Eiginkona Ólafs Ólafssonar, Ingibjörg Kristjánsdóttir, skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún heldur því fram að Hæstiréttur hafi farið mannavillt í dómnum. Orðrétt segir:
„Í upphafsforsendum dómsins vísar Hæstiréttur til símtals í gögnum málsins, þar sem fram kemur að ítrekað hafi verið rætt við „Óla“ um nákvæma útfærslu viðskiptanna. Hæstiréttur fer mannavillt í rökstuðningi sínum og ályktar að hér sé átt við eiginmann minn, Ólaf Ólafsson, en hið rétta er að um er að ræða lögfræðing með sama fornafni sem er sérfræðingur í lögum um kauphallarviðskipti.
Athugasemdir