Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“

Greint er frá því að formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, hafi sagt á fundi með flokks­mönn­um í Skaga­firði, að eina leið­in til þess að „drepa sig“ væri ef Fram­sókn­ar­menn sjálf­ir myndu sjá um „af­tök­una“.

Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
Sigmundur Davíð er stóryrtur, ef eitthvað er að marka pistil á Pressunni Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, uppnefndi andstæðinga sína „skíthæla“ á fundi með framsóknarmönnum í Skagafirði á dögunum. Þetta kemur fram í dálknum Orðið á götunni á Eyjunni.is, sem er í eigu vinar Sigmundar, sem ber heitið „Nótt hinna löngu hnífa?“

Þar kemur fram að Sigmundur hafi verið spurður að því á fundinum hvort hann hefði ekki hugleitt að hætta og var svar hans:

„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“

„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“

Formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar, Jóhannes Björn Þorleifsson, var á fundinum. Þegar blaðamaður bar ummælin undir hann sagði hann: „Þetta var svo sem bara á lokuðum fundi Framsóknarmanna þannig ég vil ekkert tjá mig neitt um það.“ Að því loknu skellti Jóhannes á.

Áður reynst sannspár um gjörðir Sigmundar

Aðaleigendi Eyjunnar er Björn Ingi Hrafnsson, náinn vinur Sigmundar Davíðs. Í Orðinu á götunni var spáð fyrir um að Sigmundur myndi sækjast eftir heimild til þess að rjúfa þing, sem hann gerði, en fyrirætlanir hans fóru út um þúfur þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði honum um heimildina og hélt blaðamannafund um málið.

Sigmundur Davíð og Björn Ingi
Sigmundur Davíð og Björn Ingi í afmæli Sigmundar

Í slúðurdálknum sagði þá frá þessari lausn á vanda Sigmundar: „Einn möguleikinn enn hefur verið nefndur. Hann er sá að forsætisráðherra sprengi allt í loft upp, rjúfi hreinlega þing og boði til kosninga. Fari um landið og skýri sitt mál og ræði árangur ríkisstjórnarinnar. Segi sem svo, að vitaskuld sé þetta mál erfitt og hafi valdið sér skaða, en hann vilji leggja öll spilin á borðið, hvetji aðra til að gera slíkt sama og leggi verk sín óhræddur í dóm kjósenda.“

Aftökusveitin

Nokkrir aðilar innan Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt formanninn og kallað eftir nýrri forystu. Höskuldur Þórhallsson sækist til dæmis eftir fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í haust. Hann hefur jafnframt skorað á Sigurð Inga Jóhansson, forsætisráðherra og varaformann flokksins, til þess að gefa kost á sér til formennsku á komandi flokksþingi. Sigurður sé „ótvírætt best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi þingkosningum,“ segir Höskuldur. 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, virðist einnig vilja sjá formannsskipti eiga sér stað. Í viðtali við Fréttablaðið í vikunni sagði hann engann mann vera stærri en flokkinn og að Panama hneyksli formannsins gæti yfirskyggt kosningabaráttuna: „Nú finn ég að þó að mönnum þyki vænt um Sigmund Davíð, óttast menn að þessi vondu mál sem hann hefur orðið fyrir muni yfirskyggja alla kosningabaráttu og skaða árangur flokksins í kosningunum.“

Guðni virðist svo vera með ákveðinn mann í huga til þess að taka við formannsembættinu: „Sigurður Ingi hefur staðið sig mjög vel. Hann tók við forsætisráðherrastarfinu við mjög erfiðar aðstæður í byrjun apríl en hefur staðið sig frábærlega og haldið vel um málin síðan. Hann sættir öfl, hann friðar þing og róar það niður, hann hefur verið auðmjúkur og getað talað við alla, þannig að hann gerir þetta eins og best verður gert.“

Svein­björn Eyj­ólfs­son, for­stöðumaður nauta­stöðvar Bænda­sam­taka Íslands, hefur svo gefið kost á sér til embætt­is for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann hefur jafnframt sagt að ef einhver annar sem kalla mætti „öfl­ugri fram­bjóðanda“ færi fram, „þá mun ég nú mjög fljót­lega draga mig í hlé.“  

Ekki náðist samband við Þorleif Karl Eggertsson, formann kjördæmasambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Sigmund Davíð Gunnlaugsson eða Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann hans, við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu