Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fullyrðir að skuldaniðurfellingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar leiði til tekjujöfnunar. Þetta kemur fram í pistli sem birtist í Fréttablaðið í dag um skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Segir Sigmundur að skýrslan sýni svart á hvítu hversu vel hafi takist til við leiðréttinguna.
Þá heldur hann því fram að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna „hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins“ eigi erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir „hinna herskárri“ hafi skrifað um málið á síðunni í gær, en þar beinir forsætisráðherra spjótum sínum að Kolbeini Óttarssyni Proppé og Snærós Sindradóttur, blaðamönnum á Fréttablaðinu. Bæði Kolbeinn og Snærós tóku þátt í stjórnmálastarfi Vinstri grænna á árum áður, en hvorugt þeirra er lengur virkt í stjórnmálastarfi.
Athugasemdir