Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir að endurkjör Benedikts yrði skólanum til háðungar

Ung­ur list­fræð­inemi gagn­rýn­ir fjár­mála­ráð­herra fyr­ir að vilja gegna for­mennsku í Holl­vina­fé­lagi MR með­an hann sker nið­ur til fram­halds­skóla og býð­ur sig fram á móti hon­um.

Segir að endurkjör Benedikts yrði skólanum til háðungar

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fengið mótframboð til formanns hjá Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. Formannskjörið fer fram næstu helgi, en eins og Stundin greindi frá í síðustu viku sækist Benedikt eftir endurkjöri. Hefur hann gegnt formannshlutverkinu allt frá stofnun félagsins.

Hollvinafélagið hefur gagnrýnt að MR fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“ í fjárlögum, en næsta haust kemur það í hlut Benedikts sjálfs að leggja fram frumvarp til fjárlaga. 

„Það verður að teljast afar óheppilegt að fjármálaráðherra gegni formannshlutverki í hollvinafélagi stofnunar sem hann ákvarðar sjálfur fjárframlög til. Raunar yrði það Menntaskólanum í Reykjavík til háðungar ef sami maður og stendur að stórfelldum niðurskurði til framhaldsskóla yrði áfram andlit hollvinafélags skólans,“ skrifar Hrafnkell Hringur Helgason, listfræðinemi sem býður sig fram til formanns Hollvinafélagsins gegn fjármálaráðherra.

Hrafnkell Hringur sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í kvöld og birti jafnframt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir framboð Benedikts harðlega og tilkynnir um eigið framboð. Hringur segir að sér þyki framboð Benedikts afar „torkennilegt“ og að hann telji sjálfan sig betur til þess fallinn að skapa frið um störf Hollvinafélagsins. Óeðlilegt sé að fjármálaráðherra landsins gegni hlutverkinu.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt Jóhannesson kynnti í byrjun apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Strax á næsta ári mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. 

„Hverju sætir hún, þessi æpandi þögn Hollvinafélags MR um niðurskurð Benedikts til framhaldsskóla?“

„Brátt eru liðnir tveir mánuðir síðan fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar var kynnt almenningi. Stjórnendur framhaldsskóla og framhaldsskólakennarar hafa gert alvarlegar athugasemdir við áætlunina. Hins vegar hefur enn ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR,“ skrifar Hrafnkell Hringur í framboðstilkynningu sinni. „Hverju sætir hún, þessi æpandi þögn Hollvinafélags MR um niðurskurð Benedikts til framhaldsskóla? Getur hugsast að þögnin hafi eitthvað með það að gera að Benedikt er sjálfur formaður Hollvinafélagsins?“

Hrafnkell segir að sem formaður Hollvinafélagsins muni hann leggja höfuðáherslu á að berjast af hörku gegn fjársveltistefnu Benedikts Jóhannessonar. „Ég skora á alla fyrrverandi MR-inga sem eru ósáttir við fjársveltistefnu Benedikts Jóhannessonar að fjölmenna á aðalfund Hollvinafélagsins sem fram fer laugardaginn 27. maí kl. 13.00 í sal Menntaskólans í Reykjavík,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár