Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hafa áhyggjur af svigrúmi Evu Joly til að tjá „öfgaskoðanir“

Urg­ur í sjálf­stæð­is­mönn­um vegna við­tals við Evu Joly og frétta­flutn­ings Kast­ljóss af nýj­um upp­lýs­ing­um um sím­tal Dav­íðs og Geirs.

Hafa áhyggjur af svigrúmi Evu Joly til að tjá „öfgaskoðanir“

Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur áhyggjur af því að Eva Joly, rannsóknardómari í Frakklandi til 20 ára og baráttukona gegn spillingu, fái of mikið svigrúm til að tjá „öfgaskoðanir“. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá Guðlaugi þar sem hann gerir orð Viðskiptablaðsins um Pírata og Evu Joly að sínum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Eva Joly lýst yfir stuðningi við Pírata. Urgur er í sjálfstæðismönnum, bæði vegna fréttaflutnings Kastljóss af upplýsingum um símtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem ekki höfðu áður komið fram og vegna viðtals sem tekið var við Evu Joly fyrr í vikunni.

Í grein Viðskiptablaðsins sem Guðlaugur Þór deilir er ýjað að því að fjárhagslegir hagsmunir búi að baki baráttu Evu Joly gegn spillingu. Fram kemur að hún og Píratar nærist á að „halda því fram nógu oft og nógu mikið að allir hinir séu spilltir. Þannig halda þau lífi í stjórnmálaskoðunum sínum og eftir tilvikum hafa þau af því fjárhagslegan ávinning (eins og í tilfelli Joly). Og hér á landi hentar það vel að skjóta fast á núverandi stjórnarflokka“. Guðlaugur gerir þessi orð að sínum.

Þingmaðurinn hefur sjálfur margsinnis verið sakaður um spillingu. Hann var stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur þegar REI-málið svokallaða komst í hámæli haustið 2007 en nokkru áður hafði hann aflað Sjálfstæðisflokknum 55 milljóna króna styrkjum frá FL Group og Landsbankanum. Þá var greint frá því að Guðlaugur hefði þegið mun hærri styrki frá fyrirtækjum en aðrir frambjóðendur vegna þingkosninganna 2007.

Sumarið 2010 ályktaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins að Guðlaugur Þór ætti að segja af sér vegna hinna háu styrkja frá einkafyrirtækjum. Hann hlýddi ekki kallinu heldur sat áfram á þingi. Guðlaugur Þór lenti í öðru sæti í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 3. september síðastliðinn og hlaut 720 atkvæði Haft var eftir honum í viðtali við RÚV að hann vildi verða ráðherra í næstu ríkisstjórn. 

„Hvað næst ISIS?“

Guðlaugur Þór er ekki sá fyrsti sem sakar Evu Joly um öfgar. Þegar Kastljós tók viðtal við hana í fyrra tjáði Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sig á Facebook. „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ skrifaði hann. 

Eva Joly starfaði sem rannsóknardómari í Frakklandi um árabil en hefur verið fulltrúi franskra græningja á Evrópuþinginu frá árinu 2009. Nú situr hún í svokallaðri Panamaskjalanefnd sem tók nýlega til starfa.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði lítið úr Evu Joly í sjónvarpsumræðum á Stöð 2 á dögunum þegar Jón Þór Ólafsson, frambjóðandi Pírata, sagði hana tilbúna að aðstoða Íslendinga við að uppræta spillingu. „Þetta er konan sem fékk 1 prósent í Frakklandi,“ sagði þá Bjarni og vísaði til ósigurs hennar í forsetakosningunum í Frakklandi árið 2012 þegar hún bauð sig fram sem forsetaefni Evrópugræningja þar í landi. 

„Hvað gengur fjölmiðlamönnum til með umfjöllun rétt fyrir kosningar um löngu liðna atburði sem búið er að rannsaka fram og til baka? Þeir eru farnir að hegða sé eins og helstu skítadreifarar samfélagsmiðlanna með dylgjur um svik og óheiðarleika pólitískra andstæðinga sinna. Þeir Illugi og Gunnar Smári eru engu betri en vinur þeirra Donald Trump,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður og þingframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Facebook.

Þá kallar hann Ríkisútvarpið stjórnmálahreyfingu: „Skemmtileg þessi nýja stjórnmálahreyfing i Efstaleitinu. Kom á framfæri við okkur boðskap gamals vinstri róttæklings, sem fékk rúmlega 1% fylgi í frönsku forsetakosningunum, um að kjósa ekki núverandi stjórnarflokka. Síðan taldi nýja stjórnmálahreyfingin rétt að koma á framfæri við okkur eldgömlum upplýsingum úr Seðlabankanum ef við skyldum gleyma hverjir bæru nú ábyrgð á fjármálakreppu heimsins.“ 

Í umfjöllun Kastljóss í síðustu viku var greint frá vitnaskýrslu sem hefur að geyma nýjar vísbendingar um að Davíð og Geir hafi vitað fyrirfram að 77,5 milljarða lán Seðlabankans til Kaupþings myndi ekki fást endurgreitt. Sem kunnugt er tapaði ríkissjóður um 35 milljörðum á láninu. Þá var einnig greint frá því í Kastljósi að Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands, hefði gengist við því að hafa brotið trúnað þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda setningar neyðarlaganna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár