Vill halda markaðsstarfsemi utan menntastofnana
„Ég er hugsi yfir þessu. Stóri vandinn er auðvitað sá að við foreldrarnir erum að vinna of langan vinnudag. Það er vandi sem við ættum að vera að einbeita okkur að því að leysa,“ segir Harpa Rut Hilmarsdóttir, móðir og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Hún er kennari að mennt og vann sem slíkur í tólf ár. „Þá var ég orðin mjög hugsi yfir því hvað skólinn er farinn að taka mörg hlutverk af heimilinu, löngu áður en við vorum farin að tala um þvotta og að elda kvöldmatinn. Í skólanum fer fram sálgæsla, þar læra börn kurteisisreglurnar og matarsiðina. Það er svo margt sem skólinn sér nú orðið um, sem var hlutverk fjölskyldunnar fyrir ekki svo löngu síðan. Ef við erum búin að fá verktaka í stóran hluta hlutverka heimilisins, eldum ekki mat og þvoum ekki þvott og ölum börnin einungis að litlu leyti upp, hvað erum við þá?“
Athugasemdir