Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vildi uppræta þöggun en ákvað að þegja um kynferðisbrot

Páley Borg­þórs­dótt­ir hef­ur kom­ið fram sem mál­svari þo­lenda kyn­ferð­isof­beld­is í fjöl­miðl­um og sagði þá að þögg­un sam­fé­lags­ins væri vanda­mál. Sem lög­reglu­stjóri vildi hún ekki veita upp­lýs­ing­ar um kyn­ferð­is­brot á þjóð­há­tíð og gagn­rýndi neyð­ar­mót­tök­una fyr­ir að gera það. Hér er far­ið yf­ir fer­il bæj­ar­full­trú­ans sem varð lög­reglu­stjóri.

Vildi uppræta þöggun en ákvað að þegja um kynferðisbrot

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, komst í kastljós fjölmiðla í síðustu viku þegar hún sendi bréf á alla viðbragðsaðila á þjóðhátíð og hvatti til þess að ekki yrði greint frá kynferðisbrotum þessa helgi. Sagðist hún jafnframt hafa tekið þá ákvörðun að lögreglan myndi ekki greina frá slíkum brotum.

Fyrir vikið var Páley sökuð um þöggunartilburði. Það er þó ekki langt síðan Páley sagði sjálf að þöggun um kynferðisbrot væri vandamál sem við sem samfélag yrðum að bæta úr – öll sem eitt. Hún var þá réttargæslumaður þolanda kynferðisbrota og kom fram sem slíkur.

Nú hvatti hún hins vegar alla sem að þessum málum kæmu til að upplýsa ekki hvort kynferðisbrot hefðu verið framin á þjóðhátið. Vísað hún til þess að þeir væru bundir þagnarskyldu og hvatti til þess að þeir myndu allir svara með sama hætti: „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar.“

Stundin óskaði eftir viðbrögðum Ólafar Nordal innanríkisráðherra í dag en var vísað á ríkislögreglustjóra sem hefur það í hendi sér að stýra reglugerð varðandi upplýsingagjöf lögreglunnar. 

Fyrsta konan í embætti lögreglustjóra

Páley er fyrsta konan í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Hún var skipuð af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til fimm ára og hóf störf þann 1. janúar 2015, um leið og ný reglugerð innanríkisráðuneytisins tók gildi. Þar var umdæmum sýslumannsembætta fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum var fækkað úr 15 í níu. Áður höfðu lögreglustjórn og sýslumannsstörf fallið undir sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum, en með breytingunum voru embættin aðskilin.

Áður hafði Páley starfað sem lögmaður um árabil. Á árunum 2002-2007 var hún fulltrúi sýslumanns í Vestmanneyjum og staðgengill hans frá árinu 2005. Í viðtali sem tekið var fyrir Eyjafréttir árið 2006 lýsti Páley starfinu sem fjölbreyttu og lifandi, enda væru fulltrúar sýslumannsembætta úti á landi allt í öllu. „Eins fara sýslumann með lögreglustjórn. Þannig að stór hluti af mínu starfi eru lögreglumál sem eru oft mjög krefjandi.“ Hún þekkti því vel til þegar hún hóf störf sem lögreglustjóri í Vestmanneyjum í byrjun árs.

„Við þurfum að auglýsa okkur þannig, koma bænum aftur á kortið sem fjölskyldubæ.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár