Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hafnar ásökunum um vanhæfi: „Persónulegt skítkast“

Fyr­ir­tæki sem Gunn­ar Berg­mann, son­ur Jóns Gunn­ars­son­ar, er í for­svari fyr­ir er eini að­il­inn sem veið­ir hrefn­ur í sum­ar. Reglu­gerð var breytt svo að­eins ör­fá­ir fá leyfi til hrefnu­veiða. Jón vill auka hval­veið­ar. Fyrri fé­lög hafa far­ið í þrot og 35 millj­ón­ir voru af­skrif­að­ar í fyrra.

Hafnar ásökunum um vanhæfi: „Persónulegt skítkast“

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir andstæðinga hvalveiða grípa til persónulegs skítkasts gagnvart sér. Þetta sé merki um málefnaþurrð og rökþrot.

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, hélt því fram í viðtali á Bylgjunni á mánudag að Jón væri vanhæfur til að fjalla um mál er varða hrefnuveiðar vegna fjölskyldutengsla. Er þá vísað til þess að Gunnar Bergmann, sonur Jóns, er framkvæmdastjóri IP-útgerðar ehf sem gerir út skipið Hrafnreyði KÓ-100 til hrefnuveiða á Faxaflóa. Fyrirtækið er það eina sem veiðir hrefnur í sumar en Gunnar hefur haft tekjur af slíkum veiðum um árabil. Hann er í forsvari fyrir Félag hrefnuveiðimanna og er rétthafi léns þess, hrefna.is.

Faðir hans, Jón Gunnarsson, er einn ötulasti talsmaður hvalveiða á Alþingi. Nýverið gagnrýndi hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra harðlega vegna ummæla um að hvalveiðar kynnu að hafa skaðleg áhrif á viðskiptahagsmuni og ímynd Íslands. Þann 24. júlí síðastliðinn sagði Jón í viðtali við fréttastofu RÚV að réttast væri að auka hvalveiðar við Íslandsstrendur. Að sama skapi barðist hann einarðlega fyrir því á síðasta kjörtímabili að hvalveiðar fengju að viðgangast án hindrana.

„Mér finnst mjög orka tvímælis að formaður atvinnuveganefndar, í sambandi við þau tengsl sem hann hefur við hvalveiðarnar á Íslandi – ég er að tala um það að sonur hans er formaður hrefnuveiðimanna, hann er eigandi þessarar hrefnuútgerðar – ég bara spyr, er ekki formaður atvinnuveganefndar bullandi vanhæfur að taka á svona málum?“ sagði formaður Ferðamálasamtakanna í viðtalinu á Bylgjunni.

Í manninn en ekki boltann

Stundin hafði samband við Jón Gunnarsson sem telur að um ómaklegar aðdróttanir sé að ræða. „Það hefur verið reglan hjá honum og fleirum sem tjá sig um þetta sem andstæðingar hvalveiða að reyna að gera fólk tortryggilegt, fara frekar í manninn heldur en boltann,“ segir þingmaðurinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár