Tvær konur á Eskifirði sökuðu Þór Þórðarson lögregluþjón um óeðlileg samskipti við sig í aðalmeðferð meiðyrðamáls sem ákæruvaldið höfðaði gegn Emil K. Thorarensen, íbúa á svæðinu. Þetta kemur fram í dómi sem féll í gær. Önnur kvennanna telur Þór hafa misnotað vald sitt og komið „perralega“ fram og hin sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega.
Þór fékkst ekki til að yfirgefa salinn meðan konurnar báru vitni. „Hann sat þarna, beint fyrir aftan vitnastúkuna, í fremstu röð, nánast í armslengd frá mér. Allir sáu hvað þetta var erfitt fyrir mig, ég skalf og táraðist, svo þau treystu sér ekki til að halda áfram að spyrja,“ segir önnur þeirra í samtali við Stundina.
Athugasemdir