Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sautján milljarðar lagðir inn á fólk úr ríkissjóði á föstudaginn

Barna­fólk og fólk með há hús­næð­is­lán, en lág­ar tekj­ur, geta fagn­að á föstu­dag­inn. Skatt­greið­end­ur fá þá end­ur­greidda sautján millj­arða króna vegna of­greiddra skatta, barna­bóta og vaxta­bóta.

Sautján milljarðar lagðir inn á fólk úr ríkissjóði á föstudaginn

Að meðaltali fær hver Íslendingur fimmtíu þúsund krónur í endurgreiðslu frá ríkinu á föstudaginn. Það jafngildir því að hver fjögurra manna fjölskylda fái 200 þúsund krónur. Endurgreiðslan skiptist hins vegar ekki jafnt.

Af 17 milljarða króna endurgreiðslum koma 2,4 milljarðar til barnafjölskyldna, 9,3 milljarðar vegna ofgreidds tekjuskatts og útsvars og 4,3 milljarðar vegna vaxtabóta sem tengjast húsnæðisskuldum.

Greiðslurnar lækka milli ára

Þrátt fyrir háar endurgreiðslur á morgun lækka þær milli ára. 45 þúsund fjölskyldur fá barnabætur, sem er 7,4% fækkun frá síðasta ári. Meðalbæturnar eru 0,5% lægri en í fyrra.

Almennar vaxtabætur, sem koma til vegna vaxtagjalda af lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði, lækka um 25% á milli ára. Fjölskyldur sem fá vaxtabætur eru 29 þúsund í ár, sem er fækkun um 21% frá því í fyrra. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins er þetta útskýrt með skuldaleiðréttingunni svokölluðu. „Endurspeglar álagningin betri eiginfjárstöðu heimila. Húsnæðisskuldir heimila hafa lækkað frá árinu 2014 en á árinu 2015 kom til framkvæmda niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána að fjárhæð 80 ma.kr. auk þess sem inngreiðsla séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán nam rúmlega 13 ma.kr. á árinu.“

Fram kemur að skuldir heimilanna drógust saman um 2,7% milli ára og skuldir vegna íbúðarkaupa um 3%. 

Heildarfjárhæð endurgreiðslna úr ríkissjóði lækkar úr 19 milljörðum í rúmlega 17 milljarða króna á milli ára.

Útvarpsgjald dregið af öllum skattgreiðendum

Þótt greiddir verði út 17 milljarðar króna hefði upphæðin orðið 20 milljarðar ef ekki hefði verið annað dregið af á móti, meðal annars vegna vangoldinna gjalda. Þá fara 3,2 milljarðar króna í útvarpsgjald vegna Ríkisútvarpsins, eða 16.400 krónur á hvern framteljanda frá 16 ára til 69 ára aldri, og svo tveir milljarðar í framkvæmdastjóð aldraðra frá sama hópi.

Ríkissjóður mun einnig greiða 2,4 milljarða vegna barnabóta 1. nóvember næstkomandi.

Endurgreiðslurnar eru hins vegar mun lægri en arður sem eigendur fyrirtækja fá greiddan. Tekjur einstaklinga af arði eru 35 milljarðar fyrir síðasta ár, sem er 18% aukning frá árinu 2014.

Starfsmaður Ríkisskattsjóra sem Stundin ræddi við sagðist ekki heyra annað en að fólk væri ánægt með útgreiðslurnar, en að fólk stillti tilfinningaseminni í hóf í samskiptum sínum við embættið.

Upphæð endurgreiðslunnar er þegar komin fram á síðum einstaklinga á skattur.is.

„Þeir sem eiga inneign fá hana lagða inn á bankareikning 1. júlí,“ sagði starfsmaður Ríkisskattstjóra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár