Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur Davíð á afmæli: Nýtur dagsins í Kaupmannahöfn

For­sæt­is­ráð­herra er fer­tug­ur í dag. Í róm­an­tískri ferð með eig­in­kon­unni í til­efni dags­ins.

Sigmundur Davíð á afmæli: Nýtur dagsins í Kaupmannahöfn
Í rómantískri ferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ver afmælisdeginum í Kaupmannahöfn með eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er fertugur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, mun hann verja deginum með eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, í rómantískri ferð í Kaupmannahöfn. „Þau ætla að hafa það gott saman á afmælisdaginn,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Stundina. Aðspurður hvort það væri einhver möguleiki á að ná tali af forsætisráðherra í dag segir Jóhannes Þór léttur í bragði: „Ég á ekki einu sinni von á að ég nái í hann í dag. Ég held hann beini öllum símtölum yfir á mig og reyni að njóta dagsins. Ég vona allavega að hann eigi góðan dag.“

Sigmundur Davíð er yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Hann var aðeins 38 ára þegar hann tók við embætti í kjölfar kosningasigurs Framsóknarflokksins í apríl 2013. Fyrir lýðveldistökuna 1944 voru tveir yngri forsætisráðherrar.

Yngstu forsætisráðherrar Íslands

1.    Hermann Jónasson 37 ára,  Framsóknarflokkurinn
2.    Ásgeir Ásgeirsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
3.    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
4.    Tryggvi Þórhallsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
5.    Þorsteinn Pálsson, 39 ára, Sjálfstæðisflokkurinn

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár