Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon

United Silicon seg­ir ástand­ið í Reykja­nes­bæ ekk­ert verra en að mæta á ára­móta­brennu og seg­ir eng­in „sér­stak­lega hættu­leg efni“ í mikl­um reyk sem legg­ur frá verk­smiðj­unni. Rúm­lega 2000 manns hafa skrif­að und­ir áskor­un til Um­hverf­is­stofn­un­ar og Reykja­nes­bæj­ar þar sem kraf­ist er þess að íbú­ar fái að njóta vaf­ans en ekki verk­smiðj­an.

Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon
Gríðarleg mengun Forsvarsmenn United Silicon hafa sagt að bæði reyk- og lyktarmengun frá kísilverinu hafi minnkað töluvert undanfarna daga. Það var ekki að sjá í gær.

Í gærdag var ýmist sunnan eða suðvestan átt í Helguvík. Það er hagstæð vindátt fyrir íbúa í Reykjanesbæ sem hafa undanfarna daga kvartað sáran undan mikilli mengun sem berst frá kísilmálmverksmiðju United Silicon. Vindáttin í gærdag þýddi að mengunin frá kísilmálmverksmiðju United Silicon stefndi á haf út, í átt að Seltjarnarnesi. Þar höfðu að minnsta kosti tveir íbúar fundið „kamínulykt“ af og til í gær. Rætt var við umrædda íbúa en ekki var hægt að sannreyna hvort mengunin hafi borist alla leið suðvestur á Seltjarnarnes þar sem blaðamaður Stundarinnar var staddur í Reykjanesbæ í gær til þess að skoða nánar umhverfi verksmiðjunnar í Helguvík.

„Engin sérstaklega hættuleg efni“

Blaðamaður Stundarinnar var í Helguvík í hádeginu í gær en meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar klukkan rúmlega hálf eitt. Á þeim sést hversu mikil mengun berst frá United Silicon en mikil og stæk brunalykt var á öllu svæðinu, lykt sem virðist festast í fötum því úlpa, höfuðfat og buxur blaðamanns Stundarinnar lyktuðu eins og brennt timbur eftir nokkrar mínútur í umhverfi verksmiðjunnar.

Á föstudaginn sendi United Silicon héraðsblaði Suðurnesja, Víkurfréttum, fréttatilkynningu þar sem forsvarsmenn verksmiðjunnar fullyrða meðal annars að „...engin sérstaklega hættuleg efni eru í sjáanlegu ryki frá verksmiðjunni.“

Engin gögn liggja þó fyrir sem staðfesta umrædda fullyrðingu. Þvert á móti hefur verið bent á að varasöm og krabbameinsvaldandi efni hafi orðið til við bruna verksmiðjunnar á timbri undanfarna daga. Um er að ræða PAH-efni og B(a)P sem myndast við ófullkomin bruna á lífrænum efnum. Á vef Umhverfisstofnunar er hægt að finna upplýsingar um umrædd efni en þar segir orðrétt: „PAH-efni myndast í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferli en ef þau berast í lífverur geta þau valdið krabbameini og ýmsum öðrum neikvæðum áhrifum.“ United Silicon minntist ekki á þessi krabbameinsvaldandi efni í yfirlýsingunni en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er ekki vitað hversu mikið af þessum krabbameinsvaldandi efnum verksmiðjan er að losa. Vonast er til þess að þær upplýsingar liggi fyrir innan tíðar.

Íbúar segja stopp við stóriðju
Íbúar segja stopp við stóriðju Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftasöfnunina frá því hún fór af stað á laugardaginn.

Dönsk verkfræðistofa vildi nafn sitt afmáð

Það sem vekur þó athygli í þeirri athugun er að stuðst verður við gögn sem verða til í þremur loftgæðismælum sem eru staðsettir í umhverfi verksmiðjunnar. Staðsetning umræddra loftgæðismæla var valin út frá loftdreifilíkani United Silicon sem enginn vill kannast við að hafa búið til. Líkt og Stundin hefur greint frá var danska verkfræðistofan COWI skrifuð fyrir loftdreifilíkaninu sem á „mannamáli“ er kölluð mengunarspá. Þegar verkfræðistofan komst að því að henni hafði verið eignuð mengunarspáin höfðu forsvarsmenn fyrirtækisins samband við Umhverfisstofun og kröfðust þess að nafn þess yrði afmáð úr matsskýrslu United Silicon. Það var gert. Eftir stendur mengunarspá sem enginn vill kannast við að hafa búið til en bæði yfirvöld og United Silicon fara eftir í einu og öllu.

Eins og „á áramótabrennu“

Í yfirlýsingu sinni í fyrradag gerði United Silicon lítið úr þeirri mengun sem íbúar hafa upplifað síðustu daga og sögðu þetta ekkert ólíkt því að vera á áramótabrennu og því væri reykurinn ekkert hættulegur „...enda förum við flest hiklaust með börn okkar á áramótabrennu.“ Reykurinn á áramótabrennum er þó hættulegur en burt séð frá því þá hugnast það ekki íbúum að vera á áramótabrennu alla daga, slíkt væri einu sinni á ári í rúma tvo klukkutíma.

Íbúar eru ósáttir og hafa fjölmargir þeirra lýst yfir óánægju sinni á samfélags- og fréttamiðlun en í gær fór af stað undirskriftasöfnun þar sem er meðal annars skorað á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að rifta samningum við Thorsil vegna fyrirhugaðrar byggingar kísilmálmverksmiðju í Helguvík: „Forsendur til þess eru fyrir hendi þar sem Thorsil hefur ekki staðið skil á þeim gjöldum sem fyrirtækið átti að greiða fyrir tveimur árum.“

„Þá er þess jafnframt krafist að farið verði rækilega í saumana á þeim forsendum sem lágu til grundvallar útgáfu starfsleyfis til United Silicon“

Þá segir einnig að bæjarbúar hafi upplifað það á eigin skinni undanfarið hvernig það er að búa í nálægð við stóriðju, eftir að kísilmálmverksmiðja United Silicon tók til starfa. Margir íbúar Reykjanesbæjar eru ekki sáttir við það hlutskipti og kvíða framhaldinu vegna áforma um fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju í Helguvík. Heilsa og velferð bæjarbúa verði að vera í fyrirrúmi.

„Í ljósi þess sem bæjarbúar upplifa núna vegna mengunar frá United Silicon, skorum við jafnframt á Umhverfisstofnun að gefa ekki út nýtt starfsleyfi fyrir kísilmálmverkmiðju Thorsil að svo komnu máli. Þá er þess jafnframt krafist að farið verði rækilega í saumana á þeim forsendum sem lágu til grundvallar útgáfu starfsleyfis til United Silicon í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram um loftdreifilíkan þess og danska verkfræðistofan COWI vill ekki kannast við. Svipta skal verksmiðjuna starfsleyfi séu þær upplýsingar réttar.“

Krefjast forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar að bæjarbúar fái að njóta vafans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár