.“

Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð eins og þingsályktunartillaga var samþykkt um fyrir tæplega fjórum árum. Hún útskýrir þó ekki hvers vegna ekki náist meirihluti á Alþingi utan Sjálfstæðisflokks til að ganga frá ákvörðun um rannsóknina. „Framsóknarflokkurinn styður mig alla leið í þessu máli. En það er kannski einhver annar flokkur kannski sem er ekki eins hrifinn af því að fá þetta fram. Það er Vinstri grænn þingmaður sem situr sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem hefur tafið málið mjög mikið. Ég skal bara alveg segja ykkur það. Það er ekki spenningur fyrir þessu hjá Sjálfstæðisflokknum að fara með rannsókn af stað sem einkavæðing bankanna seinni leiðir af sér.“

Útskýrir hvers vegna Steingrímur fékk ekki að svara

Vigdís, sem sagðist vera „skíthrædd“ um að Steingrímur J. yrði þess áskynja að verið væri að kynna skýrslu um meint afglöp hans, útskýrði í viðtalinu í morgun hvers vegna honum gafst ekki færi á að svara fyrir sig og var meðvitað haldið frá vitneskju um málið, samkvæmt tölvupósti hennar.

Steingrímur J. SigfússonEr borinn þungum sökum í skýrslu Vigdísar, en hún leyndi hann meðvitað yfirvofandi kynningu skýrslunnar.

„Þessi varúð mín í þessum tölvupósti snýr að því að það var lekið upplýsingum um mig úr þinginu, af starfsmönnum þingsins, á sínum tíma þegar ríkisendurskoðandi beinlínis sendir klögubréf til forseta þingsins sem átti ekki að koma fyrir almenningssjónir og það var ekkert afrit af því bréfi. Þannig að á þessum tíma var ég leið norður. Það var kjördæmavika. Þetta var í febrúar. Allt í einu fer ég að lesa bréfið sem forseti þingsins fékk á netmiðlum og hugsaði: Hvað er hér í gangi? Það getur enginn annar en embætti ríkisendurskoðanda sjálft lekið þessum tölvupósti eða þingið. Og síðar kom það í ljós þegar ég fór að tala við hæstráðendur í þinginu að þeir gerðu það sjálfir á grunni upplýsingalaga. Þá sagði ég við viðkomandi: Vitið þið ekki að upplýsingalög gilda ekki um þingmenn? Út af því var ég svo hrædd um það þegar ég sendi skýrsluna upp á nefndarsvið í þarsíðustu viku til íslenskuyfirlestrar að henni yrði lekið. Það var óttinn minn. Og þakka þér fyrir Sigmar að gefa mér kost á því að útskýra þetta hér.“

Upplýsingalög gilda hins vegar um þingmenn, þótt undanþágur séu á, enda er þeim ætlað að „tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna“. „Lög þessi taka til allrar starfsemi stjórnvalda,“ segir meðal annars í lögunum.

Hún segist ekki hafa haft heimild til að kalla Steingrím J. fyrir fjárlaganefnd. „Þetta er náttúrlega komið þannig, sjáið strákar, eins og ég fór yfir áðan að valdmörk fjárlaganefndar eru þannig að við getum ekki kallað til okkar gesti nema að það sé grunnur til þess. Við erum að leggja til að þetta mál fari í rannsókn og þá fær Steingrímur J. Sigfússon, eins og embættismenn sem minnst er á í skýrslunni og samningamenn ríkisins sem minnst er á í skýrslunni, allan tíma til að svara fyrir að rannsóknarnefndinni.“

Telur gagnrýni á frágang gera lítið úr starfsmönnum þingsins

Þá gagnrýnir Vigdís Oddnýju Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar, fyrir að gagnrýna málfar og frágang skýrslunnar, en skýrslan var illa eða ekki prófarkarlesin fyrir kynningu hennar og birtingu. „Út af því að það var orðinn trúnaðarbrestur á milli mín og þingsins á þessum tíma. Algjör tímabrestur. Svo það sem kemur líka fram í mínum tölvupósti er það að ég væri mjög óhress, eða ekki einu sinni óhress, að mér þótti það miður að Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra frá síðasta kjörtímabili, hefði hjólað í íslenskulesturinn á skýrslunni. Vegna þess að starfsmenn þingsins voru búnir að lesa skýrsluna yfir með því tilliti. Þetta er orðið svo mikið ... í tölvupóstinum kemur fram að ég segi því miður hjólaði Oddný Harðardóttir í íslenskuyfirlesturinn því þar með var hún að gera lítið úr starfsmönnum þingsins.“

Vigdís ýjaði að því að ráðherrar gætu verðskuldað að vera dregnir fyrir landsdóm vegna þess að ekki hefði verið haldið utan um fundargerðir. „Ég lét ekki fundargerð eitt og þrettán hverfa úr kerfinu árið 2009. Hér hefur maður verið dreginn fyrir Landsdóm fyrir það að það hafi verið óreiða á einhverjum fundargerðum,“ sagði Vigdís. Geir H. Haarde var hins vegar leiddur fyrir Landsdóm á grundvelli ákæru fyrir að hafa sýnt af sér margvíslega vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins og fyrir að hafa ekki kallað saman ríkisstjórnarfundi um „mikilvæg stjórnarmálefni“, en hann var dæmdur fyrir það síðastnefnda.

Vigdís hélt áfram. „Þarna vantar beinlínis tvær fundargerðir. Fjárlaganefnd hefur ekki allar fundargerðirnar, því að þessir tveir fundargerðarpakkar sem við höfum, það er vísað á næstu fundi. Ég get ekki borið ábyrgð á því hvað menn voru að gera á vettvangi árið 2009. Það stendur beinlínis í fundargerðum. Við getum hent þessari skýrslu fyrir hádegið. Það er ekkert mál. Hendum þessari skýrslu fyrir hádegið en fundargerðirnar og fylgiskjölin tala sínu máli. Þess vegna er þetta svo mikill orðhengilsháttur að það sé eitthvað tæknilegt að málinu. Ég er ekki að fella dóm yfir því en við erum búin að birta þarna atburðarrásina eins og hún var þarna 2009. Stjórnmálamenn voru ekki á vettvangi þegar þessar fundargerðir voru skrifaðar. En ég bendi á það að pólitíkin ber ábyrgð. Ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki. Það voru þrír fjármálaráðherrar þarna á þessum tíma og það hefur verið eitthvað voða svona, eitthvað uppnám yfir því, að á einum stað í skýrslunni er minnst á Steingrím J. Sigfússon. Það var einfaldlega verið að skrifa nafnið hans inn í skýrsluna til þess að bæði Oddný Harðardóttir og Katrín Júlíusdóttir væru fríar af því að einhver myndi halda að þetta hefði verið á þeirra vakt.“

Loks áréttaði Vigdís að skýrsla hennar væri skýrsla. „Og skýrslan er skýrsla. Skýrslan er drög að skýrslu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár