Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“

Greint er frá því að formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, hafi sagt á fundi með flokks­mönn­um í Skaga­firði, að eina leið­in til þess að „drepa sig“ væri ef Fram­sókn­ar­menn sjálf­ir myndu sjá um „af­tök­una“.

Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
Sigmundur Davíð er stóryrtur, ef eitthvað er að marka pistil á Pressunni Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, uppnefndi andstæðinga sína „skíthæla“ á fundi með framsóknarmönnum í Skagafirði á dögunum. Þetta kemur fram í dálknum Orðið á götunni á Eyjunni.is, sem er í eigu vinar Sigmundar, sem ber heitið „Nótt hinna löngu hnífa?“

Þar kemur fram að Sigmundur hafi verið spurður að því á fundinum hvort hann hefði ekki hugleitt að hætta og var svar hans:

„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“

„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“

Formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar, Jóhannes Björn Þorleifsson, var á fundinum. Þegar blaðamaður bar ummælin undir hann sagði hann: „Þetta var svo sem bara á lokuðum fundi Framsóknarmanna þannig ég vil ekkert tjá mig neitt um það.“ Að því loknu skellti Jóhannes á.

Áður reynst sannspár um gjörðir Sigmundar

Aðaleigendi Eyjunnar er Björn Ingi Hrafnsson, náinn vinur Sigmundar Davíðs. Í Orðinu á götunni var spáð fyrir um að Sigmundur myndi sækjast eftir heimild til þess að rjúfa þing, sem hann gerði, en fyrirætlanir hans fóru út um þúfur þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði honum um heimildina og hélt blaðamannafund um málið.

Sigmundur Davíð og Björn Ingi
Sigmundur Davíð og Björn Ingi í afmæli Sigmundar

Í slúðurdálknum sagði þá frá þessari lausn á vanda Sigmundar: „Einn möguleikinn enn hefur verið nefndur. Hann er sá að forsætisráðherra sprengi allt í loft upp, rjúfi hreinlega þing og boði til kosninga. Fari um landið og skýri sitt mál og ræði árangur ríkisstjórnarinnar. Segi sem svo, að vitaskuld sé þetta mál erfitt og hafi valdið sér skaða, en hann vilji leggja öll spilin á borðið, hvetji aðra til að gera slíkt sama og leggi verk sín óhræddur í dóm kjósenda.“

Aftökusveitin

Nokkrir aðilar innan Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt formanninn og kallað eftir nýrri forystu. Höskuldur Þórhallsson sækist til dæmis eftir fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í haust. Hann hefur jafnframt skorað á Sigurð Inga Jóhansson, forsætisráðherra og varaformann flokksins, til þess að gefa kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. Sigurður sé „ótvírætt best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi þingkosningum,“ segir Höskuldur. 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, virðist einnig vilja sjá formannsskipti eiga sér stað. Í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagði hann engann mann vera stærri en flokkinn og að Panama hneyksli formannsins gæti yfirskyggt kosningabaráttuna: „Nú finn ég að þó að mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð, óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum.“

Guðni virðist svo vera með ákveðinn mann í huga til þess að taka við formannsembættinu: „Sigurður Ingi hefur staðið sig mjög vel. Hann tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður í byrjun apríl en hefur staðið sig frábærlega og haldið vel um málin síðan. Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og getað talað við alla, þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert.“

Svein­björn Eyj­ólfs­son, for­stöðumaður nauta­stöðvar Bænda­sam­taka Íslands, hefur svo gefið kost á sér til embætt­is for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann hefur jafnframt sagt að ef einhver annar sem kalla mætti „öfl­ugri fram­bjóðanda“ færi fram, „þá mun ég nú mjög fljót­lega draga mig í hlé.“  

Ekki náðist samband við Þorleif Karl Eggertsson, formann kjördæmasambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Sigmund Davíð Gunnlaugsson eða Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann hans, við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár