Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveitapilturinn sem sleit sig frá feðraveldinu og varð heimilislaus í stórborginni

Guð­jón Ei­ríks­son ólst upp í ís­lenskri sveit en and­leg­ur leið­ang­ur hans leiddi hann að göt­um Berlín­ar­borg­ar þar sem hann fest­ist á leið sinni til Ind­lands. Hann lýs­ir götu­líf­inu; hvernig hann hef­ur selt dóp og not­ar dóp í leit að lausn und­an reið­inni sem ein­kenndi æsku hans. Benja­mín Ju­li­an hitti Guð­jón í Berlín þar sem hann bjó á dýnu, svaf und­ir ber­um himni og sá fyr­ir sér með dósa­söfn­un.

Sveitapilturinn sem sleit  sig frá feðraveldinu og varð  heimilislaus í stórborginni
Guðjón á dýnunni Hér var heimili Guðjóns um skeið.

Ég sat fyrir utan búrrítóstað í Berlín með Guðjóni, heimilislausum jógaiðkanda og anarkista með ADHD sem hefur áður stundað nasískan aktívisma, munkalærdóm, vímuefnasölu og nú síðast flöskusöfnun fyrir mat. „Síðan ég var unglingur hafa hlutir gerst ótrúlega hratt hjá mér,“ segir hann. „Eina vikuna er ég hér og ég veit ekkert hvar ég er næstu viku.“ Þetta var annar mánuður Guðjóns í Þýskalandi, en hann hafði verið á leið til Delhí án indversks landvistarleyfis. Honum var bannað að koma um borð í flugvélina og var því strandaglópur í Berlín.

„Þá mundi ég eftir spádómi sem ég hafði lesið um nokkrum vikum áður. Ég hafði lesið einhvern frankneskan spádóm um að heimurinn myndi færast til betri vegar ef þú gengir suðureftir Evrópu, svo ég ákvað að gera það. Labba berfættur til Rómar.“

Leiðin til Rómar

Guðjón er snögghærður, skeggjaður og grannur. Hann er 29 ára, brosir gjarnan og var léttklæddur í vorsólinni. Fyrir utan litríka Merrild barnabakpokann hans, sem hann safnar flöskum í, bendir ekkert til þess að hann lifi stórkostlega óvenjulegu lífi.

Þegar Guðjóni var ekki hleypt um borð í flugvélina til Indlands fór hann að spjalla við mann í upplýsingabás sem hann hafði áður fengið aðstoð hjá. Þegar Guðjón sagði manninum frá áformum sínum um að ganga til Rómar og spádómnum kom maðurinn honum á óvart. „Það vildi svo til að hann vissi um þetta!“ segir Guðjón og hlær. „Hann fer að tala á fullu, snýr skjánum að mér og sýnir mér einhver kort og ég er strax byrjaður í fokking ævintýrinu.“

Guðjón komst þó ekki til Rómar. Raunar fór hann ekki einu sinni út úr Berlín. Eftir að hafa talað við manninn í upplýsingabásnum hitti hann konu sem var á leið heim úr vinnunni á flugvellinum. „Það vildi svo til að hún var í andlegu stöffi líka,“ segir hann og fær sér sopa af hvítvíni sem var keypt á leiðinni á búrrítóstaðinn. „Fínt hvítvín, það er ekki sem verst. Og hún vildi hjálpa mér og virtist bara vera eitthvað skotin í mér.“ Það var skemmtileg áskorun að venjast samræðutakti manns með athyglisbrest.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár