Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sautján milljarðar lagðir inn á fólk úr ríkissjóði á föstudaginn

Barna­fólk og fólk með há hús­næð­is­lán, en lág­ar tekj­ur, geta fagn­að á föstu­dag­inn. Skatt­greið­end­ur fá þá end­ur­greidda sautján millj­arða króna vegna of­greiddra skatta, barna­bóta og vaxta­bóta.

Sautján milljarðar lagðir inn á fólk úr ríkissjóði á föstudaginn

Að meðaltali fær hver Íslendingur fimmtíu þúsund krónur í endurgreiðslu frá ríkinu á föstudaginn. Það jafngildir því að hver fjögurra manna fjölskylda fái 200 þúsund krónur. Endurgreiðslan skiptist hins vegar ekki jafnt.

Af 17 milljarða króna endurgreiðslum koma 2,4 milljarðar til barnafjölskyldna, 9,3 milljarðar vegna ofgreidds tekjuskatts og útsvars og 4,3 milljarðar vegna vaxtabóta sem tengjast húsnæðisskuldum.

Greiðslurnar lækka milli ára

Þrátt fyrir háar endurgreiðslur á morgun lækka þær milli ára. 45 þúsund fjölskyldur fá barnabætur, sem er 7,4% fækkun frá síðasta ári. Meðalbæturnar eru 0,5% lægri en í fyrra.

Almennar vaxtabætur, sem koma til vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, lækka um 25% á milli ára. Fjölskyldur sem fá vaxtabætur eru 29 þúsund í ár, sem er fækkun um 21% frá því í fyrra. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins er þetta útskýrt með skuldaleiðréttingunni svokölluðu. „Endurspeglar álagningin betri eiginfjárstöðu heimila. Húsnæðisskuldir heimila hafa lækkað frá árinu 2014 en á árinu 2015 kom til framkvæmda niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána að fjárhæð 80 ma.kr. auk þess sem inngreiðsla séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán nam rúmlega 13 ma.kr. á árinu.“

Fram kemur að skuldir heimilanna drógust saman um 2,7% milli ára og skuldir vegna íbúðarkaupa um 3%. 

Heildarfjárhæð endurgreiðslna úr ríkissjóði lækkar úr 19 milljörðum í rúmlega 17 milljarða króna á milli ára.

Útvarpsgjald dregið af öllum skattgreiðendum

Þótt greiddir verði út 17 milljarðar króna hefði upphæðin orðið 20 milljarðar ef ekki hefði verið annað dregið af á móti, meðal annars vegna vangoldinna gjalda. Þá fara 3,2 milljarðar króna í útvarpsgjald vegna Ríkisútvarpsins, eða 16.400 krónur á hvern framteljanda frá 16 ára til 69 ára aldri, og svo tveir milljarðar í framkvæmdastjóð aldraðra frá sama hópi.

Ríkissjóður mun einnig greiða 2,4 milljarða vegna barnabóta 1. nóvember næstkomandi.

Endurgreiðslurnar eru hins vegar mun lægri en arður sem eigendur fyrirtækja fá greiddan. Tekjur einstaklinga af arði eru 35 milljarðar fyrir síðasta ár, sem er 18% aukning frá árinu 2014.

Starfsmaður Ríkisskattsjóra sem Stundin ræddi við sagðist ekki heyra annað en að fólk væri ánægt með útgreiðslurnar, en að fólk stillti tilfinningaseminni í hóf í samskiptum sínum við embættið.

Upphæð endurgreiðslunnar er þegar komin fram á síðum einstaklinga á skattur.is.

„Þeir sem eiga inneign fá hana lagða inn á bankareikning 1. júlí,“ sagði starfsmaður Ríkisskattstjóra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár