Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hafa áhyggjur af svigrúmi Evu Joly til að tjá „öfgaskoðanir“

Urg­ur í sjálf­stæð­is­mönn­um vegna við­tals við Evu Joly og frétta­flutn­ings Kast­ljóss af nýj­um upp­lýs­ing­um um sím­tal Dav­íðs og Geirs.

Hafa áhyggjur af svigrúmi Evu Joly til að tjá „öfgaskoðanir“

Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur áhyggjur af því að Eva Joly, rannsóknardómari í Frakklandi til 20 ára og baráttukona gegn spillingu, fái of mikið svigrúm til að tjá „öfgaskoðanir“. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Guðlaugi þar sem hann gerir orð Viðskiptablaðsins um Pírata og Evu Joly að sínum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Eva Joly lýst yfir stuðningi við Pírata. Urgur er í sjálfstæðismönnum, bæði vegna fréttaflutnings Kastljóss af upplýsingum um símtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem ekki höfðu áður komið fram og vegna viðtals sem tekið var við Evu Joly fyrr í vikunni.

Í grein Viðskiptablaðsins sem Guðlaugur Þór deilir er ýjað að því að fjárhagslegir hagsmunir búi að baki baráttu Evu Joly gegn spillingu. Fram kemur að hún og Píratar nærist á að „halda því fram nógu oft og nógu mikið að allir hinir séu spilltir. Þannig halda þau lífi í stjórnmálaskoðunum sínum og eftir tilvikum hafa þau af því fjárhagslegan ávinning (eins og í tilfelli Joly). Og hér á landi hentar það vel að skjóta fast á núverandi stjórnarflokka“. Guðlaugur gerir þessi orð að sínum.

Þingmaðurinn hefur sjálfur margsinnis verið sakaður um spillingu. Hann var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur þegar REI-málið svokallaða komst í hámæli haustið 2007 en nokkru áður hafði hann aflað Sjálfstæðisflokknum 55 milljóna króna styrkjum frá FL Group og Landsbankanum. Þá var greint frá því að Guðlaugur hefði þegið mun hærri styrki frá fyrirtækjum en aðrir frambjóðendur vegna þingkosninganna 2007.

Sumarið 2010 ályktaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins að Guðlaugur Þór ætti að segja af sér vegna hinna háu styrkja frá einkafyrirtækjum. Hann hlýddi ekki kallinu heldur sat áfram á þingi. Guðlaugur Þór lenti í öðru sæti í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 3. september síðastliðinn og hlaut 720 atkvæði Haft var eftir honum í viðtali við RÚV að hann vildi verða ráðherra í næstu ríkisstjórn. 

„Hvað næst ISIS?“

Guðlaugur Þór er ekki sá fyrsti sem sakar Evu Joly um öfgar. Þegar Kastljós tók viðtal við hana í fyrra tjáði Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sig á Facebook. „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ skrifaði hann. 

Eva Joly starfaði sem rannsóknardómari í Frakklandi um árabil en hefur verið fulltrúi franskra græningja á Evrópuþinginu frá árinu 2009. Nú situr hún í svokallaðri Panamaskjalanefnd sem tók nýlega til starfa.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði lítið úr Evu Joly í sjónvarpsumræðum á Stöð 2 á dögunum þegar Jón Þór Ólafsson, frambjóðandi Pírata, sagði hana tilbúna að aðstoða Íslendinga við að uppræta spillingu. „Þetta er konan sem fékk 1 prósent í Frakklandi,“ sagði þá Bjarni og vísaði til ósigurs hennar í forsetakosningunum í Frakklandi árið 2012 þegar hún bauð sig fram sem forsetaefni Evrópugræningja þar í landi. 

„Hvað gengur fjölmiðlamönnum til með umfjöllun rétt fyrir kosningar um löngu liðna atburði sem búið er að rannsaka fram og til baka? Þeir eru farnir að hegða sé eins og helstu skítadreifarar samfélagsmiðlanna með dylgjur um svik og óheiðarleika pólitískra andstæðinga sinna. Þeir Illugi og Gunnar Smári eru engu betri en vinur þeirra Donald Trump,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður og þingframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Facebook.

Þá kallar hann Ríkisútvarpið stjórnmálahreyfingu: „Skemmtileg þessi nýja stjórnmálahreyfing i Efstaleitinu. Kom á framfæri við okkur boðskap gamals vinstri róttæklings, sem fékk rúmlega 1% fylgi í frönsku forsetakosningunum, um að kjósa ekki núverandi stjórnarflokka. Síðan taldi nýja stjórnmálahreyfingin rétt að koma á framfæri við okkur eldgömlum upplýsingum úr Seðlabankanum ef við skyldum gleyma hverjir bæru nú ábyrgð á fjármálakreppu heimsins.“ 

Í umfjöllun Kastljóss í síðustu viku var greint frá vitnaskýrslu sem hefur að geyma nýjar vísbendingar um að Davíð og Geir hafi vitað fyrirfram að 77,5 milljarða lán Seðlabankans til Kaupþings myndi ekki fást endurgreitt. Sem kunnugt er tapaði ríkissjóður um 35 milljörðum á láninu. Þá var einnig greint frá því í Kastljósi að Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, hefði gengist við því að hafa brotið trúnað þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda setningar neyðarlaganna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár