Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sjómaður rekinn eftir ásakanir um smitsjúkdóm

Há­seti á Gull­berg­inu frá Vest­manna­eyj­um var send­ur í land vegna órök­studdra grun­semda um að hann væri smit­að­ur af ótil­greind­um sjúk­dómi eft­ir Taí­lands­ferð, þar sem hann kynnt­ist konu.

Sjómaður rekinn eftir ásakanir um smitsjúkdóm
Rekinn í land eftir Taílandsferð Magni Freyr Hauksson er lausamaður, þrátt fyrir tveggja ára starf, og fær því ekki uppsagnarfrest eftir að hafa neitað að fara í sjúkdómaskoðun þegar hann var sendur í land grunaður, án röksemda, um að vera með smitsjúkdóm. Mynd: Stundin

Sjómaður úr Vestmannaeyjum, sem ferðaðist til Taílands og átti í sambandi við þarlenda konu, var rekinn frá borði vegna grunsemda skipstjórnarmanna um að hann hefði smitast af ótilgreindum sjúkdómi. Þótt hann hafi starfað á skipinu í tvö ár er hann flokkaður sem lausamaður og fær engan uppsagnarfrest.

Maðurinn, Magni Freyr Hauksson, hefur gegnt stöðu háseta, netamanns og bátsmanns á skuttogaranum Gullbergi VE í tvö ár en situr nú launalaus í landi vændur um að vera smitandi.
„Þeir vildu senda mig í land vegna þess að ég var ekki búinn að sanna það að ég væri ekki með einhvern sjúkdóm,“ segir Magni og tengir kröfu um læknisskoðun við áfangastaðinn. „Þetta eru fordómar á háu stigi.“

Afdrifaríkt ferðalag

Aðdragandi brottrekstursins var að Magni Freyr fór í fyrstu utanlandsferðina í aldarfjórðung. Ferðin var til Taílands. Hann kynntist þarlendri konu sem hann átti í sambandi við í einn og hálfan mánuð, áður en leiðin lá aftur heim á leið til Íslands og Vestmannaeyja. Sambandið er enn á byrjunarstigi og enn óútséð með afdrif þess. Í kjölfarið fylgdi hins vegar atvinnumissir.

Eftir heimkomuna mætti Magni um borð eins og hann hafði verið boðaður til og bjóst ekki við öðru en að farið væri frá landi til veiða eins og venjulega. Þegar hann var hins vegar við að klæða sig í gallann kom skipstjórinn í stakkageymsluna og stillti honum upp við vegg: Hann færi aftur í land í læknisskoðun eða kæmi ekki aftur um borð í skipið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár