Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sverrir Stormsker uppnefnir Salmann Tamimi tíu sinnum

Tón­list­ar­mað­ur­inn Sverr­ir Stormsker upp­nefn­ir Sal­mann Tamimi í svar­skeyti sem hefst á orð­un­um „Hr. Man­sal Tamimi“. Sverr­ir seg­ir að múslim­ar fremji flest­ar nauðg­an­ir í Sví­þjóð.

Sverrir Stormsker uppnefnir Salmann Tamimi tíu sinnum

Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem meðal annars samdi Eurovision-framlag Íslendinga árið 1988, gerir grín að málfari Salmans Tamimi, fyrrverandi formanns Félags múslima á Íslandi, og uppnefnir hann á tíu mismunandi vegu í bloggfærslu vegna umræðu um nauðganir múslima.

„Ég ekki vita. Ég ekki vera að tala um nauðgarar á Íslandinu. Ég vera að tala um nauðgarar í Svínþjóð. Við senda reykmerki einsog indjánar ef við ekki geta talað saman mannamál,“ segir Sverrir við Salmann, eftir að sá síðarnefndi gerði athugasemd við fullyrðingu um nauðganir múslima. 

„Skeyti“ til múslima

Sverrir kallar Salmann meðal annars „Mansal Tamimi“, „Salvar Tannlími“, „Salat Tamimi“ og „Saltmann Tamími“.

„Hr. Mansal Tamimi. Eins og þú getur kannski séð - þá er ég lítillega blyndur. Skryfblyndur. Ég segi og skrifa: Skuðbrundur. Þarna kom þetta rétt. Ég vil frekar nota orðið „skeyti“ en „bréf“ þegar ég skrifa til múslima. Held að þið eigið auðveldara með að skilja það. Við vesturlandabúar tölum um flugpóst en þið talið líklega um flugskeyti. Það er svona nær ykkar siðmenningu. Hvað um það.“

Blogg Sverris er sett upp sem nokkurs konar svarbréf við gagnrýni Salmanns Tamimi við öðru bloggi Sverris deginum áður. Í gær bloggaði Sverrir um að múslimar bæru ábyrgð á flestum nauðgunum í Svíþjóð.  

Stundin ræddi við Salmann sem segir að fyrri færslan hafi einkennst af fáfræði. „Þetta er svo mikil vanþekking, hann er að byggja þetta á einhverjum rasistabloggsíðum. Hann ætti að skoða gögn lögreglunnar þarna úti, ekki vera með svona ásakanir sem eru tómt rugl,“ segir hann.

Segir Svíþjóð nauðgunarbæli

Sverrir segir í bloggi sínu í gær að það séu fyrst og fremst múslimar sem stundi nauðganir í Svíþjóð. „Síðast þegar ég vissi var Svíþjóð í 2. sæti á listanum yfir mestu og verstu nauðgunarbæli heims. Það er allavega í 1. sæti í Evrópu, með tvöfalt fleiri nauðganir en nokkurt annað Evrópuríki. Það eru ekki Svíar sjálfir sem eru svona duglegir við þessa ömurlegu iðju heldur innflytjendur, fyrst og fremst múslimar. Svíar eru hinsvegar ábyrgir fyrir því hvernig komið er vegna galopinnar, galinnar innflytjendastefnu sinnar og smáborgaralegs ótta við að vera sagðir „fordómafullir“ og kallaðir „rasistar.“,“ skrifaði Sverrir í gær.

Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna eru þessar fullyrðingar Sverris ekki alveg réttar. Hið rétta er að Svíþjóð er í fjórða sæti hvað varðar hlutfall nauðgana miðað við höfðatölu og er í fyrsta sæti sé litið til Evrópu. Samkvæmt tölfræði sænsku útlendingastofnunarinnar eru innflytjendur líklegri til að fremja glæpi. Samkvæmt tölum frá árinu 2005 voru 12 prósent af öllum glæpum framdir af innflytjendum. Í flestum tilvikum var um aðra Norðurlandabúa að ræða. Af þessum 12 prósentum glæpa fólks af erlendum uppruna eru 5 prósent framin af innflytjendum frá öðrum Norðurlöndum, það er að segja Finnlandi, Danmörku, Noregi og Íslandi. Sænska yfirvöld tengja hvorki þjóðerni né trú saman við gerendur í nauðgunarmálum og því er skortur  á opinberum gögnum. Gögnin sem Sverrir byggir á koma nær alfarið frá áróðursritum andstæðinga múslima.

„Góða fólkið“ á Íslandi

Sverrir heldur áfram og gagnrýnir bæði frjálslyndi og umburðarlyndi, sem hafi eyðilagt Svíþjóð. „Einsog flestir ættu að vita er Svíþjóð alveg þéttpakkað af gífurlegum leiðindum og þversagnakenndri pólitískri rétthugsun; til dæmis tröllheimskum öfgafemínisma en um leið miklu umburðarlyndi í garð kvenfjandsamlegra óumburðarlyndra islamista. Óskiljanlegt rugl. Greinilegt að rétthugsun er andstæða rökhugsunar. Ekki að ástæðulausu að menn eru farnir að tala um Svíþjóð í þátíð. Líta á þetta sem búið spil. Ónýtt land. Hér á landi er hópur karla og kvenna sem er kallaður „góða fólkið.“ Þetta eru aðallega vinstrimenn, af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru svo illa haldnir af pólitískri rétthugsun að þeir fullyrða að það sé ekkert til sem heiti pólitísk rétthugsun, en ef hún sé til þá séu það hinir sem séu haldnir henni, ekki þeir. Þessi háværi, stjórnsami, freki minnihluti vill snúa merkingu orða á haus a la Orwell og opna um leið landið uppá gátt einsog útglennta hóru í nafni „frjálslyndis“ og „umburðarlyndis“ og þessarar margumtöluðu göfugu „fjölmenningar,“ sem flestir þjóðhöfðingjar Evrópu játa nú fyrst að hafi beðið algjört skipbrot. En einmitt þá finnst bláeygum bernskum íslenskum óvitum best að sigla í sama far,“ skrifar Sverrir.

Hrósað fyrir hugrekki

Í athugasemdum við bloggfærsluna fær Sverrir hrós frá Jóni Vali Jenssyni fyrir hugrekki. Salmann gagnrýnir þetta blogg þó í athugasemd. „Hver er sá sem nauðga islenska stelpur hér á landi? Ekki eru þetta múslimar. Þvílik heimska og fáfræði,“ skrifar Salmann. Þessi athugasemd varð til þess að Sverrir skrifaði fyrrnefnt „svarbréf“ þar sem hann uppnefnir Salmann ítrekað.

„Ég er að fjalla um borðleggjandi staðreyndir Hr. Saltmann Tamíní. Mr. Google lýgur ekki. Hann lætur ekki blekkjast. Þó að meirihluti strangtrúaðra og „hófsamra“ múslima í Evrópu styðji ISIS, samkvæmt viðamiklum áreiðanlegum könnunum, og vilji sharialög og vilji t.d. láta handarhöggva þjófa þá skulum við ekki einhenda okkur útí öskur um „heimsku og fáfræði“ þegar herra Google á í hlut. Hann veit betur. Staðreyndirnar tala sínu máli Hr. Salsa Taðlífi og munu gera það áfram þó að boðberar þeirra fái 10 ára fangelsi og 1000 svipuhögg. 2+2 eru 4 hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hr. Salvia Talsími. Hvað viðkemur klakanum þá mun ástandið hér verða eins og í Svíþjóð sálugu ef við höldum áfram að gleypa allt öfgafeministakommalufsurétttrúnaðarruglumbullið hrátt sem þaðan kemur og ef við stöndum ekki vaktina og á bremsunni og í lappirnar. Það þarf ekki einusinni alfræðing einsog Mr. Google til að segja okkur það,“ skrifar Sverrir meðal annars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár