Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sautján milljarðar lagðir inn á fólk úr ríkissjóði á föstudaginn

Barna­fólk og fólk með há hús­næð­is­lán, en lág­ar tekj­ur, geta fagn­að á föstu­dag­inn. Skatt­greið­end­ur fá þá end­ur­greidda sautján millj­arða króna vegna of­greiddra skatta, barna­bóta og vaxta­bóta.

Sautján milljarðar lagðir inn á fólk úr ríkissjóði á föstudaginn

Að meðaltali fær hver Íslendingur fimmtíu þúsund krónur í endurgreiðslu frá ríkinu á föstudaginn. Það jafngildir því að hver fjögurra manna fjölskylda fái 200 þúsund krónur. Endurgreiðslan skiptist hins vegar ekki jafnt.

Af 17 milljarða króna endurgreiðslum koma 2,4 milljarðar til barnafjölskyldna, 9,3 milljarðar vegna ofgreidds tekjuskatts og útsvars og 4,3 milljarðar vegna vaxtabóta sem tengjast húsnæðisskuldum.

Greiðslurnar lækka milli ára

Þrátt fyrir háar endurgreiðslur á morgun lækka þær milli ára. 45 þúsund fjölskyldur fá barnabætur, sem er 7,4% fækkun frá síðasta ári. Meðalbæturnar eru 0,5% lægri en í fyrra.

Almennar vaxtabætur, sem koma til vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, lækka um 25% á milli ára. Fjölskyldur sem fá vaxtabætur eru 29 þúsund í ár, sem er fækkun um 21% frá því í fyrra. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins er þetta útskýrt með skuldaleiðréttingunni svokölluðu. „Endurspeglar álagningin betri eiginfjárstöðu heimila. Húsnæðisskuldir heimila hafa lækkað frá árinu 2014 en á árinu 2015 kom til framkvæmda niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána að fjárhæð 80 ma.kr. auk þess sem inngreiðsla séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán nam rúmlega 13 ma.kr. á árinu.“

Fram kemur að skuldir heimilanna drógust saman um 2,7% milli ára og skuldir vegna íbúðarkaupa um 3%. 

Heildarfjárhæð endurgreiðslna úr ríkissjóði lækkar úr 19 milljörðum í rúmlega 17 milljarða króna á milli ára.

Útvarpsgjald dregið af öllum skattgreiðendum

Þótt greiddir verði út 17 milljarðar króna hefði upphæðin orðið 20 milljarðar ef ekki hefði verið annað dregið af á móti, meðal annars vegna vangoldinna gjalda. Þá fara 3,2 milljarðar króna í útvarpsgjald vegna Ríkisútvarpsins, eða 16.400 krónur á hvern framteljanda frá 16 ára til 69 ára aldri, og svo tveir milljarðar í framkvæmdastjóð aldraðra frá sama hópi.

Ríkissjóður mun einnig greiða 2,4 milljarða vegna barnabóta 1. nóvember næstkomandi.

Endurgreiðslurnar eru hins vegar mun lægri en arður sem eigendur fyrirtækja fá greiddan. Tekjur einstaklinga af arði eru 35 milljarðar fyrir síðasta ár, sem er 18% aukning frá árinu 2014.

Starfsmaður Ríkisskattsjóra sem Stundin ræddi við sagðist ekki heyra annað en að fólk væri ánægt með útgreiðslurnar, en að fólk stillti tilfinningaseminni í hóf í samskiptum sínum við embættið.

Upphæð endurgreiðslunnar er þegar komin fram á síðum einstaklinga á skattur.is.

„Þeir sem eiga inneign fá hana lagða inn á bankareikning 1. júlí,“ sagði starfsmaður Ríkisskattstjóra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár