Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er fertugur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, mun hann verja deginum með eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, í rómantískri ferð í Kaupmannahöfn. „Þau ætla að hafa það gott saman á afmælisdaginn,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Stundina. Aðspurður hvort það væri einhver möguleiki á að ná tali af forsætisráðherra í dag segir Jóhannes Þór léttur í bragði: „Ég á ekki einu sinni von á að ég nái í hann í dag. Ég held hann beini öllum símtölum yfir á mig og reyni að njóta dagsins. Ég vona allavega að hann eigi góðan dag.“
Sigmundur Davíð er yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Hann var aðeins 38 ára þegar hann tók við embætti í kjölfar kosningasigurs Framsóknarflokksins í apríl 2013. Fyrir lýðveldistökuna 1944 voru tveir yngri forsætisráðherrar.
Yngstu forsætisráðherrar Íslands
1. Hermann Jónasson 37 ára, Framsóknarflokkurinn
2. Ásgeir Ásgeirsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
4. Tryggvi Þórhallsson, 38 ára, Framsóknarflokkurinn
5. Þorsteinn Pálsson, 39 ára, Sjálfstæðisflokkurinn
Athugasemdir