Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómsmálaráðherra segir Fréttablaðið óumhverfisvænt

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra svar­ar gagn­rýni á við­horf sitt til um­hverf­is­mála með gagn­rýni á fríblöð fyr­ir að vera óum­hverf­i­s­væn.

Dómsmálaráðherra segir Fréttablaðið óumhverfisvænt
Sigríður Á. Andersen Svarar gagnrýni með gagnrýni á pappírsnotkun. Mynd: xd.is

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gagnrýnir fríblöð fyrir að vera óumhverfisvæn í pistli sem ber yfirskriftina „Ég afþakka Fréttablaðið og tunnuna undir það“ sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Pistilinn er svar við pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem skrifaði á mánudaginn um „strútskýringar“ sem „ólíkar aðferðir afneitunarsinna við að stinga höfðinu í sandinn“, þá sérstaklega er varða umhverfismál. Sigríði sagði hann vera: „einn eindregnasta strút landsins.“ Sigríðríður Á. Andersen hefur áður sagt opinberlega að heima hjá henni sé rusl ekki  flokkað og skrifar nú að það sé umhverfisvænna að lesi fréttir á netinu eins og hún sjálf geri. Sigríður skrifar meðal annars:

„En hvort er nú umhverfisvænna? Að lesa Fréttablaðspistla Guðmundar Andra í tölvu eða af pappír? Það er óneitanlega skrítið að maður sem messar yfir öðrum um umhverfismál skuli láta bera greinaskrif sín á innfluttum pappír inn á 80 þúsund heimili sem fæst hafa óskað eftir því. Blaðaskaflarnir liggja í stigagöngum og fylla póstkassa. Hluti viðtakenda gerir ekki annað við blöðin en að „flokka“ þau svo sigla megi með pappann aftur úr landi. Sóunin í þessu er óskapleg,“ skrifar Sigríður. Hún hefur áður svarað því opinberlega að á hennar heimili sé rusl ekki flokkað. Í aðdraganda Alþingiskosninga 2016 var Sigríður spurð í umræðuþætti RÚV um auðlinda- og umhverfismál hvort rusl væri ekki örugglega flokkað á hennar heimili, og svaraði hún „Já, nei, nei.“

Sigríður gagnrýnir Fréttablaðið, Fréttatímann og önnur fríblöð fyrir að vera óumhverfisvæn og skrifar: „Í stað þess að láta flytja til landsins pappír sem unninn var með mikilli fyrirhöfn, aka honum í prentsmiðju, aka prentuðu blaðinu til blaðbera sem ber það heim til mín, flokka blaðið frá öðru sorpi, vera með sérstaka aðstöðu fyrir blaðið innan dyra og sérstaka bláa tunnu undir það utan dyra sem sérstakur 10 tonna sorptrukkur tæmir og ekur til pressunar og böggunar í þungan gám sem settur er um borð í svartolíubrennandi flutningaskip sem flytur það aftur yfir hafið til orkufrekrar endurvinnslu, þá les ég þessi blöð bara á netinu,“ skrifar Sigríður Andersesn.

Lækka skatta á bensín

Sigríður skrifar einnig að skammt dugi að hamast í bílaeigendum þar sem þeir séu aðeins með 4% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á Íslandi. Sigríður segist vilja lækka skatta á bensín þar sem fráleitt sé að skattleggja bensínbíla meira en díselbíla þar sem útblástur díselbíla sé skaðlegri. Hún gagnrýnir „vinstri stjórn Guðmundar Andra“ fyrir að setja lög um að „blanda þurfi svokölluðu lífeldsneyti í hefðbundið eldsneyti“ og skrifar: „Hvers vegna vill Guðmundur Andri frekar brenna þessum matvælum í bílnum sínum hér á Íslandi en að þau endi á diski einhvers sem þarf nauðsynlega á næringunni að halda? Hvers vegna er Guðmundur Andri fylgjandi slíkri matarsóun?“

Sigríður þvertekur fyrir að hún haldi því fram að hlýnun jarðar sé ekki á mannavöldum og skrifar: „Lætur hann jafnvel að því liggja að ég haldi því fram að hitastig fari ekki hækkandi. Ekkert í mínum skrifum eða ræðum gefur tilefni til þess.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár