Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hafnar ásökunum um vanhæfi: „Persónulegt skítkast“

Fyr­ir­tæki sem Gunn­ar Berg­mann, son­ur Jóns Gunn­ars­son­ar, er í for­svari fyr­ir er eini að­il­inn sem veið­ir hrefn­ur í sum­ar. Reglu­gerð var breytt svo að­eins ör­fá­ir fá leyfi til hrefnu­veiða. Jón vill auka hval­veið­ar. Fyrri fé­lög hafa far­ið í þrot og 35 millj­ón­ir voru af­skrif­að­ar í fyrra.

Hafnar ásökunum um vanhæfi: „Persónulegt skítkast“

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir andstæðinga hvalveiða grípa til persónulegs skítkasts gagnvart sér. Þetta sé merki um málefnaþurrð og rökþrot.

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, hélt því fram í viðtali á Bylgjunni á mánudag að Jón væri vanhæfur til að fjalla um mál er varða hrefnuveiðar vegna fjölskyldutengsla. Er þá vísað til þess að Gunnar Bergmann, sonur Jóns, er framkvæmdastjóri IP-útgerðar ehf sem gerir út skipið Hrafnreyði KÓ-100 til hrefnuveiða á Faxaflóa. Fyrirtækið er það eina sem veiðir hrefnur í sumar en Gunnar hefur haft tekjur af slíkum veiðum um árabil. Hann er í forsvari fyrir Félag hrefnuveiðimanna og er rétthafi léns þess, hrefna.is.

Faðir hans, Jón Gunnarsson, er einn ötulasti talsmaður hvalveiða á Alþingi. Nýverið gagnrýndi hann Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra harðlega vegna ummæla um að hvalveiðar kynnu að hafa skaðleg áhrif á viðskiptahagsmuni og ímynd Íslands. Þann 24. júlí síðastliðinn sagði Jón í viðtali við fréttastofu RÚV að réttast væri að auka hvalveiðar við Íslandsstrendur. Að sama skapi barðist hann einarðlega fyrir því á síðasta kjörtímabili að hvalveiðar fengju að viðgangast án hindrana.

„Mér finnst mjög orka tvímælis að formaður atvinnuveganefndar, í sambandi við þau tengsl sem hann hefur við hvalveiðarnar á Íslandi – ég er að tala um það að sonur hans er formaður hrefnuveiðimanna, hann er eigandi þessarar hrefnuútgerðar – ég bara spyr, er ekki formaður atvinnuveganefndar bullandi vanhæfur að taka á svona málum?“ sagði formaður Ferðamálasamtakanna í viðtalinu á Bylgjunni.

Í manninn en ekki boltann

Stundin hafði samband við Jón Gunnarsson sem telur að um ómaklegar aðdróttanir sé að ræða. „Það hefur verið reglan hjá honum og fleirum sem tjá sig um þetta sem andstæðingar hvalveiða að reyna að gera fólk tortryggilegt, fara frekar í manninn heldur en boltann,“ segir þingmaðurinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu