Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dómsmálaráðherra segir Fréttablaðið óumhverfisvænt

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra svar­ar gagn­rýni á við­horf sitt til um­hverf­is­mála með gagn­rýni á fríblöð fyr­ir að vera óum­hverf­i­s­væn.

Dómsmálaráðherra segir Fréttablaðið óumhverfisvænt
Sigríður Á. Andersen Svarar gagnrýni með gagnrýni á pappírsnotkun. Mynd: xd.is

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gagnrýnir fríblöð fyrir að vera óumhverfisvæn í pistli sem ber yfirskriftina „Ég afþakka Fréttablaðið og tunnuna undir það“ sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Pistilinn er svar við pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem skrifaði á mánudaginn um „strútskýringar“ sem „ólíkar aðferðir afneitunarsinna við að stinga höfðinu í sandinn“, þá sérstaklega er varða umhverfismál. Sigríði sagði hann vera: „einn eindregnasta strút landsins.“ Sigríðríður Á. Andersen hefur áður sagt opinberlega að heima hjá henni sé rusl ekki  flokkað og skrifar nú að það sé umhverfisvænna að lesi fréttir á netinu eins og hún sjálf geri. Sigríður skrifar meðal annars:

„En hvort er nú umhverfisvænna? Að lesa Fréttablaðspistla Guðmundar Andra í tölvu eða af pappír? Það er óneitanlega skrítið að maður sem messar yfir öðrum um umhverfismál skuli láta bera greinaskrif sín á innfluttum pappír inn á 80 þúsund heimili sem fæst hafa óskað eftir því. Blaðaskaflarnir liggja í stigagöngum og fylla póstkassa. Hluti viðtakenda gerir ekki annað við blöðin en að „flokka“ þau svo sigla megi með pappann aftur úr landi. Sóunin í þessu er óskapleg,“ skrifar Sigríður. Hún hefur áður svarað því opinberlega að á hennar heimili sé rusl ekki flokkað. Í aðdraganda Alþingiskosninga 2016 var Sigríður spurð í umræðuþætti RÚV um auðlinda- og umhverfismál hvort rusl væri ekki örugglega flokkað á hennar heimili, og svaraði hún „Já, nei, nei.“

Sigríður gagnrýnir Fréttablaðið, Fréttatímann og önnur fríblöð fyrir að vera óumhverfisvæn og skrifar: „Í stað þess að láta flytja til landsins pappír sem unninn var með mikilli fyrirhöfn, aka honum í prentsmiðju, aka prentuðu blaðinu til blaðbera sem ber það heim til mín, flokka blaðið frá öðru sorpi, vera með sérstaka aðstöðu fyrir blaðið innan dyra og sérstaka bláa tunnu undir það utan dyra sem sérstakur 10 tonna sorptrukkur tæmir og ekur til pressunar og böggunar í þungan gám sem settur er um borð í svartolíubrennandi flutningaskip sem flytur það aftur yfir hafið til orkufrekrar endurvinnslu, þá les ég þessi blöð bara á netinu,“ skrifar Sigríður Andersesn.

Lækka skatta á bensín

Sigríður skrifar einnig að skammt dugi að hamast í bílaeigendum þar sem þeir séu aðeins með 4% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á Íslandi. Sigríður segist vilja lækka skatta á bensín þar sem fráleitt sé að skattleggja bensínbíla meira en díselbíla þar sem útblástur díselbíla sé skaðlegri. Hún gagnrýnir „vinstri stjórn Guðmundar Andra“ fyrir að setja lög um að „blanda þurfi svokölluðu lífeldsneyti í hefðbundið eldsneyti“ og skrifar: „Hvers vegna vill Guðmundur Andri frekar brenna þessum matvælum í bílnum sínum hér á Íslandi en að þau endi á diski einhvers sem þarf nauðsynlega á næringunni að halda? Hvers vegna er Guðmundur Andri fylgjandi slíkri matarsóun?“

Sigríður þvertekur fyrir að hún haldi því fram að hlýnun jarðar sé ekki á mannavöldum og skrifar: „Lætur hann jafnvel að því liggja að ég haldi því fram að hitastig fari ekki hækkandi. Ekkert í mínum skrifum eða ræðum gefur tilefni til þess.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár