Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stundin opnar vefútgáfu

Dag­leg­ar frétt­ir. Áskriftar­fyr­ir­komu­lag byggt á New York Times.

Stundin opnar vefútgáfu
Stofnendur Stundarinnar Jón Ingi Stefánsson hönnuður, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri og framkvæmdastjóri, og Heiða B. Heiðars auglýsingastjóri. Mynd: Kristinn Magnússon

Í dag kemur Stundin fyrst út sem fréttamiðill á vefnum. Framvegis verður daglegur fréttaflutningur á Stundinni.

Vefurinn kemur út í sinni fyrstu mynd í dag og verður bæði útlit hans, virkni og efni þróað jafnt og þétt lengra í framhaldinu.

Áskriftarfyrirkomulag byggt á New York Times

Þeir sem hafa áskrift að Stundinni hafa ótakmarkaðan aðgang að vefsíðunni. Áskriftarfyrirkomulagið er að hluta til byggt á fyrirmynd bandaríska blaðsins New York Times, þar sem vefurinn er öllum opinn upp að ákveðnum fjölda flettinga. Stundin.is er þannig að hluta opin öllum og þeir sem skrá sig inn fá sex heilar greinar á mánuði. Þegar flettingakvóta er náð er einungis fremsti hluti greinar opinn og lesendur fá boð um að greiða hóflegt áskriftargjald.. Vefáskrift ein og sér kostar 750 kr. á mánuði, en prentáskrift ásamt vefáskrift 950 kr. Þar sem þú ert með áskrift að Stundinni hefur þú ótakmarkaðan aðgang að efni vefsins.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig kaupa má áskrift:

1. Þú ferð inn á www.stundin.is/askrift

2. Þú fyllir inn í gluggana þær upplýsingar sem beðið er um

3. Þú velur áskriftarleiðina sem við á. Þeir sem hafa þegar keypt áskrift geta virkjað áskriftina með því að velja viðeigandi áskriftarleið í flipaflettinum.

Ef upp koma vandræði er unnt að senda skilaboð á askrift@stundin.is eða kvartanir@stundin.is.

Aðdragandi Stundarinnar

Stundin var stofnuð í febrúar 2015 með tilstuðlan hópfjármögnunar. Verkefnið sló met á hópfjármögnunarvefnum Karolina Fund og hafði aldrei áður fengist jafnhá upphæð, jafnhratt og frá jafnmörgum styrkjendum.

Stofnendahópur Stundarinnar samanstóð af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum vegna umfjallana. Tilgangurinn með stofnun Stundarinnar var að skapa valkost um nýjan og óháðan fjölmiðil.

Ein leiðin til þess að binda saman hagsmuni miðilsins og almennings var að sækja stofnfé til dreifðs hóps. Önnur leið var að leggja höfuðáherslu á tekjur frá almenningi. Með því að treysta á áskriftartekjur er Stundin fyrst og fremst háð almenningi.

Markmið

Við stofnun og mótun Stundarinnar var tekið mið af fjórum forsendum:

1. Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum.

-Á hverjum degi tökum við ákvarðanir sem borgarar, starfsfólk, foreldrar, neytendur og fleira. Við byggjum á eigin dómgreind, en upplýsingar bæði móta þessa dómgreind og eru hráefni hennar.

2. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra.

- Hæfni, geta og dómgreind mynda saman „mannauð“, sem er birtingamynd réttra ákvarðana. Velmegun og farsæld þjóða ræðst ekki síður af mannauði en náttúruauðlindum. Auðlindir fara ekki endilega saman við háar þjóðartekjur, að hluta til vegna óupplýstra ákvarðana og margfeldisáhrifa þeirra.

3. Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar.

-Hagsmunaaðilar geta og hafa eignast fjölmiðla og mótað þá eftir eigin höfði. Kaup og niðurgreiðslur á fjölmiðlaútgáfu getur flokkast undir markaðskostnað fyrir öfluga hagsmunaaðila. Eigendur fjölmiðla geta ráðið til starfa stjórnendur á ritstjórnum sem hafa gildismat, bakgrunn og skoðanir sem hæfa ytri hagsmunum þeirra, með þeim afleiðingum að umfjallanir færast í átt að þeirra hagsmunum.

4. Þetta vald hefur ekki alltaf sömu hagsmuni og við sem einstaklingar eða heild.

- Hagsmunir þeirra sem ráða yfir nægilegu fjármagni og kjósa að kaupa upp fjölmiðla geta gengið gegn almannahagsmunum.


 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár