Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sveitapilturinn sem sleit sig frá feðraveldinu og varð heimilislaus í stórborginni

Guð­jón Ei­ríks­son ólst upp í ís­lenskri sveit en and­leg­ur leið­ang­ur hans leiddi hann að göt­um Berlín­ar­borg­ar þar sem hann fest­ist á leið sinni til Ind­lands. Hann lýs­ir götu­líf­inu; hvernig hann hef­ur selt dóp og not­ar dóp í leit að lausn und­an reið­inni sem ein­kenndi æsku hans. Benja­mín Ju­li­an hitti Guð­jón í Berlín þar sem hann bjó á dýnu, svaf und­ir ber­um himni og sá fyr­ir sér með dósa­söfn­un.

Sveitapilturinn sem sleit  sig frá feðraveldinu og varð  heimilislaus í stórborginni
Guðjón á dýnunni Hér var heimili Guðjóns um skeið.

Ég sat fyrir utan búrrítóstað í Berlín með Guðjóni, heimilislausum jógaiðkanda og anarkista með ADHD sem hefur áður stundað nasískan aktívisma, munkalærdóm, vímuefnasölu og nú síðast flöskusöfnun fyrir mat. „Síðan ég var unglingur hafa hlutir gerst ótrúlega hratt hjá mér,“ segir hann. „Eina vikuna er ég hér og ég veit ekkert hvar ég er næstu viku.“ Þetta var annar mánuður Guðjóns í Þýskalandi, en hann hafði verið á leið til Delhí án indversks landvistarleyfis. Honum var bannað að koma um borð í flugvélina og var því strandaglópur í Berlín.

„Þá mundi ég eftir spádómi sem ég hafði lesið um nokkrum vikum áður. Ég hafði lesið einhvern frankneskan spádóm um að heimurinn myndi færast til betri vegar ef þú gengir suðureftir Evrópu, svo ég ákvað að gera það. Labba berfættur til Rómar.“

Leiðin til Rómar

Guðjón er snögghærður, skeggjaður og grannur. Hann er 29 ára, brosir gjarnan og var léttklæddur í vorsólinni. Fyrir utan litríka Merrild barnabakpokann hans, sem hann safnar flöskum í, bendir ekkert til þess að hann lifi stórkostlega óvenjulegu lífi.

Þegar Guðjóni var ekki hleypt um borð í flugvélina til Indlands fór hann að spjalla við mann í upplýsingabás sem hann hafði áður fengið aðstoð hjá. Þegar Guðjón sagði manninum frá áformum sínum um að ganga til Rómar og spádómnum kom maðurinn honum á óvart. „Það vildi svo til að hann vissi um þetta!“ segir Guðjón og hlær. „Hann fer að tala á fullu, snýr skjánum að mér og sýnir mér einhver kort og ég er strax byrjaður í fokking ævintýrinu.“

Guðjón komst þó ekki til Rómar. Raunar fór hann ekki einu sinni út úr Berlín. Eftir að hafa talað við manninn í upplýsingabásnum hitti hann konu sem var á leið heim úr vinnunni á flugvellinum. „Það vildi svo til að hún var í andlegu stöffi líka,“ segir hann og fær sér sopa af hvítvíni sem var keypt á leiðinni á búrrítóstaðinn. „Fínt hvítvín, það er ekki sem verst. Og hún vildi hjálpa mér og virtist bara vera eitthvað skotin í mér.“ Það var skemmtileg áskorun að venjast samræðutakti manns með athyglisbrest.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár