Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útgerðin styrkti Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn um 50 milljónir á síðasta kjörtímabili

Hand­haf­ar fisk­veiðikvóta styrktu stjórn­mála­flokka um rúm­ar 16 millj­ón­ir fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2016 þeg­ar mik­il og há­vær um­ræða stóð yf­ir um upp­boð fisk­veiði­heim­ilda og gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi.

Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem fékk veglegustu styrkina frá handhöfum fiskveiðikvóta í aðdraganda Alþingiskosninganna 2016. Þetta má lesa úr útdráttum úr ársreikningum stjórnmálaflokka sem Ríkisendurskoðun birti í dag. 

Alls styrktu kvótahafar stjórnmálaflokka um rúmar 16 milljónir árið 2016, en mikil og hávær umræða stóð þá yfir um uppboð fiskveiðiheimilda og gjaldtöku í sjávarútvegi.

Aðeins tveir stjórnmálaflokkar töluðu gegn hvers kyns hugmyndum um uppboð fiskveiðiheimilda fyrir síðustu þingkosningar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Sömu tveir flokkarnir fengu hæstu styrkina frá þeim fyrirtækjum sem hafa yfir fiskveiðiheimildum að ráða þetta ár. 

Hér má sjá yfirlit yfir fjárstyrki útgerðarfélaga til stjórnmálaflokka árið 2016:

Fyrirtæki Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Viðreisn Samtals
Brim hf 400.000 400.000 400.000 400.000 400.000 2.000.000
Geir ehf     100.000     100.000
Gjögur hf 300.000 400.000       700.000
Guðmundur Runólfsson hf 400.000         400.000
Gullberg ehf 250.000 100.000   250.000   600.000
Gunnvör hf   300.000       300.000
HB Grandi hf 400.000 400.000 400.000 400.000 400.000 2.000.000
Hraðfrystihús Hellissands hf 200.000         200.000
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 400.000         400.000
Hvalur hf 400.000 400.000       800.000
Ísfélag Vestmannaeyja hf 400.000 400.000       800.000
Kaupfélag Skagfirðinga 250.000   250.000     500.000
Loðnuvinnslan hf   400.000 400.000 400.000   1.200.000
Oddi hf 50.000         50.000
Ögurvík ehf 300.000         300.000
Rammi hf 400.000   100.000     500.000
Saltver ehf 400.000         400.000
Samherji Ísland ehf 400.000 400.000 400.000     1.200.000
Síldarvinnslan hf 400.000 400.000   400.000   1.200.000
Skinney-Þinganes hf 350.000 400.000       750.000
Soffanías Cecilsson hf 25.000         25.000
Vinnslustöðin hf 200.000         200.000
Vísir hf 400.000 400.000       800.000
Þorbjörn hf 400.000 400.000       800.000
Þórsnes ehf 100.000         100.000
Samtals: 6.825.000 4.800.000 2.050.000 1.850.000 800.000 16.325.000

 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 6,8 milljónir frá kvótahöfum sem er litlu hærri upphæð en árið á undan. Alls hafa handhafar fiskveiðikvóta þannig styrkt flokkinn um 27 milljónir frá árinu 2013. 

Framsóknarflokkurinn fékk 4,8 milljónir og hefur samtals fengið 22,3 milljóna styrki frá kvótahöfum frá 2013. Hér má sjá yfirlit yfir styrki útgerðarfélaga til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á árunum sem flokkarnir sátu í ríkisstjórn, 2013 til 2016.

Framlög kvótahafa til Sjálfstæðisflokksins frá 2013:

Fyrirtæki 2013 2014 2015 2016 Samtals
Auðbjörg ehf 100.000       100.000
Bárður SH 81 ehf   10.000     10.000
Bergur ehf 50.000 250.000     300.000
Brim hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Bylgja ehf 50.000 50.000     100.000
Dala-Rafn ehf 50.000 100.000     150.000
Einhamar Seafood ehf 200.000       200.000
Eskja hf 400.000       400.000
Frár ehf 50.000 50.000     100.000
Frosti 20.000       20.000
Gjögur hf 400.000 400.000 400.000 300.000 1.500.000
GPG Seafood ehf 100.000       100.000
Guðmundur Runólfsson hf 400.000 300.000   400.000 1.100.000
Gullberg ehf 200.000   250.000 250.000 700.000
HB Grandi hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Hraðfrystihús Hellissands hf 200.000 200.000 200.000 200.000 800.000
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Huginn ehf 400.000 250.000     650.000
Hvalur hf   400.000 400.000 400.000 1.200.000
Ísfélag Vestmannaeyja hf 400.000 300.000 400.000 400.000 1.500.000
Kaupfélag Skagfirðinga 200.000 200.000 350.000 250.000 1.000.000
KG Fiskverkun ehf   200.000 200.000   400.000
Narfi ehf   50.000     50.000
Nesver   10.000     10.000
Oddi hf 50.000 50.000 50.000 50.000 200.000
Ós ehf 100.000 80.000     180.000
Rammi hf 400.000   400.000 400.000 1.200.000
Runólfur Hallfreðsson ehf 30.000       30.000
Saltver ehf   300.000   400.000 700.000
Samherji Ísland ehf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Síldarvinnslan hf 200.000   400.000 400.000 1.000.000
Skinney-Þinganes hf 150.000 150.000 150.000 350.000 800.000
Soffanías Cecilsson hf 100.000 200.000 25.000 25.000 350.000
Stálskip ehf 150.000       150.000
Stormur Seafood ehf   100.000     100.000
Vinnslustöðin hf 400.000 400.000 200.000 200.000 1.200.000
Vísir hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Þorbjörn hf   400.000 300.000 400.000 1.100.000
Þórsnes ehf   100.000 100.000 100.000 300.000
Ögurvík hf 300.000 300.000 300.000 300.000 1.200.000
Samtals 7.100.000 6.850.000 6.125.000 6.825.000 26.900.000

Framlög kvótahafa til Framsóknarflokksins frá 2013:

Fyrirtæki 2013 2014 2015 2016 Samtals
Auðbjörg ehf 50.000       50.000
Brim hf 400.000 400.000   400.000 1.200.000
Einhamar Seafood ehf 400.000 300.000     700.000
Eskja hf 400.000       400.000
G.P.G. Fiskverkun ehf   200.000     200.000
Gjögur hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Guðmundur Runólfsson   50.000     50.000
Gullberg ehf       100.000 100.000
Hampiðjan hf   200.000 200.000   400.000
HB Grandi hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf   400.000 400.000 300.000 1.100.000
Huginn ehf 100.000 50.000     150.000
Hvalur hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Ísfélag Vestmannaeyja hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Jakob Valgeir ehf 100.000       100.000
Kaupfélag Skagfirðinga   400.000 400.000   800.000
Loðnuvinnslan hf 400.000 200.000   400.000 1.000.000
Marver ehf 87.750       87.750
Nesfiskur ehf 300.000       300.000
Ögurvík hf 300.000 150.000 100.000   550.000
Ós ehf 30.000       30.000
Rammi hf 100.000 250.000     350.000
Salting ehf 100.000       100.000
Samherji Ísland ehf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Sigurbjörg ehf 100.000       100.000
Síldarvinnslan hf 200.000     400.000 600.000
Skarfaklettur ehf 50.000       50.000
Skinney-Þinganes hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Soffanías Cecilsson hf 15.000       15.000
Stakkavík ehf 250.000       250.000
Vinnslustöðin hf 400.000 400.000 400.000   1.200.000
Vísir hf   400.000 400.000 400.000 1.200.000
Þorbjörn hf 400.000 400.000 400.000 400.000 1.600.000
Samtals 6.582.750 6.200.000 4.700.000 4.800.000 22.282.750

Lækkuðu veiðigjöldin og fengu 50
milljóna fjárstyrki frá útgerðinni

Styrkveitingar útgerðarfyrirtækjanna til umræddra flokka eru ekki nýjar af nálinni. Á árunum 2008 til 2011 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn rúmlega tífalt hærri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir flokkar til samans. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá 23 milljónir og Framsóknarflokkurinn 11 milljónir, en á sama tímabili beittu flokkarnir sér af hörku gegn því að hróflað yrði við íslensku fiskveiðistjórnunarkerfi og gjaldtöku í sjávarútvegi. Þetta birtist í eindreginni andstöðu við upphafleg áform vinstristjórnarinnar um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda, upptöku sérstaks veiðigjalds og stjórnarskrárbreytingarnar sem miðuðu m.a. að lögfestingu þjóðareignarákvæðis um auðlindir.

Frá 2013, árinu sem flokkarnir settust saman í ríkisstjórn, hafa flokkarnir fengið tæplega 49 milljóna fjárstuðning frá handhöfum fiskveiðikvóta. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar sem tók við völdum árið 2013 var að breyta og lækka sérstaka veiðigjaldið og létta þannig um 40 milljarða króna fjárhagsbyrðum af útgerðinni yfir kjörtímabilið. Ríkisstjórnin vann einnig að lagabreytingum þar sem til stóð að gera langtímasamninga við handhafa kvótans og úthluta tíu stórum útgerðarfyrirtækjum 90 prósent alls makrílkvóta til sex ára án endurgjalds, en málin fengu ekki framgöngu á þinginu.

2 milljónir til Vinstri grænna

Eins og Stundin hefur áður greint frá fengu Vinstri græn 2 milljónir frá útgerðarfélögum í fyrra, sem er miklu hærri upphæð en flokkurinn fékk árin á undan, og Viðreisn aðeins 800 þúsund krónur.

Í gögnunum sem birtust á vef Ríkisendurskoðunar í dag kemur fram að Samfylkingin fékk 1,8 milljónir frá kvótahöfum en Píratar og Björt framtíð ekki neitt. Hér má sjá yfirlit yfir heildarframlög einstaklinga (þ.m.t. félagsgjöld) og lögaðila til stjórnmálaflokka í fyrra. 

Flokkur Framlög einstaklinga Framlög lögaðila
Þar af handhafar kvóta
Sjálfstæðisflokkurinn 41.349.181 19.190.000 6.825.000
Framsóknarflokkurinn 11.285.229 13.760.000 4.800.000
Vinstri græn 11.981.020 6.740.000 2.050.000
Samfylkingin 12.983.884 7.425.000 1.850.000
Viðreisn 10.339.500 16.438.600 800.000
Píratar 8.343.986 448.960 0
Björt framtíð 1.536.594 0 0
Flokkur fólksins 1.164.000 0 0
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár