Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmaður Framsóknarflokks: Sigmundur Davíð lagður í einelti

Karl Garð­ar­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að nýju þjóð­fé­lagsum­ræð­unni sé stýrt af hópi ör­fárra manna. Í henni sé Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra lagð­ur í einelti. Sig­mund­ur sagði að rof væri milli skynj­un­ar og veru­leika hjá þjóð­inni.

Þingmaður Framsóknarflokks: Sigmundur Davíð lagður í einelti
Ósáttur við umræðu um sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ítrekað kvartað undan umræðunni um sig og Framsóknarflokkinn. Skömmu eftir að hann varð forsætisráðherra skrifaði hann greinina „fyrstu mánuðir loftárása“ um gagnrýnina. Mynd: AFP

Karl Garðarson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi fréttamaður, segir að á Íslandi eigi hin nýja þjóðfélagsumræða sér stað á internetinu sem „lýtur stjórn örfárra einstaklinga“. 

Að mati Karls er formaður flokks hans, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, fórnarlamb í þeirri umræðu. „Þessa dagana þykir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera tilvalið skotmark. Þegar hann er annars vegar er allt  leyfilegt og oftar er ekki er ráðist að honum persónulega. Ráðherrar þurfa vissulega að geta tekið gagnrýni, en hún þarf að vera heiðarleg og málefnaleg.  Og hún á síst að öllu að beinast að persónu viðkomandi,“ skrifar Karl um málið á bloggi sínu á Eyjunni.

Sigmundur fái ekki að verja sig

„Pólitískt einelti“
„Pólitískt einelti“ Þingmaður Framsóknarflokksins hefur áhyggjur af nýju þjóðfélagsumræðunni, sem stýrist af fámennum hópi undir áhrifum haturs.

Karl vísar til þess að „í hinni nýju þjóðfélagsumræðu“ séu „menn sakaðir um að vera hörundsárir“ ef þeir „reyna að bera hönd fyrir höfuð sér“. „Þannig er tryggt að hatursumræðan fái að halda áfram og lifi sjálfstæðu lífi. Umræða er góð, gagnrýni er góð en hatur og einelti er engum til góðs. Línan þar á milli getur verið fín – en hún er til. Við erum komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.“

„Við erum komin langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.“

Þá fullyrðir Karl að allt sé leyfilegt í umræðunni og að aldrei þurfi að færa sönnur á yfirlýsingar. „Í hinni nýju þjóðfélagsumræðu, sem fyrst og fremst á sér stað á internetinu, er allt leyfilegt. Það þarf aldrei að færa sönnur eða standa skil á hástemmdum yfirlýsingum um nafngreinda einstaklinga. Þetta er umræða þar sem illmælgi og hatur ræður ríkjum og pólitískt einelti þykir sjálfsagt.“

Gaf til kynna að skynjun þjóðarinnar væri röng

Sigmundur Davíð uppskar gagnrýni um síðustu helgi þegar hann sagði að skýra mætti stuðningsleysi og vantraust á ríkisstjórn hans og stjórnmálamönnum almennt með „rofi milli raunveruleika og skynjunar“ hjá þjóðinni. Þá deildi hann þeirri skoðun Karls að þeir sem segðu hann ekki geta tekið gagnrýni væru að bregðast óeðlilega við tilsvörum hans. 

„Það er gömul klisja, en reyndar ekki svo gömul. Það var eftir eitthvert skiptið sem að ég benti á rangfærslur hjá tilteknum flokki í stjórnarandstöðunni, þá sendu þau út línu um það að nú skyldu allir tala um að ég væri svo hörundsár, svo ég noti nú sama orð og þau notuðu. Þannig að það birtist varla þingmaður frá Samfylkingunni í fjölmiðlum nokkra daga í röð öðruvísi en að tala um að ég væri svo hörundsár. Þetta er dæmi um svona pólitíska taktík sem er mikið stunduð af ákveðnum aðilum, að setja út einhverja línu sem allir hamast á til að reyna að stimpla hana inn, þessi stimplunarstjórnmál eins og ég kalla það þangað til ég finn betra orð yfir það. Ég hins vegar hafði í því tilviki ekki gert annað en að leiðrétta rangfærslur,“ sagði hann.

Sigmundur oft gagnrýndur

Sigmundur Davíð hefur ítrekað þurft að þola gagnrýni í störfum sínum sem forsætisráðherra. Nýleg könnun MMR leiddi í ljós að einungis 5% þjóðarinnar töldu hann vera í tengslum við þjóðina. Þá hefur fylgi Pírata mælst hærra en ríkisstjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar samanlagt, en það skýrist að hluta af áðurnefndu rofi milli raunveruleika og skynjunar, að mati Sigmundar. „Sérð það náttúrlega á þessum fylgiskönnunum og þessu ótrúlega fylgi sem Píratar fá.“

Fyrir utan að vera gagnrýndur fyrir yfirlýsingar sínar um kjósendur hefur Sigmundur meðal annars mátt þola mótbyr fyrir yfirlýsingar um sálgreiningar og leyniskýrslur kröfuhafa á Íslandi, sníkjudýr í erlendum matvælum sem breyta hegðunum þjóða og fyrir endurteknar yfirlýsingar um gagnrýnendur sína sem „niðurrifsöfl“ sem hann segir að „aðhyllist öfgakennda hugmyndafræði“. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár