Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Séra Örn Bárður varar við vaxandi áhrifum múslima

Sókn­ar­prest­ur deil­ir áróð­urs­mynd gegn múslim­um á Face­book. Hann tek­ur sér­stak­lega fram að hann ótt­ist ekki flótta­menn held­ur áhrif þeirra á menn­ing­ar­arf Evr­ópu.

Séra Örn Bárður varar við vaxandi áhrifum múslima

Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju og fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, varar við áhrifum múslima á evrópsk samfélög í Facebook-færslu.

Í mynd sem séra Örn Bárður deilir á Facebook-síðu sinni sýnir hann meintan mun á Afganistan ársins 1970 og nútímans. Samanburðurinn sýnir tvær ljósmyndir. Á þeirri fyrri eru íbúar landsins frjálslega klæddir, en á þeirri síðari eru þeir íklæddir búrkum.

Neðsta myndin gefur svo í skyn að Evrópa árið 2050 verði eins og Afganistan í dag. „Hvað bíður Evrópu? Þetta?“ spyr Örn Bárður.

„Þetta er ekki sett á vegginn minn af ótta við flóttamenn“

Í athugasemd við myndina tekur hann sérstaklega fram að hann hræðist ekki flóttamenn heldur ógnina við evrópskan menningararf. „Tek fram að þetta er ekki sett á vegginn minn af ótta við flóttamenn sem við verðum að hjálpa heldur til að minna Evrópubúa á að standa vörð um eigin menningararf,“ skrifar Örn Bárður. Kjarninn greindi fyrst frá deilingu prestsins.

Séra Örn Bárður er í leyfi frá störfum við Neskirkju. Myndinni deilir hann af síðu konu að nafni Daniela Serban. Ef síða hennar er skoðuð má sjá gífurlegt magn af samskonar áróðursmyndum gegn Islam. Í bland við múslímahatur deilir umrædd kona myndum sem lofa Ísrael.

Um síðustu helgi baðst séra Örn Bárður afsökunar á því að líkja guð- og trúleysissamtökunum Vantrú við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þá, líkt og nú, deildi hann færslunni í formi spurningar og spurði hvort  það sé stigs- eða eðlismunur á Vantrú og hryðjuverkasamtökunum ISIS. Á myndinni sést maður, vopnaður hríðskotabyssu og merktur ISIS og Vantrú, skjóta vængjaða kirkjunnar menn í höfuðið. Á myndinni er spurningin: „Stigs- eða eðlismunur?“ 

„Í gær, föstudagskvöldið 28. ágúst, fór ég framúr sjálfum mér, sem ekki verður nánar útskýrt hér, með því að birta ósmekklega teikningu á Facabook. Ég vil biðjast afsökunar á að hafa vegið ómaklega að félögum í Vantrú og öðrum sem kunna að hafa tekið þetta til sín. Mér þykir leitt að hafa látið þetta frá mér fara og bið þolendur að fyrirgefa mér mistökin.“

Örn Bárður er ekki sá eini sem varað hefur verið íslömskum áhrifum á Evrópu og Ísland. Í mars birti Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu, mynd af sér í eins konar búrku og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“

Samkvæmt mannfjöldaspá Pew Research mun hlutfall múslima í Evrópu allri aukast úr 6% í 10% til ársins 2050. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu