Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur hló að spurningu fréttamanns: „Láttu ekki svona“

For­sæt­is­ráð­herra vill hvorki svara spurn­ing­um fjöl­miðla né þing­manna um mál­efni af­l­ands­fé­lags­ins sem átti kröfu í þrota­bú föllnu bank­anna.

Sigmundur hló að spurningu fréttamanns: „Láttu ekki svona“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vill ekki ræða um málefni aflandsfélagsins Wintris á Alþingi. Þá hefur hann ekki viljað svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Líkt og fram kom í vikunni átti félagið, sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar, hundruð milljóna kröfur í þrotabú föllnu bankanna. Sem kunnugt er lék Sigmundur lykilhlutverk í aðgerðum ríkisstjórnarinnar er sneru að þrotabúunum og kröfuhöfum þeirra.

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í morgun var spiluð upptaka af tilraun fréttamanns til að ræða við Sigmund um málið eftir þingfund í gærkvöldi. „Sigmundur, viltu ræða við okkur um þetta félag?“ spurði fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson. Sigmundur brást við hlæjandi og sagði: „Láttu ekki svona.“ Aðspurður hvers vegna hann vildi ekki svara spurningum um málið sagði Sigmundur: „Eins og ég er búinn að segja ykkur þá er ég ekki að svara fyrir fjármál eiginkonu minnar frekar en aðrir þingmenn um fjármál þeirra maka.“ Í kjölfarið mátti heyra Sigmund loka dyrum á eftir sér.

Forsætisráðherra birti pistil um eiginkonu sína á vefsíðu sinni í gær. Þar kom meðal annars fram að í aðdraganda þingkosninganna 2013 hefði Sigmundur íhugað að upplýsa um kröfu Önnu Sigurlaugar í þrotabúin, en hætt við. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Wintris-málið

Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög
FréttirWintris-málið

Leyndu til­vist Wintris og greiddu ekki skatta í sam­ræmi við lög

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og eig­in­kona hans við­ur­kenndu í bréfi til rík­is­skatt­stjóra að hugs­an­lega hefðu þau ekki far­ið að regl­um með því að skila ekki CFC-skýrsl­um. Þurftu að láta leið­rétta skatt­fram­töl mörg ár aft­ur í tím­ann. Út­svar, auð­legð­ar­skatt­ur og tekju­skatt­ur var endurákvarð­að­ur.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár