Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stóra kosningaloforð Samfylkingarinnar: Fyrirframgreiðsla á bótum fimm ára

Sam­fylk­ing­in kynnti stóra kosn­ingalof­orð sitt til ungs fólks í hús­næð­is­vanda. Það felst í því að borga fyr­ir­fram bæt­ur vegna vaxta á hús­næð­is­lán­um fyr­ir næstu fimm ár til þess að auð­velda kaup á fast­eign.

Stóra kosningaloforð Samfylkingarinnar: Fyrirframgreiðsla á bótum fimm ára
Oddný Harðardóttir Formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Pressphotos.biz

Samfylkingin kynnti stærsta kosningaloforð sitt fyrir komandi Alþingiskosningar fram að þessu í dag þegar hún lofaði því að borga vaxtabætur vegna húsnæðiskaupa fyrirfram næstu fimm árin, til þeirra sem kaupa sér íbúð.

Fyrirframgreiðslan nemur allt að þremur milljónum króna fyrir fólk í sambúð, sem nægir fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð, og tveimur milljónum fyrir einstaklinga og 2,5 milljónum fyrir einstætt foreldri.

Þessu kosningaloforði Samfylkingarinnar, sem kynnt var rétt í þessu, er beint að fólki sem ekki á íbúð. 

Að auki lofar Samfylkingin því að „taka upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka skerðingarmörk og styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert.“ Þá lofar flokkurinn því að láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna og tengja þannig saman vaxtabóta- og barnabótakerfið.

Samfylkingin segist ætla að „tvöfalda stuðning við barnafjölskyldur og útrýma barnafátækt á Íslandi.“

Samhliða því að hjálpa fólki að kaupa íbúð lofar Samfylkingin að fjölga almennum leiguíbúðum um fjögur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár