Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Aðstoðarkona Gunnars Braga: Sögusagnir um framhjáhald birtingarmynd kvenhaturs

Tíma­rit­ið Séð og heyrt full­yrð­ir að Mar­grét Gísla­dótt­ir færð á milli ráðu­neyta að beiðni eig­in­konu ut­an­rík­is­ráð­herra. Mar­grét seg­ir sögu­sagn­ir sem þess­ar ekki myndu eiga sér stað ef hún væri karl­mað­ur.

Aðstoðarkona Gunnars Braga: Sögusagnir um framhjáhald birtingarmynd kvenhaturs

Í nýjasta tölublaði Séð og heyrt er fullyrt að Margrét Gísladóttir, fyrrverandi aðstoðarkona bæði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra hafi verið færð úr utanríkisráðuneytinu yfir í forsætisráðuneytið að beiðni eiginkonu Gunnars Braga. Fram hefur komið að Gunnar Bragi stendur í skilnaði við eiginkonu sína og hefur flutt lögheimili sitt til foreldra sinna í Skagafirði.

Í samtali við Stundina segir Margrét sögusagnir um meint samband sitt við Gunnar Braga Sveinsson einfaldlega birtingarmynd kvenhaturs í samfélaginu. „Þetta er vandræðalegt og ógeðslega kjánalegt. Það myndi enginn segja þessar sögur ef ég væri karlmaður. Ef ég væri karlmaður væri öllum sama. Þetta er ein birtingarmynd þess,“ segir Margrét. 

„Ef ég væri karlmaður væri öllum sama.“

Færð að ósk Sigmundar

Í frásögn á vef Séð og heyrt er boðuð frekari umfjöllun um málið í blaðinu. „Sagt er að Margrét Gísladóttir, fyrrum aðstoðarkona Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem flutt var í forsætisráðuneytið að kröfu eiginkonu ráðherrans sem hann stendur nú í skilnaði við, sé dóttir séra Gísla Guðmundssonar prests í Glæsibæ í Skagafirði.“

Margrét hafnar sögusögnum og fréttaflutningi Séð og heyrt á margvíslegum forsendum. „Samstarf okkar var faglegt, við erum fagfólk,“ segir Margrét, og bætir því að ekkert nema fagleg vinnubrögð hafi ráðið því að hún var færð á milli ráðuneyta, frá utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið. „Ég var færð til að beiðni forsætisráðherra. Ég var bara lánuð. Það var óskað eftir aðstoð minni í forsætisráðuneytinu. Síðan framlengdist það, og ég endaði á því að vera í forsætisráðuneytinu í níu mánuði, fór í lok mars og var út janúar,“ svarar Margrét spurð um hina raunverulega ástæða þess að hún fór á milli ráðuneyta.

Utanríkisráðherra
Utanríkisráðherra Margrét var aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í tæpt ár.

„Ég var færð til að beiðni forsætisráðherra.“

Rangfeðruð

Hvað umfjöllun Séð og heyrt varðar segir Margrét blaðið hafa náð því að fara með fleipur í öðru hverju orði. „Ég var að opna síðuna. Þetta er „hilaríus“, í fyrsta lagi. Þetta er svo mikið kjaftæði að hálfa væri nóg. Þeim tekst að fara rangt með í öðru hverju orði. Í fyrsta lagi er ég frá Glaumbæ, ekki Glæsibæ. Í öðru lagi var ég flutt í forsætisráðuneytið að kröfu utanríkisráðherra. Í þriðja lagi er ég dóttir Gísla Gunnarssonar en ekki Gísla Guðmundssonar. Þar fyrir utan er Gísli Guðmundsson prestur í Glæsibæ í Skagafirði ekki til,“ segir Margrét.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár