Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjómaður rekinn eftir ásakanir um smitsjúkdóm

Há­seti á Gull­berg­inu frá Vest­manna­eyj­um var send­ur í land vegna órök­studdra grun­semda um að hann væri smit­að­ur af ótil­greind­um sjúk­dómi eft­ir Taí­lands­ferð, þar sem hann kynnt­ist konu.

Sjómaður rekinn eftir ásakanir um smitsjúkdóm
Rekinn í land eftir Taílandsferð Magni Freyr Hauksson er lausamaður, þrátt fyrir tveggja ára starf, og fær því ekki uppsagnarfrest eftir að hafa neitað að fara í sjúkdómaskoðun þegar hann var sendur í land grunaður, án röksemda, um að vera með smitsjúkdóm. Mynd: Stundin

Sjómaður úr Vestmannaeyjum, sem ferðaðist til Taílands og átti í sambandi við þarlenda konu, var rekinn frá borði vegna grunsemda skipstjórnarmanna um að hann hefði smitast af ótilgreindum sjúkdómi. Þótt hann hafi starfað á skipinu í tvö ár er hann flokkaður sem lausamaður og fær engan uppsagnarfrest.

Maðurinn, Magni Freyr Hauksson, hefur gegnt stöðu háseta, netamanns og bátsmanns á skuttogaranum Gullbergi VE í tvö ár en situr nú launalaus í landi vændur um að vera smitandi.
„Þeir vildu senda mig í land vegna þess að ég var ekki búinn að sanna það að ég væri ekki með einhvern sjúkdóm,“ segir Magni og tengir kröfu um læknisskoðun við áfangastaðinn. „Þetta eru fordómar á háu stigi.“

Afdrifaríkt ferðalag

Aðdragandi brottrekstursins var að Magni Freyr fór í fyrstu utanlandsferðina í aldarfjórðung. Ferðin var til Taílands. Hann kynntist þarlendri konu sem hann átti í sambandi við í einn og hálfan mánuð, áður en leiðin lá aftur heim á leið til Íslands og Vestmannaeyja. Sambandið er enn á byrjunarstigi og enn óútséð með afdrif þess. Í kjölfarið fylgdi hins vegar atvinnumissir.

Eftir heimkomuna mætti Magni um borð eins og hann hafði verið boðaður til og bjóst ekki við öðru en að farið væri frá landi til veiða eins og venjulega. Þegar hann var hins vegar við að klæða sig í gallann kom skipstjórinn í stakkageymsluna og stillti honum upp við vegg: Hann færi aftur í land í læknisskoðun eða kæmi ekki aftur um borð í skipið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár