Árið 1975 var tækni til hraðamælinga skammt á veg komin. Lögreglan hafði þó uppi tilburði þá sem nú til þess að ná peningum af þeim sem brutu reglur um hámarkshraða. Árið 1975 var radartæknin ekki komin og því þurfti að beita öðrum aðferðum til að góma ökufanta eða þá sem fóru of hratt. Lögreglumenn með talstöðvar komu sér fyrir við staði sem líklegt var að brotamenn færu um. Þrjá bíla og sex lögreglumenn þurfti til þess að ná fram mælingu. Lögreglumenn í fyrsta bílnum létu vita í talstöðina þegar líklegur ökufantur ók hjá. Þá fóru í gang þrjár skeiðklukkur. Þegar hinn grunaði kom að seinni lögreglubílnum var aftur kallað í stöðina og klukkurnar stöðvaðar. Svo var reiknað út með hliðsjón af tíma og vegalengd.
Blaðamenn Tímans fengu að vera viðstaddir mælingar við Reykjanesbraut í byrjun desember árið 1975. Afraksturinn birtist á heilsíðu í kostulegri lýsingu. Fyrsti bíllinn sem lendir í klóm mælingarmanna er Moskovits,
Athugasemdir