Jónína Björg Magnúsdóttir fiskverkakona ánægð með bónushækkun Granda sem skilar fólki allt að 500 króna hækkun á klukkustund. Þessi hækkun til fiskverkafólks kemur í framhaldi af því að stjórn Granda hækkaði sín eigin laun um tugi prósenta. Af því tilefni og eigendum og stjórn Granda til háðungar samdi Jónína textann Sveiattan og söng. Lagið fór á YouTube og sló í gegn. Mikið fjölmiðlafár varð í kringum stjórnendur Granda sem voru fordæmdir fyrir að hygla sjálfum sér en svelta starfsfólk sitt. Jónína segist ánægð með áfangann.
„Þetta hefur þó ekkert með heildarsamningana að gera. Þetta er hálfnað verk. Þeir eru að vakna,“ segir Jónína í samtali við Stundina.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er hæstánægður með viðbrögð Granda.
Athugasemdir