1. Hann tekur stöðu með flóttamönnum og hafnar þjóðrembu
Þegar kvótaflóttamennirnir frá Sýrlandi komu til landsins á dögunum bauð Guðni þeim beint í heimsókn á Bessastaði. Hann heilsaði öllum með brosi og hlýju. Móttakan var táknræn og með henni tók forsetinn skýra afstöðu gegn þeim sem vilja taka við sem fæstum flóttamönnum og líta á komu þeirra sem vandamál. Í ræðu sinni á þjóðrækniþingi nýverið hafnaði Guðni þjóðrembu og minnti á að hún væri varasamt og hættulegt leiðarljós í samskiptum þjóða. „Þjóðrækni, ræktarsemi við þjóðina, á að vera mótuð af víðsýni og umburðarlyndi og þá er hún alltaf af hinu góða. Andstæða þjóðrækni er þjóðremban, sem felur í sér sjálfsupphafningu, hroka í garð annarra, það að telja suma í fjölskyldu þjóðanna betri en aðra,“ sagði hann meðal annars.
2. Hann tekur afstöðu með mannréttindum
Guðna eru mannréttindi ofarlega í huga. Þegar Donald Trump tók embætti sem forseti Bandaríkjanna …
Athugasemdir