Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku, telur ný dómstólalög ekki taka með nógu afgerandi hætti á veikri stöðu kvenna í dómstólakerfinu.
Í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað ítarlega um stjórnsýslu og innra eftirlit dómstólanna og meðal annars rætt við Kristrúnu um nýju dómstólalögin og stöðu kvenna innan kerfisins.
„Það hversu fáar konur hafa verið skipaðar dómarar við Hæstarétt og sú staðreynd að þar er nú eingöngu skipuð ein kona er algerlega út í hött. Rétturinn er samansettur að miklu leyti af mönnum með svipaðan bakgrunn og reynslu,“ segir hún
Athugasemdir