Í lok nóvember 1946 strandaði gufubáturinn Rosita við Njarðvík. Rosita var að koma frá Noregi og meðal farþega var eistneskur maður, Evald Mikson að nafni. Hann var á leiðinni til Venezúela.
Evald Mikson ílentist hins vegar á Íslandi, fékk íslenzkan ríkisborgararétt og nafnið Eðvald Hinriksson. Saga hans er einstæður kafli í íslenzkri sögu efnis síns vegna, en lýsir líka samfélagi þar sem sannleikur og réttlæti eru lögð á pólitískar og persónulegar vogarskálar.
Forsagan
Saga Evalds Miksons verður hins vegar ekki skilin nema í samhengi við sögu Eistlands.
Eistland fékk sjálfstæði skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, en með griðasáttmála Hitlers og Stalíns 1939 komst landið undir yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Ekki löngu síðar var það innlimað og varð eitt af ráðstjórnarríkjunum.
Vorið 1941 rauf Hitler hins vegar sáttmálann og réðst inn í Sovétríkin. Leiðin lá vitaskuld í gegnum Eistland og þar hefst saga okkar af Evald Mikson.
Hann var landsliðsmaður í fótbolta og …
Athugasemdir