Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur Davíð á afmæli: Nýtur dagsins í Kaupmannahöfn

For­sæt­is­ráð­herra er fer­tug­ur í dag. Í róm­an­tískri ferð með eig­in­kon­unni í til­efni dags­ins.

Sigmundur Davíð á afmæli: Nýtur dagsins í Kaupmannahöfn
Í rómantískri ferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ver afmælisdeginum í Kaupmannahöfn með eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er fertugur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, mun hann verja deginum með eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, í rómantískri ferð í Kaupmannahöfn. „Þau ætla að hafa það gott saman á afmælisdaginn,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Stundina. Aðspurður hvort það væri einhver möguleiki á að ná tali af forsætisráðherra í dag segir Jóhannes Þór léttur í bragði: „Ég á ekki einu sinni von á að ég nái í hann í dag. Ég held hann beini öllum símtölum yfir á mig og reyni að njóta dagsins. Ég vona allavega að hann eigi góðan dag.“

Sigmundur Davíð er yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Hann var aðeins 38 ára þegar hann tók við embætti í kjölfar kosningasigurs Framsóknarflokksins í apríl 2013. Fyrir lýðveldistökuna 1944 voru tveir yngri forsætisráðherrar.

Yngstu forsætisráðherrar Íslands

1.    Hermann Jónasson 37 ára,  Framsóknarflokkurinn
2.    Ásgeir Ásgeirsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
3.    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
4.    Tryggvi Þórhallsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
5.    Þorsteinn Pálsson, 39 ára, Sjálfstæðisflokkurinn

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár