Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveitapilturinn sem sleit sig frá feðraveldinu og varð heimilislaus í stórborginni

Guð­jón Ei­ríks­son ólst upp í ís­lenskri sveit en and­leg­ur leið­ang­ur hans leiddi hann að göt­um Berlín­ar­borg­ar þar sem hann fest­ist á leið sinni til Ind­lands. Hann lýs­ir götu­líf­inu; hvernig hann hef­ur selt dóp og not­ar dóp í leit að lausn und­an reið­inni sem ein­kenndi æsku hans. Benja­mín Ju­li­an hitti Guð­jón í Berlín þar sem hann bjó á dýnu, svaf und­ir ber­um himni og sá fyr­ir sér með dósa­söfn­un.

Sveitapilturinn sem sleit  sig frá feðraveldinu og varð  heimilislaus í stórborginni
Guðjón á dýnunni Hér var heimili Guðjóns um skeið.

Ég sat fyrir utan búrrítóstað í Berlín með Guðjóni, heimilislausum jógaiðkanda og anarkista með ADHD sem hefur áður stundað nasískan aktívisma, munkalærdóm, vímuefnasölu og nú síðast flöskusöfnun fyrir mat. „Síðan ég var unglingur hafa hlutir gerst ótrúlega hratt hjá mér,“ segir hann. „Eina vikuna er ég hér og ég veit ekkert hvar ég er næstu viku.“ Þetta var annar mánuður Guðjóns í Þýskalandi, en hann hafði verið á leið til Delhí án indversks landvistarleyfis. Honum var bannað að koma um borð í flugvélina og var því strandaglópur í Berlín.

„Þá mundi ég eftir spádómi sem ég hafði lesið um nokkrum vikum áður. Ég hafði lesið einhvern frankneskan spádóm um að heimurinn myndi færast til betri vegar ef þú gengir suðureftir Evrópu, svo ég ákvað að gera það. Labba berfættur til Rómar.“

Leiðin til Rómar

Guðjón er snögghærður, skeggjaður og grannur. Hann er 29 ára, brosir gjarnan og var léttklæddur í vorsólinni. Fyrir utan litríka Merrild barnabakpokann hans, sem hann safnar flöskum í, bendir ekkert til þess að hann lifi stórkostlega óvenjulegu lífi.

Þegar Guðjóni var ekki hleypt um borð í flugvélina til Indlands fór hann að spjalla við mann í upplýsingabás sem hann hafði áður fengið aðstoð hjá. Þegar Guðjón sagði manninum frá áformum sínum um að ganga til Rómar og spádómnum kom maðurinn honum á óvart. „Það vildi svo til að hann vissi um þetta!“ segir Guðjón og hlær. „Hann fer að tala á fullu, snýr skjánum að mér og sýnir mér einhver kort og ég er strax byrjaður í fokking ævintýrinu.“

Guðjón komst þó ekki til Rómar. Raunar fór hann ekki einu sinni út úr Berlín. Eftir að hafa talað við manninn í upplýsingabásnum hitti hann konu sem var á leið heim úr vinnunni á flugvellinum. „Það vildi svo til að hún var í andlegu stöffi líka,“ segir hann og fær sér sopa af hvítvíni sem var keypt á leiðinni á búrrítóstaðinn. „Fínt hvítvín, það er ekki sem verst. Og hún vildi hjálpa mér og virtist bara vera eitthvað skotin í mér.“ Það var skemmtileg áskorun að venjast samræðutakti manns með athyglisbrest.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár