Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon

United Silicon seg­ir ástand­ið í Reykja­nes­bæ ekk­ert verra en að mæta á ára­móta­brennu og seg­ir eng­in „sér­stak­lega hættu­leg efni“ í mikl­um reyk sem legg­ur frá verk­smiðj­unni. Rúm­lega 2000 manns hafa skrif­að und­ir áskor­un til Um­hverf­is­stofn­un­ar og Reykja­nes­bæj­ar þar sem kraf­ist er þess að íbú­ar fái að njóta vaf­ans en ekki verk­smiðj­an.

Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon
Gríðarleg mengun Forsvarsmenn United Silicon hafa sagt að bæði reyk- og lyktarmengun frá kísilverinu hafi minnkað töluvert undanfarna daga. Það var ekki að sjá í gær.

Í gærdag var ýmist sunnan eða suðvestan átt í Helguvík. Það er hagstæð vindátt fyrir íbúa í Reykjanesbæ sem hafa undanfarna daga kvartað sáran undan mikilli mengun sem berst frá kísilmálmverksmiðju United Silicon. Vindáttin í gærdag þýddi að mengunin frá kísilmálmverksmiðju United Silicon stefndi á haf út, í átt að Seltjarnarnesi. Þar höfðu að minnsta kosti tveir íbúar fundið „kamínulykt“ af og til í gær. Rætt var við umrædda íbúa en ekki var hægt að sannreyna hvort mengunin hafi borist alla leið suðvestur á Seltjarnarnes þar sem blaðamaður Stundarinnar var staddur í Reykjanesbæ í gær til þess að skoða nánar umhverfi verksmiðjunnar í Helguvík.

„Engin sérstaklega hættuleg efni“

Blaðamaður Stundarinnar var í Helguvík í hádeginu í gær en meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar klukkan rúmlega hálf eitt. Á þeim sést hversu mikil mengun berst frá United Silicon en mikil og stæk brunalykt var á öllu svæðinu, lykt sem virðist festast í fötum því úlpa, höfuðfat og buxur blaðamanns Stundarinnar lyktuðu eins og brennt timbur eftir nokkrar mínútur í umhverfi verksmiðjunnar.

Á föstudaginn sendi United Silicon héraðsblaði Suðurnesja, Víkurfréttum, fréttatilkynningu þar sem forsvarsmenn verksmiðjunnar fullyrða meðal annars að „...engin sérstaklega hættuleg efni eru í sjáanlegu ryki frá verksmiðjunni.“

Engin gögn liggja þó fyrir sem staðfesta umrædda fullyrðingu. Þvert á móti hefur verið bent á að varasöm og krabbameinsvaldandi efni hafi orðið til við bruna verksmiðjunnar á timbri undanfarna daga. Um er að ræða PAH-efni og B(a)P sem myndast við ófullkomin bruna á lífrænum efnum. Á vef Umhverfisstofnunar er hægt að finna upplýsingar um umrædd efni en þar segir orðrétt: „PAH-efni myndast í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferli en ef þau berast í lífverur geta þau valdið krabbameini og ýmsum öðrum neikvæðum áhrifum.“ United Silicon minntist ekki á þessi krabbameinsvaldandi efni í yfirlýsingunni en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er ekki vitað hversu mikið af þessum krabbameinsvaldandi efnum verksmiðjan er að losa. Vonast er til þess að þær upplýsingar liggi fyrir innan tíðar.

Íbúar segja stopp við stóriðju
Íbúar segja stopp við stóriðju Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftasöfnunina frá því hún fór af stað á laugardaginn.

Dönsk verkfræðistofa vildi nafn sitt afmáð

Það sem vekur þó athygli í þeirri athugun er að stuðst verður við gögn sem verða til í þremur loftgæðismælum sem eru staðsettir í umhverfi verksmiðjunnar. Staðsetning umræddra loftgæðismæla var valin út frá loftdreifilíkani United Silicon sem enginn vill kannast við að hafa búið til. Líkt og Stundin hefur greint frá var danska verkfræðistofan COWI skrifuð fyrir loftdreifilíkaninu sem á „mannamáli“ er kölluð mengunarspá. Þegar verkfræðistofan komst að því að henni hafði verið eignuð mengunarspáin höfðu forsvarsmenn fyrirtækisins samband við Umhverfisstofun og kröfðust þess að nafn þess yrði afmáð úr matsskýrslu United Silicon. Það var gert. Eftir stendur mengunarspá sem enginn vill kannast við að hafa búið til en bæði yfirvöld og United Silicon fara eftir í einu og öllu.

Eins og „á áramótabrennu“

Í yfirlýsingu sinni í fyrradag gerði United Silicon lítið úr þeirri mengun sem íbúar hafa upplifað síðustu daga og sögðu þetta ekkert ólíkt því að vera á áramótabrennu og því væri reykurinn ekkert hættulegur „...enda förum við flest hiklaust með börn okkar á áramótabrennu.“ Reykurinn á áramótabrennum er þó hættulegur en burt séð frá því þá hugnast það ekki íbúum að vera á áramótabrennu alla daga, slíkt væri einu sinni á ári í rúma tvo klukkutíma.

Íbúar eru ósáttir og hafa fjölmargir þeirra lýst yfir óánægju sinni á samfélags- og fréttamiðlun en í gær fór af stað undirskriftasöfnun þar sem er meðal annars skorað á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að rifta samningum við Thorsil vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilmálmverksmiðju í Helguvík: „Forsendur til þess eru fyrir hendi þar sem Thorsil hefur ekki staðið skil á þeim gjöldum sem fyrirtækið átti að greiða fyrir tveimur árum.“

„Þá er þess jafnframt krafist að farið verði rækilega í saumana á þeim forsendum sem lágu til grundvallar útgáfu starfsleyfis til United Silicon“

Þá segir einnig að bæjarbúar hafi upplifað það á eigin skinni undanfarið hvernig það er að búa í nálægð við stóriðju, eftir að kísilmálmverksmiðja United Silicon tók til starfa. Margir íbúar Reykjanesbæjar eru ekki sáttir við það hlutskipti og kvíða framhaldinu vegna áforma um fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju í Helguvík. Heilsa og velferð bæjarbúa verði að vera í fyrirrúmi.

„Í ljósi þess sem bæjarbúar upplifa núna vegna mengunar frá United Silicon, skorum við jafnframt á Umhverfisstofnun að gefa ekki út nýtt starfsleyfi fyrir kísilmálmverkmiðju Thorsil að svo komnu máli. Þá er þess jafnframt krafist að farið verði rækilega í saumana á þeim forsendum sem lágu til grundvallar útgáfu starfsleyfis til United Silicon í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram um loftdreifilíkan þess og danska verkfræðistofan COWI vill ekki kannast við. Svipta skal verksmiðjuna starfsleyfi séu þær upplýsingar réttar.“

Krefjast forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar að bæjarbúar fái að njóta vafans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár