Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stríðsglæpamaðurinn sem við elskuðum: Saga af glæpum og meðvirkni

Ís­lenska þjóð­in stóð með stríðs­glæpa­manni sem stóð að skefja­lausu of­beldi og morð­um á gyð­ing­um og fleir­um. Morg­un­blað­ið tók þá fyr­ir sem bentu á sann­an­ir í máli Eð­valds Hinriks­son­ar og tengdi þá við sov­ésku leyni­þjón­ust­una.

Stríðsglæpamaðurinn sem við elskuðum: Saga af glæpum og meðvirkni
Eðvald Hinriksson Íslenska þjóðin varði mann sem sakaður var um morð og nauðganir og hafði hjálpað nasistum í seinni heimsstyrjöld. Mynd: Morgunblaðið

Í lok nóvember 1946 strandaði gufubáturinn Rosita við Njarðvík. Rosita var að koma frá Noregi og meðal farþega var eistneskur maður, Evald Mikson að nafni. Hann var á leiðinni til Venezúela.

Evald Mikson ílentist hins vegar á Íslandi, fékk íslenzkan ríkisborgararétt og nafnið Eðvald Hinriksson. Saga hans er einstæður kafli í íslenzkri sögu efnis síns vegna, en lýsir líka samfélagi þar sem sannleikur og réttlæti eru lögð á pólitískar og persónulegar vogarskálar.

Forsagan

Saga Evalds Miksons verður hins vegar ekki skilin nema í samhengi við sögu Eistlands.

Eistland fékk sjálfstæði skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, en með griðasáttmála Hitlers og Stalíns 1939 komst landið undir yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Ekki löngu síðar var það innlimað og varð eitt af ráðstjórnarríkjunum.

Vorið 1941 rauf Hitler hins vegar sáttmálann og réðst inn í Sovétríkin. Leiðin lá vitaskuld í gegnum Eistland og þar hefst saga okkar af Evald Mikson.

Hann var landsliðsmaður í fótbolta og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár