Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður Framsóknarflokks: Sigmundur Davíð lagður í einelti

Karl Garð­ar­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að nýju þjóð­fé­lagsum­ræð­unni sé stýrt af hópi ör­fárra manna. Í henni sé Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra lagð­ur í einelti. Sig­mund­ur sagði að rof væri milli skynj­un­ar og veru­leika hjá þjóð­inni.

Þingmaður Framsóknarflokks: Sigmundur Davíð lagður í einelti
Ósáttur við umræðu um sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ítrekað kvartað undan umræðunni um sig og Framsóknarflokkinn. Skömmu eftir að hann varð forsætisráðherra skrifaði hann greinina „fyrstu mánuðir loftárása“ um gagnrýnina. Mynd: AFP

Karl Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi fréttamaður, segir að á Íslandi eigi hin nýja þjóðfélagsumræða sér stað á internetinu sem „lýtur stjórn örfárra einstaklinga“. 

Að mati Karls er formaður flokks hans, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, fórnarlamb í þeirri umræðu. „Þessa dagana þykir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera tilvalið skotmark. Þegar hann er annars vegar er allt  leyfilegt og oftar er ekki er ráðist að honum persónulega. Ráðherrar þurfa vissulega að geta tekið gagnrýni, en hún þarf að vera heiðarleg og málefnaleg.  Og hún á síst að öllu að beinast að persónu viðkomandi,“ skrifar Karl um málið á bloggi sínu á Eyjunni.

Sigmundur fái ekki að verja sig

„Pólitískt einelti“
„Pólitískt einelti“ Þingmaður Framsóknarflokksins hefur áhyggjur af nýju þjóðfélagsumræðunni, sem stýrist af fámennum hópi undir áhrifum haturs.

Karl vísar til þess að „í hinni nýju þjóðfélagsumræðu“ séu „menn sakaðir um að vera hörundsárir“ ef þeir „reyna að bera hönd fyrir höfuð sér“. „Þannig er tryggt að hatursumræðan fái að halda áfram og lifi sjálfstæðu lífi. Umræða er góð, gagnrýni er góð en hatur og einelti er engum til góðs. Línan þar á milli getur verið fín – en hún er til. Við erum komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.“

„Við erum komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.“

Þá fullyrðir Karl að allt sé leyfilegt í umræðunni og að aldrei þurfi að færa sönnur á yfirlýsingar. „Í hinni nýju þjóðfélagsumræðu, sem fyrst og fremst á sér stað á internetinu, er allt leyfilegt. Það þarf aldrei að færa sönnur eða standa skil á hástemmdum yfirlýsingum um nafngreinda einstaklinga. Þetta er umræða þar sem illmælgi og hatur ræður ríkjum og pólitískt einelti þykir sjálfsagt.“

Gaf til kynna að skynjun þjóðarinnar væri röng

Sigmundur Davíð uppskar gagnrýni um síðustu helgi þegar hann sagði að skýra mætti stuðningsleysi og vantraust á ríkisstjórn hans og stjórnmálamönnum almennt með „rofi milli raunveruleika og skynjunar“ hjá þjóðinni. Þá deildi hann þeirri skoðun Karls að þeir sem segðu hann ekki geta tekið gagnrýni væru að bregðast óeðlilega við tilsvörum hans. 

„Það er gömul klisja, en reyndar ekki svo gömul. Það var eftir eitthvert skiptið sem að ég benti á rangfærslur hjá tilteknum flokki í stjórnarandstöðunni, þá sendu þau út línu um það að nú skyldu allir tala um að ég væri svo hörundsár, svo ég noti nú sama orð og þau notuðu. Þannig að það birtist varla þingmaður frá Samfylkingunni í fjölmiðlum nokkra daga í röð öðruvísi en að tala um að ég væri svo hörundsár. Þetta er dæmi um svona pólitíska taktík sem er mikið stunduð af ákveðnum aðilum, að setja út einhverja línu sem allir hamast á til að reyna að stimpla hana inn, þessi stimplunarstjórnmál eins og ég kalla það þangað til ég finn betra orð yfir það. Ég hins vegar hafði í því tilviki ekki gert annað en að leiðrétta rangfærslur,“ sagði hann.

Sigmundur oft gagnrýndur

Sigmundur Davíð hefur ítrekað þurft að þola gagnrýni í störfum sínum sem forsætisráðherra. Nýleg könnun MMR leiddi í ljós að einungis 5% þjóðarinnar töldu hann vera í tengslum við þjóðina. Þá hefur fylgi Pírata mælst hærra en ríkisstjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar samanlagt, en það skýrist að hluta af áðurnefndu rofi milli raunveruleika og skynjunar, að mati Sigmundar. „Sérð það náttúrlega á þessum fylgiskönnunum og þessu ótrúlega fylgi sem Píratar fá.“

Fyrir utan að vera gagnrýndur fyrir yfirlýsingar sínar um kjósendur hefur Sigmundur meðal annars mátt þola mótbyr fyrir yfirlýsingar um sálgreiningar og leyniskýrslur kröfuhafa á Íslandi, sníkjudýr í erlendum matvælum sem breyta hegðunum þjóða og fyrir endurteknar yfirlýsingar um gagnrýnendur sína sem „niðurrifsöfl“ sem hann segir að „aðhyllist öfgakennda hugmyndafræði“. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár