Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sex sögur af hversdagslegum fordómum: Tengdó hélt að hún væri húshjálpin

Móð­ir kær­ast­ans gerði ráð fyr­ir því að hún væri hús­hjálp, eft­ir hálf­tíma sam­tal spurði vinnu­veit­andi hvort hún tal­aði ekki ís­lensku og í mat­ar­boði var stung­ið upp á því að hún gerð­ist túlk­ur fyr­ir flótta­menn því hún hlyti að hafa ar­ab­ísk­una í blóð­inu, þótt hún hefði aldrei lært tungu­mál­ið. Þór­dís Nadía Semichat seg­ir frá.

Sex sögur af hversdagslegum fordómum: Tengdó hélt að hún væri húshjálpin

Fordómarnir eiga sér ýmsar birtingarmyndir, eins og Þórdís Nadía Semichat, 32 ára íslensk kona hefur fengið að kynnast. Hún er með dökkan húðlit og á íslenska móðir en föður frá Túnis, ólst upp í Breiðholtinu en býr nú í miðbænum og þarf reglulega að svara fyrir það hvaðan hún sé nú raunverulega, hvort faðir hennar sé svartur eða hvernig hann kynntist móður henni, hvort þau séu enn saman og hvar hann búi núna. Að þessu spyr bláókunnugt fólk og Þórdís Nadía veltir því fyrir sér hvort það væri jafn forvitið ef húð hennar væri ljósari. Þá hefur kona henni ókunnug lýst yfir sérstakri aðdáun vegna þess að hún beri ekki slæðu, í ljósi þess að faðir hennar hljóti að krefjast þess, verandi frá Túnis.

Þórdís segir sögu sína í úttekt Stundarinnar á fordómum gagnvart Íslendingum sem eru dökkir yfirlitum og falla ekki að staðalmyndinni. Hér rifjar hún hins vegar upp nokkur dæmi um fordómana sem hafa mætt henni í hversdagslífinu, meðal annars í eldhúsi kærastans.

Hélt hún væri húshjálpin

„Ég var svona nítján ára gömul og var búin að eignast minn fyrsta kærasta,“ segir Þórdís Nadía. „Í eitt skiptið vorum heima hjá honum. Hann bjó heima hjá foreldrum sínum. Ég hafði aldrei hitt foreldra hans. Hann fer í sturtu og ég fer inn í eldhús og er að fá mér kaffi. Svo allt í einu labbar mamma hans inn í eldhúsið. Hún horfir bara á mig og ég bara horfi á hana, og ég segi hæ. Hún svona rétt segir hæ, opnar ísskápinn og nær í eitthvað. Svo bara labbar hún út úr eldhúsinu, sem mér fannst frekar skrýtið af því að það var ókunnug manneskja inni í eldhúsinu hennar og hún sagði ekki neitt. Svo kemur kærastinn minn fyrrverandi úr sturtunni og segir: „Mamma, þetta er Nadía, kærastan mín.“ Þá segir hún: „Nú. Ég hélt að þetta væri bara einhver húshjálp í eldhúsinu að taka til. Þess vegna var ég ekkert að tala við þig. Ég var ekkert viss um að þú talaðir íslensku.““

Með arabísku í genunum

„Einu sinni var ég í matarboði og einn gesturinn spurði hvaðan ertu? Ég sagði að pabbi minn væri frá Túnis og mamma mín íslensk.

„Jaá, ert þú að vinna sem túlkur?“

Ég alveg: „Nei, ég vinn ekki sem túlkur.“

„Já, en ættir þú ekki að gera það?“

„Hvað meinaru, vinna sem túlkur? Þá hvaða tungumál?“

Þá sagði hann: „Af hverju ert þú ekki, það vantar svo mikið af arabískum túlkum. Sem sagt fyrir allt flóttafólkið sem er að koma hingað.“

Og ég var alveg já: „Já, ég bara tala ekki arabísku þannig að ég get ekki unnið sem túlkur.“

Þá segir hann: „Nú ertu ekki bara með þetta í genunum? Getur þú ekki bara samt talað við þau?“

Ég veit það ekki. Mér fannst frekar fyndið að ímynda mér mig vera að vinna sem túlkur hjá Útlendingastofnun og vera bara með arabískuna í genunum en hafa ekki neina kunnáttu.“

Heyrði það á hreimnum

„Ég var að vinna á bar í nokkur ár. Þar lenti ég mjög oft í því að fólk spurði mig hvaðan ég væri. Oftast giskaði það á að ég væri frá Suður-Ameríku eða Portúgal eða eitthvað svoleiðis. Í eitt skiptið kom maður og hann spurði mig:

„Fyrirgefðu ertu arabísk?“ og ég sagði: „Já. Bíddu, hvernig vissir þú það?“ Af því að það voru alltaf allir að giska á eitthvað allt annað.

Hann segir þá við mig: „Já, ég veit það af því að ég heyri það á hreimnum þínum.““

Þú talar alveg íslensku?

„Fyrir nokkrum árum síðan var ég að sækja um vinnu. Ég var í sirka hálftíma viðtali og síðan berst talið að tungumálakunnáttu. Vinnuveitandinn spyr mig, eftir að við vorum búin að tala saman í hálftíma:

„Hvernig er það, þú talar alveg íslensku er það ekki?“

Ég sagði: „Jú, ég tala íslensku.“

„Þú talar alveg íslensku íslensku?“

Þá var hann að reyna að spyrja mig að því hvort íslenska væri mitt fyrsta tungumál eftir að ég var búin að tala við hann í hálftíma.“

Hvaðan ertu?

„Málið er að mér finnst ekkert óþægilegt þegar fólk spyr mig: Hvaðan ertu? En ég velti því stundum fyrir mér af hverju það er að spyrja mig. Hverju skiptir það máli í stóra samhenginu hvaðan ég er? Ef ég vil ekki svara því þá verður fólk oft pirrað. Það verður að vita hvaðan ég er. Ef ég segi því það, og þá er ég að tala um fólk sem er oft ókunnugt, fólk eins og þetta fólk, konan á leikskólanum eða maðurinn á barnum. Ef ég segi þeim hvaðan ég er þá ferð það alltaf að spyrja persónulegra spurninga, eins og: Hvar kynntust mamma þín og pabbi? Eru þau gift? Hvernig komst pabbi þinn til Íslands? Hvar býr pabbi þinn núna? Býr hann á Íslandi eða býr hann í Túnis? Eru mamma þín og pabbi ennþá saman? Og ég velti því stundum fyrir mér, ef ég væri kannski aðeins ljósari á hörund og það sæist ekki á mér að ég væri annars staðar frá, hvort fólk væri endilega að spyrja að þessu, eða hvort það væri yfirhöfuð svona forvitið um hvort foreldrar mínir séu saman eða hvar pabbi minn býr.“

Rosalega ertu djörf

„Einu sinni var ég að vinna á leikskóla. Þá kom móðir að sækja barnið sitt og með henni var vinkona hennar. Á meðan móðirin er að ná í barnið þá kemur vinkonan og spyr: „Fyrirgefðu, hvaðan ertu?“

Ég segi henni hvaðan ég sé. Ég segi henni að pabbi minn sé frá Túnis og að mamma mín sé íslensk.

Þá segir hún við mig: „Já, rosalega ertu djörf.“

Ég var bara bíddu, hvað? „Hvað meinarðu? Er ég djörf?“

„Já, þú náttúrlega gengur ekki með neina slæðu eða neitt þannig, og þú bara greinilega klæðir þig eins og þú vilt, alveg sama hvað pabbi þinn segir.“

Ég sagði: „Bíddu, hvað meinarðu?“

„Já. Af því að þú veist hvernig þessir múslimar eru. Þeir kúga konurnar sínar svo mikið og þvinga þær til að klæðast allskonar fötum og blæjum og einhverju svona sem þær kannski vilja ekkert endilega ganga í.“

Þetta var svo ótrúlega fyndið að ég gat eiginlega ekki sagt neitt. Vinkona hennar, eða móðirin sem var með barnið sitt á leikskólanum, var alveg miður sín og baðst afsökunar á þessum ummælum. En það fyndna við þetta er að fyrir það fyrsta þá er pabbi minn ekki múslimi, og hún spurði mig aldrei að því hvort að pabbi væri múslimi. Í öðru lagi er svolítið fyndið að gera bara ráð fyrir því að þótt hann væri múslimi þá myndi hann bara þvinga mig, fullorðna konu, til að ganga í einhverskonar fötum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár