Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“

Greint er frá því að formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, hafi sagt á fundi með flokks­mönn­um í Skaga­firði, að eina leið­in til þess að „drepa sig“ væri ef Fram­sókn­ar­menn sjálf­ir myndu sjá um „af­tök­una“.

Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
Sigmundur Davíð er stóryrtur, ef eitthvað er að marka pistil á Pressunni Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, uppnefndi andstæðinga sína „skíthæla“ á fundi með framsóknarmönnum í Skagafirði á dögunum. Þetta kemur fram í dálknum Orðið á götunni á Eyjunni.is, sem er í eigu vinar Sigmundar, sem ber heitið „Nótt hinna löngu hnífa?“

Þar kemur fram að Sigmundur hafi verið spurður að því á fundinum hvort hann hefði ekki hugleitt að hætta og var svar hans:

„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“

„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“

Formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar, Jóhannes Björn Þorleifsson, var á fundinum. Þegar blaðamaður bar ummælin undir hann sagði hann: „Þetta var svo sem bara á lokuðum fundi Framsóknarmanna þannig ég vil ekkert tjá mig neitt um það.“ Að því loknu skellti Jóhannes á.

Áður reynst sannspár um gjörðir Sigmundar

Aðaleigendi Eyjunnar er Björn Ingi Hrafnsson, náinn vinur Sigmundar Davíðs. Í Orðinu á götunni var spáð fyrir um að Sigmundur myndi sækjast eftir heimild til þess að rjúfa þing, sem hann gerði, en fyrirætlanir hans fóru út um þúfur þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði honum um heimildina og hélt blaðamannafund um málið.

Sigmundur Davíð og Björn Ingi
Sigmundur Davíð og Björn Ingi í afmæli Sigmundar

Í slúðurdálknum sagði þá frá þessari lausn á vanda Sigmundar: „Einn möguleikinn enn hefur verið nefndur. Hann er sá að forsætisráðherra sprengi allt í loft upp, rjúfi hreinlega þing og boði til kosninga. Fari um landið og skýri sitt mál og ræði árangur ríkisstjórnarinnar. Segi sem svo, að vitaskuld sé þetta mál erfitt og hafi valdið sér skaða, en hann vilji leggja öll spilin á borðið, hvetji aðra til að gera slíkt sama og leggi verk sín óhræddur í dóm kjósenda.“

Aftökusveitin

Nokkrir aðilar innan Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt formanninn og kallað eftir nýrri forystu. Höskuldur Þórhallsson sækist til dæmis eftir fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í haust. Hann hefur jafnframt skorað á Sigurð Inga Jóhansson, forsætisráðherra og varaformann flokksins, til þess að gefa kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. Sigurður sé „ótvírætt best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi þingkosningum,“ segir Höskuldur. 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, virðist einnig vilja sjá formannsskipti eiga sér stað. Í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagði hann engann mann vera stærri en flokkinn og að Panama hneyksli formannsins gæti yfirskyggt kosningabaráttuna: „Nú finn ég að þó að mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð, óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum.“

Guðni virðist svo vera með ákveðinn mann í huga til þess að taka við formannsembættinu: „Sigurður Ingi hefur staðið sig mjög vel. Hann tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður í byrjun apríl en hefur staðið sig frábærlega og haldið vel um málin síðan. Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og getað talað við alla, þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert.“

Svein­björn Eyj­ólfs­son, for­stöðumaður nauta­stöðvar Bænda­sam­taka Íslands, hefur svo gefið kost á sér til embætt­is for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann hefur jafnframt sagt að ef einhver annar sem kalla mætti „öfl­ugri fram­bjóðanda“ færi fram, „þá mun ég nú mjög fljót­lega draga mig í hlé.“  

Ekki náðist samband við Þorleif Karl Eggertsson, formann kjördæmasambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Sigmund Davíð Gunnlaugsson eða Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann hans, við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu