Styrkjamálið svokallaða, sem kom upp fyrir kosningarnar 2009 og varðaði stórfellda styrki til Sjálfstæðisflokksins, er óuppgert. Talsmenn flokksins, formenn og gjaldkerar, hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar um málið. Fyrirtækin sem taka hefðu átt við greiðslunum benda á Sjálfstæðisflokkinn með svör og neita að upplýsa hvort greiðslur hafi borist frá flokknum í samræmi við boðaðar endurgreiðslur.
Eitt af fyrstu stóru málunum sem Bjarni Benediktsson þurfti að glíma við í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins var styrkjamálið. Skömmu fyrir páska 2009 kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið háa styrki nokkrum dögum áður en lögum um fjárstuðning við stjórnmálaflokka var breytt árið 2006 á þann veg að sett var hámarksupphæð, 300 þúsund krónur, sem stjórnmálaflokkar máttu taka við á ári frá lögaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk styrki frá FL Group upp á …
Athugasemdir