Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi

Skip­stjóri Pol­ar Nanoq, Ju­li­an Nolsø, seg­ist stefna til Ís­lands. Tal­ið er að um 22 séu í áhöfn tog­ar­ans sem hef­ur oft kom­ið til Ís­lands. Grím­ur Gríms­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur seg­ir lög­reglu vilja ná tali af fólki sem sést á mynd­bandi. Síð­asta ljós­mynd­in sem sýn­ir Birnu fyr­ir hvarf­ið sýn­ir hana kaupa mat á veit­inga­stað við Ing­ólf­s­torg um klukk­an fimm um nótt­ina.

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi
Birna Brjánsdóttir Sést hér á síðustu ljósmyndinni fyrir hvarfið.

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er á leið til Íslands. Þetta staðfesti skipstjóri togarans í samtali við Stundina nú fyrir skömmu. Skipstjórinn heitir Julian Nolsø og kemur frá Færeyjum. Lögreglan vill ræða við þá sem sjást á myndbandi. Ljósmynd sem Stundin kom á framfæri við lögregluna fyrr í dag sýnir að Birna var stödd á veitingastaðnum Ali Baba við Ingólfstorg áður en hún hvarf.

Danska varðskipið HDMS Triton siglir nú til móts við Julian Nolsø og áhöfn hans en samkvæmt þeim upplýsingum sem Stundin hefur undir höndum kemur það til með að taka Polar Nanoq um það bil einn og hálfan sólarhring að sigla aftur til Íslands miðað við síðustu upplýsingar um staðsetningu þeirra í gegnum gervihnetti.

Julian Nolsø skipstjóri staðfesti í samtali við Stundina að skipið væri á leið hingað til lands, en hann gat ekki tilgreint hvenær það kæmi. „Ég veit ekki hvenær við komum aftur til Íslands,“ segir hann.

Skipstjóri Polar NanoqAð sögn skipstjórans er skipinu nú siglt í átt til Íslands.

Vilja ræða við fólk á myndbandi

Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður segir að enginn hafi réttarstöðu grunaðs manns og enginn hafi verið handtekinn. Jafnframt segir hann engan hafa verið yfirheyrðan. Hann vill ekki að svo stöddu gefa upplýsingar um aðgerðir sem tengjast togaranum Polar Nanoq. 

„Þetta er mál sem fær mikið á fólk,“ segir Grímur. „Við höfum ákveðið að svara með þeim hætti að við getum ekki tjáð okkur um hvað við erum að gera núna og við höfum sagt að rannsóknin sé á viðkvæmu stigi. En það er hægt að lesa í það að það er eitthvað að gerast og við erum að reyna að afla einhverra upplýsinga og gagna. Ég verð þó að segja það að það hefur enginn verið handtekinn og enginn verið yfirheyrður og enginn hefur réttarstöðu grunaðs manns.“ 

Lögreglan vill ræða við þá sem sjást á myndbandinu sem gefið var út af síðustu mínútunum áður en Birna hvarf í miðborg Reykjavíkur. Enginn hefur hins vegar gefið sig fram sem sást á myndbandinu.

Færeyingar og Grænlendingar í áhöfn

Rauða Kia Rio-bifreiðin sem lögreglan hefur leitað að og sú staðreynd að skór Birnu fundust við Hafnarfjarðarhöfn er ástæða þess að íslensk lögregluyfirvöld vilja ná tali af meðlimum úr áhöfn togarans. Bifreiðin var leigð hjá Bílaleigu Akureyrar af nokkrum úr áhöfninni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir það voru sem leigðu bifreiðina en talið er að tuttugu og þrír skipverjar séu í áhöfn togarans sem nú siglir til Íslands. Þar af eru átta til níu Færeyingar og um það bil fimmtán Grænlendingar.

„Honum líður ekki vel yfir þessu og segist hafa átt hræðilegan dag“

Flestir þeirra Færeyinga sem eru um borð hafa komið hingað til lands margoft. Samkvæmt aðstandanda færeyska skipstjórans Julian Nolsø hefur málið komið honum algjörlega í opna skjöldu.

Hafa áður tekið bílaleigubíl í Reykjavík

„Honum líður ekki vel yfir þessu og segist hafa átt hræðilegan dag. Þetta er allt svo ótrúlegt. Strákarnir um borð vita um hvað málið snýst og hin áhöfnin sem er í landi er líka að fylgjast náið með málinu,“ sagði aðstandandi sem Stundin ræddi við í dag.

Togarinn Polar Nanoq á heimahöfn í Uummannaq á Norðvestur-Grænlandi, 1.300 manna bæ sem liggur 590 kílómetrum norður af norður-heimskautsbaug. Nafn skipsins merkir Ísbjörninn á íslensku.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta ekki í fyrsta skiptið sem grænlenskir skipverjar í áhöfn Polar Nanoq taka bílaleigubíl í Reykjavík en togarinn hefur komið reglulega til Íslands í tvo áratugi. Togarinn landar alltaf í Hafnarfjarðarhöfn. Áhöfnin var þó ekki að landa um helgina.

Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar var skipið nýkomið frá Danmörku þar sem það kláraði kvótann sinn. Lagt var af stað til Íslands til þess að kaupa pakkningar fyrir aflann og til þess að taka um borð grænlenska áhöfn sem kom með flugi frá Grænlandi.

Vegna slæms veðurs í Grænlandi seinkaði hluta áhafnarinnar, þar sem ekki var flogið á tilsettum tíma og því varð togarinn að bíða í Hafnarfjarðarhöfn.

Áætlað var að leggja á haf út mun fyrr. Togarinn var á leið til grálúðuveiða þegar áhöfnin fékk skipun um að stöðva för sína og snúa aftur til Íslands.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun skipstjórinn hafa verið mjög samvinnuþýður og strax farið eftir fyrirmælum danskra og íslenskra yfirvalda.

Hvar mun togarinn leggjast að höfn?

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er mjög líklegt að höfn á suðvesturhorni landsins verði sú sem skipið kemur til með að leggjast að.

Þar hafa tvær Reykjaneshafnir verið nefndar en það er höfnin í Keflavík og höfnin í Helguvík. Auðvelt er að takmarka og loka aðgengi að þessum svæðum og því telja heimildarmenn Stundarinnar það líklegt að þær verði fyrir valinu.

Engar upplýsingar er að fá hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttum annarra miðla hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og henni flogið í átt að togaranum og varðskipinu. Um borð eru íslenskir lögreglumenn, bæði sérsveitarmenn og rannsóknarlögreglumenn sem koma til með að yfirheyra áhöfnin og fylgja togaranum til Íslands.

Keypti mat á Ali baba

Birna BrjánsdóttirSíðasta ljósmyndin sem tekin var af Birnu Brjánsdóttur áður en hún hvarf.

Birna er talin hafa farið upp í bíl nálægt Laugavegi. Samkvæmt nýjum upplýsingum sem Stundin kom til lögreglunnar fyrr í dag keypti Birna mat á veitingastaðnum Ali Baba við Ingólfstorg seint um nóttina. Samkvæmt lögreglu er konan á myndinni Birna Brjánsdóttir. Hún sést síðar ganga með mat upp Laugaveginn á myndbandi sem lögreglan birti almenningi í gær.

Enginn þeirra aðila sem sáust á myndbandinu hafa gefið sig fram við lögreglu, að sögn Gríms Grímssonar, sem þó vill ná af þeim tali. Hann ítrekaði rétt fyrir miðnætti að enginn væri með réttarstöðu grunaðs manns, að Birna hefði ekki fundist og enginn hafi verið handtekinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár